Úrslit næturinnar - Grizzlies unnu Celtics stórt

Rudy GayMemphis Grizzlies unnu í nótt sjöunda útileik sinn í röð, sem er besti árangur í sögu félagsins.

Að þessu sinni unnu þeir, óstöðugt lið Boston Celtics, en þeir hafa verið upp og niður að undanförnu.

Rudy Gay skoraði 28 stig og tók 8 fráköst, en sex leikmenn í liði Grizzlies voru með 10 eða fleiri stig, til dæmis Marus Williams (16 stig+5 stoðsendingar) og Marc Gasol (17 stig+10 fráköst+5 stoðsendingar.

Fyrir Boston skoraði Rajon Rondo 17 stig gaf 8 stoðsendingar og Rasheed Wallace skoraði 11 stig og stal 6 boltum. Mike Finley skoraði 10 stig og Nate Robinson gaf 6 stoðsendingar.

Úrslit næturinnar eru eftirfarandi:

Philadelphia 87 Charlotte 102
Miami 108 LA Clippers 97
Detroit 104 Utah 115
Boston 91 Memphis 111
Minnesota 102 Denver 110
Oklahoma City 98 New Orleans 83
Dallas 96 New Jersey 87
San Antonio 97 New York 87
Sacramento 113 Toronto 90


Úrslit næturinnar - Kobe með sigurkörfu gegn Raptors

Kobe BryantLA Lakers unnu tveggja stiga sigur á Toronto Raptors í nótt, 109-107. Kobe Bryant skoraði sjöttu sigurkörfu sína á tímabilinu, en nú var hann með tvo menn í andliti sér.

Kobe koraði 32 stig,  tók 6 fráköst og gaf sama fjölda af stoðsendingum en hjá Toronto var Chris Bosh stigahæstur með 22 stig, auk þess sem hann tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Milwaukee Bucks unnu nauman sigur á Boston Celtics, 86-84, þar sem Andrew Bogut skoraði 25 stig, reif niður 17 fráköst og varði 4 skot.

Paul Pierce átti skot til að jafna á síðustu sekúndu leiksins, en það geigaði og Boston hafa tapað fjórum af síðustu tíu leikjum sínum í deildinni. Pierce var með 12 stig og 5 stoðsendingar en stigahæsti og besti leikmaður Celtics í nótt var Rajon Rondo, með 20 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst.


Sigurkarfa Kobe.


Bogut gefur Big Baby einn á grillið!

Indiana 107 - Philadelphia 96 Jones 25 - Holiday 21
Orlando 113 - LA Clippers 87 Howard 22 - Davis 16
Houston 96 - Washington 88 Scola 23 - Young 18
Charlotte 83 - Miami 78 Jackson 17 - Wade 27
Utah 132 - Chicago 108 Williams 28 - Rose 25
Milwaukee 86 - Boston 84 Bogut 25 - Rondo 20
Portland 88 - Sacramento 81 Roy 19 - Evans 18
LA Lakers 109 - Toronto 107 Bryant 32 - Bosh 22

Úrslit næturinnar

Cleveland 97, San Antonio 95 Mo Williams 17 – Manu Ginobili 38
New York 99, Atlanta 98 Danilo Gallinari 27 – Josh Smith 25
New Orleans 135, Golden State 131 David West 28 – Anthony Morrow 28
Dallas 125, Minnesota 112 Shawn Marion 29 – Al Jefferson 36
Memphis 107, New Jersey 101 Rudy Gay 21 – Courtney Lee 30

Tvífarar: Gandalf (Lord of the Rings) og Gregg Popovich

Gandalf - Gregg Popovich

 

 

 

 

 

 




Allir tvífarar...


Úrslit næturinnar - Lakers með þrjú töp í röð

LA Lakers höfðu ekki tapað þremur leikjum í röð síðan þeir fengu til sín miðherjann Pau Gasol fyrr en í nótt, þegar þeir töpuðu í nokkuð spennandi leik gegn Orlando Magic, 96-94. Kobe Bryant var góður í fyrsta leikhluta (13 stig) en síðan skoraði hann...

Haukur á leiðinni út í háskóla

Framherjinn og háloftafuglinn Haukur Pálsson, er á leiðinni til Maryland, en þar mun hann spila fyrir háskólaliðið og læra með því. Sumarið 2009 ákvað hann að fara til Florida og spila (og læra) í Montverde-skólanum, sem var góð reynsla fyrir...

Úrslit næturinnar

Golden State 90 Charlotte 101 Stephen Curry 25 – DJ Augustin 19 Atlanta 94 Miami 100 Jamal Crawford 24 – Dwayne Wade 38 New York 93 New Jersey 113 David Lee 23 – Devon Harris 31 Chicago 116 Dallas 122 Derrick Rose 34 – Dirk...

Úrslit næturinnar - Charlotte unnu Lakers

Charlotte Bobcats lögðu meistara Los Angeles Lakers með fimm stigum í nótt, 98-93 , en nú hafa Lakers tapað tveimur leikjum í röð. Lakers töpuðu 20 boltum í leiknum, sem er tvöfalt meira en meistaralið á að gera. Kobe Bryant skoraði 26 stig, en þau dugðu...

Finley til Celtics

Framherjinn Michael Finley mun fagna 37 ára afmæli sínu á morgun, laugardag, sem leikmaður Boston Celtics, en liðið samdi við hann eftir að San Antonio Spurs létu hann fara. Finley er með 37% þriggja stiga nýtingu yfir ferilinn en á þessu tímabili...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband