Úrslit næturinnar - Nýir menn stóðu sig vel í nótt

Tracy McGradyTracy McGrady spilaði í nótt sinn fyrsta leik á tímabilinu sem hann fær eitthvað að spila.

Hann spilaði 32 mínútur í leik New York Knicks gegn Oklahoma City Thunder og skoraði 26 stig og gaf 5 stoðsendingar. Hins vegar töpuðu Knicks með 3 stigum (118-121) en Kevin Durant skoraði flautukörfu.

Aðrir nýir leikmenn fundu sig líka hjá nýjum liðum, en til dæmis skoraði John Salmons 19 stig í sigri Milwaukee Bucks á Charlotte Bobcats, en hjá Charlotte skoraði Ty Thomas 12 stig og tók 11 fráköst.

Chicago Bulls unnu stórsigur á Philadelphia 76ers, en Bulls voru með þrjá nýa leikmenn, Acie Law, Hakim Warrick og Flip Murray, en Warrick skoraði 15 stig og tók 9 fráköst og Murray skoraði 12 stig.

Kevin Martin spilaði sinn fyrsta leik með Houston Rockets í nótt og skoraði 14 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Það er mjög gott en ef maður lítur innst inn í tölfræðina, er þá þetta gott?
FG: 3/16 - TO: 2 - PF: 2

Toronto 109 Washington 104
New York 118 Oklahoma City 121
Chicago 122 Philadelphia 90
Houston 115 Indiana 125
Milwaukee 93 Charlotte 88
Dallas 97 Miami 91
LA Clippers 99 Sacramento 89

Breyting á tveimur skiptum

Tracy McGradyÍ nótt varð breyting á tveimur skiptum, Tracy McGrady fór til New York Knicks en ekki Kings og John Salmons fór til Milwaukee Bucks fyrir Joe Alexander og Hakeem Warrick, en akki Francisco Elson og Kurt Thomas.

Hins vegar fór Elson (og Jodie Meeks) til Philadelphia 76ers fyrir Primoz Brezec, Royal Ivey og nýliðarétt í sumar.

T-Mac skiptin:

Knicks
Fá: Tracy McGrady, Sergio Rodriguez
Senda frá sér: Larry Hughes, Jordan Hill, Jared Jeffries

Rockets
Fá: Kevin Martin, Hilton Armstrong, Jordan Hill, Jared Jeffries
Senda frá sér: Tracy McGrady, Carl Landry, Joey Dorsey

Kings
Fá:Carl Landry, Joey Dorsey, Larry Hughes
Senda frá sér:Kevin Martin, Hilton Armstrong, Sergio Rodriguez


Molar um skiptin í NBA

  • Tyrus Thomas var sendur til Charlotte Bobcats fyrir Ronald "Flip" Murray, Acie Law og valréttur í fyrstu umferð í framtíðinni frá Charlotte.
  • San Antonio Spurs sendu miðherjann Theo Ratliff til Charlotte Bobcats fyrir nýliðarétt í annarri umferð árið 2016.
  • Nate Robinson er farinn til Boston Celtics, NYK fá fyrir hann Eddie House, J.R. Giddens og Bill Walker en með honum fer Marcus Landry til Celtics.
  • Dominic McGuire fór í nótt frá Washington Wizards til Kings fyrir nýliðarétt í annarri umferð í sumar.
  • Ronnie Brewer fór til Memphis Grizzlies fyrir nýliðarétt í fyrstu umferð (í framtíðinni).

       Umfjöllun kemur um fleiri skipti í dag.


Helena Sverris spáir um úrslit Bikarsins

Helena Sverrisdóttir, leikmaður TCU í bandaríska háskólaboltanum, var í dag tekin í viðtal við Karfan.is. Aðspurð hver vinnur Subway-bikar kvenna segir hún að Haukar geti unnið þetta með baráttu og gleði.
 
Nú er ekki langt síðan Haukar og Keflavík léku síðast til bikarúrslita og þú manst væntanlega nokkuð vel eftir þeim leik. Gætir þú gefið okkur svona ,,hraðsoðna" lýsingu á þinni minningu í sambandi við bikarúrslitin 2007?
Ég man ekkert alltof mikið eftir þeim leik, nema að þetta var mjög jafnt og réðst ekki almennilega fyrr en í restina. Það er alltaf rosalega gaman að spila í Höllinni og það gerir leikinn sjálfan einhvern vegin stærri. Það var alveg frábært að ná sigri því ég vissi að það yrði langt í að ég myndi spila aftur í Höllinni.
 
Varðandi liðin núna, hvar eru styrkleikarnir og veikleikarnir?
Keflavík - Þær eru með mjög reynslumikið lið, stelpur sem hafa verið í þessu lengi og hafa spilað svona stóra leiki, ég held að það sé stór plús fyrir þær.
Haukar- Þær eru gríðarlega sterkan leikmann í Heather og svo það sem haukastelpurnar verða að gera er að koma óhræddar og ákveðnar í að gefa ekkert eftir.
 
Hvaða leikmenn telur þú að eigi eftir að stíga upp í leiknum?
Hjá Keflavík þá held ég að Birna og Bryndís eigi eftir að hafa sína solid leiki og ég hef mikla trú á að Pálína stígi upp og spili frábæra vörn á Heather og hjálpi liðinu í andlega þættinum. Hjá Haukum verður Heather að eiga stórleik, ég hef aldrei séð Kiki spila en hún er með solid tölur og þarf að spila vel. Það er vonandi að Telma og Ragna Margrét eigi góða leiki það er erfitt að eiga við þær í teignum, aðallega þar sem Keflavík er ekki með stórt lið.
 
Hvernig verður taktíkin, pressað frá fyrstu mínútu eða verður þetta rólegt framan af á meðan liðin eru að ná stærstu fiðrildunum úr maganum?
Ég gæti trúað að Keflavík myndi byrja þetta sterkt því þær vita um hvað þetta snýst. Ég vona að Haukastelpurnar komi óhræddar út, og berjist allar 40 mínúturnar, þegar trúin og og hungrið á sigri er til staðar þá er allt hægt.
 
Hvernig fer svo leikurinn?
Það er mjög erfitt að segja, ég vona bara að þetta verði jafn og sterkur leikur. Á pappír eiga Keflavík að taka þetta, en eins og ég sagði Haukarnir geta notað baráttu og gleði og komist mjög langt á því.
 
Komin er könnun í loftið um hver verður Subway-bikarmeistari árið 2010.

Milicic til T'Wolves - Salmons skipt til Bucks

Darko Milicic var í gær sendur til Minnesota Timberwolves, en hann hefur verið að spila með New York Knicks þetta tímabil, ef það á að kallast að hann hefur verið að spila þar. Hann fór til Wolves fyrir framherjann Brian Cardinal og óuppgefna upphæð af...

T-Mac til Kings

Skotbakvörðurinn Tracy McGrady var í nótt sendur til Sacramento Kings fyrir skotbakvörðinn Kevin Martin. Báðir leikmenn hafa mikið verið meiddir undanfarið og Martin nánast eyðilagði gengi Kings-manna þegar hann kom aftur inn í liðið, en þá hafði liðið...

Antawn Jamison til Cleveland Cavs

Framherjinn Antawn Jamison hefur verið sendur í toppbaráttuna til Cleveland Cavaliers (frá Washington Wizards) fyrir Zydrunas Ilgauskas, réttinn á Emir Preldzic og nýliðarétt í fyrstu umferð í sumar. Svo blönduðu LA Clippers sér inn í skiptin og fengu...

Umboðsmaður Stoudemire á von á skiptum

The agent for Amar'e Stoudemire says he expects the All-Star power forward to be traded by Thursday's deadline, with Cleveland and Miami the most likely destinations. Happy Walters told The Associated Press it would make no sense for the Phoenix Suns not...

Úrslit næturinnar - NJ Nets með fimm sigra

Philadelphia 78 Miami 105 Charlotte 94 New Jersey 103 Detroit 108 Minnesota 85 Oklahoma City 99 Dallas 86 Memphis 95 Phoenix 109 Chicago 118 New York 85 Houston 95 Utah 104 Sacramento 92 Boston 95 Portland 109 LA Clippers 87 LA Lakers 104 Golden State 94...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband