Hughes kominn á samning - Fær hann að spila hjá Bobcats?
14.3.2010 | 18:13
Charlotte Bobcats sömdu í gær við skotbakvörðinn Larry Hughes, en honum hefur gengið erfiðlega að fá að spila undanfarið.
Honum var skipt með Ben Wallace til Chicago Bulls tímabilið 2007-08, þaðan til New York Knicks í fyrra, núna rétt fyrir lokun á skiptaglugganum til Sacramento Kings, og síðan semur hann við Charlotte.
Já, síðustu ár hafa verið erfið hjá honum, en hann á svo sem alveg að þekkja það að flytja.
Þess má geta að Gerald Wallace, stjarna liðsins, er meiddur og ekki er búist við honum á næstu dögum, svo Hughes gæti komið í stöðu hans og gert góða hluti, þó svo að hann hafi ekkert verið að "brillera" að undanförnu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
14.3.2010 | 12:02
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mögnuð flautukarfa Jarvis kom ÍR í úrslitakeppnina
13.3.2010 | 11:05
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Söguhornið: Earvin "Magic" Johnson
12.3.2010 | 21:04
Earvin Magic Johnson var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 1979 af Los Angeles Lakers.
Hann var í Michigan State-skólanum í tvö tímabil, og eins og fyrr segir var hann síðan valinn númer 1.
Nýliðatímabil hans, 1979-80, skoraði hann 18,0 stig gaf 7,3 stoðsendingar og tók 7,7 fráköst að meðaltali í leik.
Earvin var yfir 2 metrar og var bakvörður sem er mjög óvenjulegt. Flestir menn yfir 2 metrar á hæð eru framherjar eða miðherjar.
Johnson var og er einn besti körfuboltamaður allra tíma, eins og allir vita en þurfti að draga sig í hlé frá körfuboltanum aðeins þrítugur eða svo vegna HIV-verunnar. Hann ætlaði að byrja aftur að leika einu ári síðar, en hætti við eftir undirbúningstímabilið.
Íþróttir | Breytt 10.4.2010 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr tenigliður: Söguhornið
12.3.2010 | 20:50
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Cedric Jackson til Spurs
12.3.2010 | 18:03
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Roy með 41 stig í sigri Blazers
12.3.2010 | 17:51
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fær Reggie Williams annað tækifæri hjá Warriors?
12.3.2010 | 17:15
Íþróttir | Breytt 15.3.2010 kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)