Nowitzki með sigurkörfuna - Úrslit næturinnar

Leikur Dallas og Milwaukee fór fram í nótt og var leikurinn með þeim skemmtilegustu á þessu tímabili. Dallas unnu báða leikhlutana fyrir hálfleik, en ekki með miklum mun en Bucks áttu þriðja leikhlutann. Eftir þann fjórða var staðan 104-104 og fór leikurinn því í framlengingu. Þegar staðan var 113-113 áttu Mavs innkast og Dirk Nowitzki fékk boltann, skaut og eftir nokkur skopp á hringnum fór boltinn ofan í og Dallas-liðið trylltist. Svona var taflan í nótt:

Bucks 113 - 115 Mavs
Stig:
Nowitzki, Mavs, 32
Jennings, Bucks, 25
Stoðsendingar:
Kidd, Mavs, 17
Jennings, Bucks, 8
Fráköst:
Gooden, Mavs, 14
Ilyasova, Bucks, 12

Magig 97 - 91 Bobcats
Stig:
Murry Bobcats, 31
Nelson, Magic, 16
Stoðsendingar:
Felton, Bobcats, 5
Nelson, Magic, 5
Fráköst:
Jackson, Wallace, Bobcats, 9
Howard, Magic, 11

Hawks 99 - 95 Blazers
Stig:
Fernandez, Blazers, 19
 Johnson, Hawks, 35
Stoðsendingar:
Blake, Blazers, 11
Johnson, Hawks, 9
Fráköst:
Roy, Aldridge, Blazers, 9
Smith, Hawks, 16


Nowitzki með "Buzzerinn"...


Tvífarar: Zaza Pachulia og Rocky Balboa

zaza_rocky


Okafor til Kings?

Svo gæti farið að kraftframherjinn Emeka Okafor sé á leiðinni til Sacramento Kings, en þá fyrir Kenny Thomas sem er á sínu síðasta tímabili á samningi. Svo virðist sem framkvæmdastjóri liðsins, nú þjálfari, ætla að eyðileggja Hornets-liðið með því að senda fyrrum þjálfara ársins frá sér og skipta Emeka Okafor fyrir slakan leikmann, en Okafor kom til liðsins í sumar.

Okafor hefur nú spilað 11 leiki fyrir Hornets, byrjað í 10 af þeim og skorað 10,5 stig og rifið niður 9,5 fráköst með þeim. Þar að auki er hann með 51% skotnýtingu og 1,9 varið skot að meðaltali í leik. Vítanýting hans er alveg að fara með hann, en hún er aðeins tæp 56% og kannski einhverjir tapaðir leikir á því.


S-Jax til Bobcats

Hinn fúli Stephen Jackson er á leiðinni til Charlotte þar sem hann mun spila út sinn samning. Honum var skipt þangað nú fyrir stundarkorni og hann er líklega byrjaður að pakka niður og kominn í flugvélina.

Jackson hefur eins og allir vita verið með fýlu í Warriors og meðal annars var hann rekinn í sturtu með fimm villur í fyrsta leikhluta og tvær tæknivillur á æfingatímabilinu gegn LA Lakers, sem þeir unnu hins vegar.

Warriors munu fá einn góan leikmann, Raja Bell sem er góður varnarmaður og getur skorað líka. Jackson er ágætur varnarmaður en hefur ekki sýnt það upp á síðkastið. Bell er með 12,0 stig og 4,2 fráköst í leik sem af er tímabilinu, en það eru um það bil 75 leikir eftir af tímabilinu.

Síðan eru fyllingarnar, Charlotte fá Acie Law IV sem er fínn bakvörður en hefur ekki náð sér á strik í NBA-deildinni, en á þessu tímabili hefur hann skorað 6,2 stig í leik. Þá fá Warriors-menn framherjann Vladimir Radmanovic sem kom til Bobcats í febrúar 2009 og hefur gert fína hluti þar, en það sem búið er af 09-10 tímabilinu hefur hann skorað 4,9 stig og tekið 3,6 fráköst í leik.


Úrslit næturinnar

Pistons 90 - 95 Mavericks Thunder 93 - 101 Clippers Suns 101 - 100 Raptors Lakers 91 - 101 Rockets

Iverson á leiðinni frá Memphis?

Memphis Grizzlies hafa nælt sér í bakvörðinn Jamaal Tinsley, en ævintýri Allen Iversons gæti verið á enda í Memphis, en liðið gæti verið að hunsa Iverson með því að bæta fjórða bakverðinum í liðið. Iverson var eins og náttúruhamfarir í Detroit-liðinu og...

Mareese frá í 6-8 vikur

Kraftframherji Philadelphia 76ers, Mareese Speights, meiddist á vinstra hné í leik gegn Bulls á aðfaranótt sunnudagsins síðastliðins. Speights hefur staðið sig frábærlega fram að að þessu og er með 13,0 stig og 6,4 fráköst, auk þess sem hann er búinn að...

Úrslit næturinnar

Hornets- Atlanta Portland -Charlotte Boston- Indiana Detroit -Washington Nets- Miami Utah- Cleveland Sixers- Bulls Minnesota- Memphis Warriors- Bucks Thunder -Spurs Sigur rautt og hægri heima

Úrslit næturinnar

Orlando -New Jersey Utah -Sixers Warriors -Knicks Portland -Hornets Atlanta -Boston Dallas -Minnesota Houston- Sacramento Toronto -Clippers Lakers- Denver Rautt er sigur

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband