Riley og Spolestra búnir að banna Twitter
29.9.2009 | 19:26
Forseti Miami Heat, Pat Riley og Erick Spolestra þjálfari þeirra hafa bannað Twitter síðuna innan um hópinn og einnig mega leikmenn liðsins ekki drekka. Michael nokkur Beasley sem kom nýlega aftur til Miami frá Houston þar sem hann var í eiturlyfjameðferð gæti átt erfitt með að fylgja þessum reglum, en hann hefur átt við slæmt eiturlyfjavesen undanfarna mánuðina.
Riley, sem er fyrrum þjálfari Heat tilkynnti liðinu þetta fyrir skömmu og er lykilleikmaður liðsins, Dwayne Wade fullkomlega sammála þessum reglum. Michael Beasley hefur eitt aðgangi sínum á Twitter en hann hefur gert það fyrr og er þetta því í annað sinn.
Dwayne Wade sagði við fjölmiðla á dögunum að þegar maður mætir til starfs þá mætir maður til starfs. Einnig sagði hann þetta: ,,Maður er ekki á Twitter við starf, þú mátt það ekki`` sagði Wade. ,,Þú hins vegar mátt vera á Twitter frá starfi, því það er nauðsynlegt að hafa samskipti við aðdáendur og félaga`` bætti hann svo við.
(Riley og Spolestra, er Spolestra tók við þjálfara-
stólnum hjá Heat.)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Harrinton vill hætta hjá NYK - Fyrrum leikmenn UConn geta spilað saman
29.9.2009 | 11:48
Framherjinn Al Harrington hefur gefið það út að hann vilji halda áfram hjá liði sínu, New York Knicks og hætta hjá því félagi en honum var skipt þangað frá Golden State Warriors á liðnu tímabili. Hann var stigahæstur leikmanna Knicks á tímabilinu og ef hann vilji vera í úrslitakeppnisliði en samt Knicks þarf hann að biðja forseta þeirra um stórar breytingar.
Svo er víst að fyrrum bakverðir UConn háskólans, Richard Hamilton og ben Gordon geta spilað saman eftir allt en þetta gáfu þeir út fyrr í dag. Gordon mun líklegast vera í byrjunarliði og Hamilton mun þá koma inn fyrir hann og svo eitthvað fyrir Tayshaun Prince.
(Rip Hamilton og Gordon.)
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smith mun halda áfram sem sjötti maður
29.9.2009 | 10:06
Svo er ljóst að Denver Nuggets munu ekki láta J.R. Smith í byrjunarlið, en þeir hafa gefið það út að hann muni halda áfram sem sjötti maður. Þeir hafa nú einn nýjan skotbakvörð(SG) sem er hörkufínn og svo tvo miðlungsskotbakverði sem eru nýir, en allir þessir nýju skotbakverðir geta einnig spilað framherja svo Smith getur eitt mun meiri tíma í sinni stöðu því Denver hafa aðeins einn framherja(SF) sem er Carmelo Anthony.
Joey Graham mun líklega vera byrjunarliðsskotbakvörður en eins og við greindum frá á dögunum þá er hann kominn til Nuggets, en í Toronto Raptors stóð hann sig vel og var með 7,7 stig að meðaltali í leik á liðnu leiktímabili.
Smith er frábær leikmaður og hefur verið með í troðslukeppnum og er svo frábær þriggja stiga skytta. Hann var með 15,2 stig og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili.
(Smith var tilnefndur sem sjötti maður ársins.)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
T-Mac verður ekki tilbúinn fyrir æfingaleikina
28.9.2009 | 20:09
Svo er ljóst að skotbakvörðurinn Tracy McGrady verður ekki klár í slaginn áður en æfingatímabilið hefst en hann hefur verið meiddur ásamt Yao Ming í þó nokkurn tíma, en Yao og McGrady eru lykilleikmenn Houston Rockets. Ming gæti verið að leggja skóna á hilluna, en hann gerir sér grein fyrir því að hann gæti þurft að gera það því hann er búinn að kaupa fyrrum lið sitt, Sanghay Sharks.
Leikmenn Houston Rockets létu það hins vegar ekki stoppa sig að þeir væru án tveggja bestu manna sinna, en þeir voru nálægt því að slá út meistara LA Lakers en sú sería fór 4-3 fyrir
Lakers-mönnum. Þetta voru undanúrslit Vesturdeildarinnar og unnu Lakers Denver Nuggets þar á eftir og komust þar með í úrslit og unnu Orlando Magic þar.
McGrady skoraði 15,6 stig og gaf 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á liðnu tímabili en hann spilaði aðeins 35 leiki á því. Hann er þrítugur og á 3-4 góð ár eftir en svo gæti hann gerst sjötti maður eða byrjunarliðsmaður með góðan sjötta mann sem spilar kannski 30 mínútur.
(T-Mac hefur verið fjarri góðu gamni undanfarna mánuðina.)
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rose lærir af meistaranum - Nelson kominn úr meiðslum
28.9.2009 | 15:49
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Voskuhl til Mavs
28.9.2009 | 14:37
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gray búinn að endurnýja við Bulls - Udoka til Blazers á ný
27.9.2009 | 15:41
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Graham kominn til Denver
27.9.2009 | 12:29
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jackson vill fara frá Warriors
26.9.2009 | 21:15
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)