Bulls? Nets? Knicks? Hvert fer hann?
1.7.2010 | 21:34
Eins og kom fram á síðunni fyrr í dag er búið að opna fyrir markaðinn í NBA-deildinni og strax hafa fullt af liðum rætt við kónginn LeBron James.
James er á teikniborðinu hjá flest öllum liðum deildarinnar og þar á meðal þessum á myndinni hér að ofan en hann er stranglega orðaður við þau lið.
New York Knicks eru með mesta plássið undan launaþakinu eða rúmar 34 milljónir dala og á eftir þeim koma Bulls en svona er taflan yfir þau fimm lið sem mest geta boðið:
Sæti | Lið | Pláss (í dölum) |
1. | Knicks | $34,528,223 |
2. | Bulls | $29,933,796 |
3. | Nets | $28,634,603 |
4. | Heat | $27,365,632 |
5. | Clippers | $16,155,311 |
Eins og þið sjáið hér að ofan geta Kniicks boðið James mestan pening og eru þar með líklegastir peningalega séð þó Bulls og Nets séu einnig mjög líklegir til þess að fá hann peningalega séð og frá öðrum hliðum séð.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Byron Scott tekur við Cavs - nær hann að lokka James til sín?
1.7.2010 | 16:15
Fyrrum þjálfari New Orleans Hornets, Byron Scott, hefur tekið við Cleveland Cavaliers.
Hann verður eftirmaður Mike Brown og gildir samningurinn næstu þrjú árin en Brown stýrði liðinu í fimm ár, var með besta árangurinn í deildinni tvisvar (síðustu tvö tímabil) og komst einu sinni í úrslitin (2007-töpuðu gegn SA Spurs).
Scott var valinn þjálfari ársins árið 2008 en þá leiddi hann þá lentu þeir í öðru sæti Vestursins og hann kom þeim í aðra umferð í úrslitakeppninni en þar töpuðu þeir gegn Spurs 3-4 eftir að hafa komist 2-0 yfir.
Einnig hefur hann þjálfað New Jersey Nets og leiddi þá til úrslita tvö ár í röð (02 og 03).
En spurningin er hvort Scott nái að lokka LeBron James aftur til liðsins en hann segist vera spenntur fyrir starfinu hvort sem LeBron verður eða ekki.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Markaðurinn opinn
1.7.2010 | 12:04
Einn stærsti markaður í sögu NBA er nú hafinn en leikmenn á borð við LeBron James, Dwyane Wade, Chris Bosh og Amaré Stoudemire eru lausir undan samningum sínum.
En þetta er ekki einungis sumarið þeirra, því David Lee, Al Jefferson, Richard Jefferson, Ray Allen, Raymond Felton og fleiri er samningslausir í sumar, svo mikið er um að velja.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rivers áfram með Celtics - Pierce segir upp
1.7.2010 | 11:52
Þjálfari Boston Cletics, Doc Rivers, verður áfram þjálfari liðsins næsta tímabil.
Rivers, sem er 48 ára gamall, hefur unnið einn titil með Celtics, 2008 og leiddi liðið í úrslit NBA en tapaði naumt gegn Los Angeles Lakers í úrslitunum í sumar.
Aftur á móti er framherjinn Paul Pierce búinn að segja upp samningi sínum hjá Celtics en líklegt er að hann geri nýjan og stærri samning.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stoudemire og Jefferson segja upp samningum
1.7.2010 | 11:50
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jianlian til Wizards
30.6.2010 | 12:09
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvífarar: Marco Belinelli og Rambo
29.6.2010 | 14:49
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Wolves setja miðið á Gay
29.6.2010 | 14:25
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rasheed hættur - Iverson mættur
27.6.2010 | 12:22
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)