Camby til Trail Blazers

Marcus CambyMarcus Camby, miðherji Portland Trail Blazers, er á leið til Portland Trail Blazers, ef marka má fréttir Yahoo Sports.

Camby er mjög ósáttur við skiptin, þar sem hann og fjölskylda hans höfðu komið sér ágætlega fyrir í Los Angeles.

Fyrir Camby fá Clippers einn/tvo leikmenn, Steve Blake (7,6 stig 4,0 stoðsendingar) og Travis Outlaw (9,9 stig og 3,5 fráköst) sem er meiddur og mun ekki spila mikið meira á tímabilinu.

Þetta teljast mjög ósanngjörn skipti, en þessar þrjár milljónir dala sem renna í vasa Don Sterling eru taldar lykilinn að skiptunum.

Portland vantaði miðherja þar sem Greg Oden og Joel Przybilla meiddust á tímabilinu og munu ekki spila meira. Camby mun því vera einn í stöðunni, en Juwan Howard og LaMarcus Aldrigde munu eitthvað koma inn sem miðherjar.


Ólafur Ólafs treður rækilega í "grillið" á Jeremy Caldwell

Jeremy Caldwell þurfti áfallahjálp við þessa troðslu frá Ólafi Ólafssyni, en Grinvíkingar (lið Ólafs) unnu Blika fyrir skömmu.

Ólafur ÓlafssonFyrir þá sem vita ekki hver Ólafur er er hann fyrrum tro'slukóngur Íslands (2008). Hann er fæddur árið 1990 og er uppalinn í Grindavík.

Hann spilaði erlendis í fyrra með unglingaliði, en hann kom aftur heim eftir úrslitakeppnina í fyrra og spilar með Grindavík núna.


LeBron í skemmtilegri Powerade-auglýsingu


Pierce vann skotkeppnina - Nate vann troðslukeppnina í þriðja sinn

Framherji Boston Celtics, Paul Pierce vann nauman sigur á nýliða Golden State Warriors, Stephen Curry, í þriggja stiga skotkeppninni um helgina, en aðrir keppendur voru til dæmis Chauncey Billups, Danilo Gallinari og Channing Frye.

Nate "Krypto" Robinson var fyrsti leikmaður sögunnar til þess að vinna sína þriðju troðslukeppni. Troðslukeppnin í ár er talin sú lélegasta og óáhugaverðasta síðan árið 2002, og erum við hjá NBA-Wikipedia fullkomlega sammála því.

Enginn nema Robinson og DeMar DeRozan tróðu flott, en til dæmis Shannon Brown átti bara troðslur sem maður treður í leik, en ekki troðslukeppni.


Lið Austursins vann Stjörnuleikinn - Wade með tvennu

Dwyane Wade var með 28 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst í 139-141 sigri Austursins á stjörnuliði Vestursins. Dwight Howard skoraði einn þrist (1/2) og var með 17 stig og 5 fráköst. LeBron James var með 25 stig, 6 stoð- sendingar og 5 fráköst. Hjá...

Tvífarar: Stan Van Gundy og Rafa Benítez

...

Nýliðarnir unnu

Nýliðaleikurinn fór fram í nótt og unnu nýliðarnir með 12 stigum, 128-140 . DaJuan Blair átti frábæran leik, skoraði 22 stig, tók 23 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Þá skoraði Tyreke Evans 26 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, en hann var maður...

Caron Butler til Mavericks

Framherjinn Caron Butler var í nótt sendur til Dallas Mavericks fyrir framherjann Josh Howard, sem hæglega hefur komið úr meiðslum undanfarið. Nokkrir fyllimenn eru í skiptunum. Drew Gooden og Quentin Ross fara með Howard til DC, en Brendan Haywood og...

Nate Robinson vinnur troðslukeppnina samkvæmt lesendum

Samkvæmt lesendum www.nba.blog.is mun bakvörðurinn Nate Robinson vinna troðslukeppnina. 35% lesenda segja Nate, 30% Shannon Brown og 25% Geralsd Wallace. Gerald Wallace 25,0% Shannon Brown 30,0% Eric Gordon 0,0% DeMar DeRozan 10,0% Nate Robinson 35,0% Þá...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband