Areans og Crittenton búnir á tímabilinu

Gilbert Arenas og Javaris Crittenton
Bakverðirnir Gilbert Arenas og Javaris Crittenton voru í gær dæmdir í leikbann út tímabilið fyrir að hafa mætt með skotvopn í búningsklefa liðsins á jóladag.
 
Þetta er eitt lengsta keppnisbann sem um getur í NBA að undanskuldum þeim sem tengjast eiturlyfjamisferli.
Arenas, sem er þekktur "ólatabelgur", segir að þetta hafi bara verið smá grín hafi farið yfir strikið.
 
Arenas var hér um bil orðinn ofurstjarna í NBA fyrir nokkrum árum áður en hann meiddist alvarlega á hné og var frá keppni í um það bil tvö ár. Hann ætlaði svo að sanna sig að nýju í ár en verður að bíða með það fram á næsta haust.

Úrslit næturinnar

Washington 103 LA Lakers 115
New York 132 Minnesota 105
Dallas 108 Milwaukee 107
Phoenix 109 Charlotte 114
Sacramento 99 Golden State 96

Úrslit næturinnar

Philadelphia 98 Indiana 109
Miami 91 Cleveland 92
Boston 95 LA Clippers 89
Memphis 99 Orlando 94
Houston 95 Atlanta 102
San Antonio 93 Chicago 98
Utah 124 Phoenix 115
Denver 104 Charlotte 93
Portland 97 New Orleans 98
Stig: *Þrír jafnir með 32 stig.
Fráköst: Carloz Boozer (Jazz) með 20 fráköst.
Stoðsendingar: Steve Nash (PHX) með 15 stoðsendingar.
* LeBron James (CLE), Dwyane Wade (MIA) og Goran Dragic (PHX).

Devin Brown til Bulls fyrir Aaron Gray

Devin BrownÍ gær skiptu New Orleans Hornets skotbakverðinum Devin Brown til Chicag Bulls fyrir miðherjann Aaron Gray.

Brown hefur byrjað í nánast öllum leikjum sínum með Hornets á leiktíðinni, hefur skorað 9,7 stig og tekið 2,8 frákast í leik.

Gray hefur ekki blómstrað eins mikið og Brown, en hann er með 2,3 stig og og 2,0 fráköst að meðaltali í leik.

Hins vegar þegar maður ber saman tapaða bolta hjá leikmönnunum, þá er Gray með 0,13 tapaða í leik en Brown 1,5. Reyndar spilar Brown 25 mínútur í leik en Gray aðeins 6.


Stórleikur í Ljónagryfjunni

Í kvöld klukkan 19:15 fer fram Suðurnesjaslagur milli Njarðvíkinga og Grindvíkinga. Leikurinn verður sýndur beint á netvarpi www.sporttv.is , en snillingarnir hjá þeim ætla vonandi að bjóða áhorfendum þeirra upp á hörkuleik. Síðasti leikur liðanna var í...

Þrjú lið á eftir Stoudemire

Amaré Stoudemire er nokkuð eftirsóttur af NBA-liðum þessa dagana, en þrjú lið hafa opinberað áhuga sinn á leikmanninum. Þessi lið eru öll í vandræðum með stóra menn, en þau eru Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors og Minnesota Timberwolves....

Úrslit næturinnar - Turk kláraði Lakers

Hedo Turkoglu skoraði úr tveimur vítum þegar ein sekúnda var eftir af leik Toronto Raptors og LA Lakers í nótt. Kobe Bryant komst í kunnuglega stöðu þegar hann átti lokaskotið en það geigaði, svo Raptors unnu ein stigs sigur á Lakers, 106-105. Þá unnu...

Jackson til Cavaliers

Cleveland Cavaliers, sem tróna á toppi Austursins, sömdu í gær við bakvörðinn Cedric Jackson, en Jackson var í Cleveland State háskólanum. Í Erie BayHawks var Jackson með bestu mönnum, en þar var hann síðast. Hann var með 14,7 stig, 7,6 stoðsendingar og...

Úrslit næturinnar - Cavs unnu með einu

Cleveland Cavaliers unnu eins stigs sigur á Oklahoma City Thunder í nótt, 100-99. Daniel Gibson, sem var í byrjunarliði Cavs í fyrsta skipti, í tvö ár, tryggði þeim sigurinn, en aðalbakvörður þeirra, Mo Williams, er meiddur. LeBron James skoraði 37 stig,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband