Hughes kominn á samning - Fær hann að spila hjá Bobcats?

Larry HughesCharlotte Bobcats sömdu í gær við skotbakvörðinn Larry Hughes, en honum hefur gengið erfiðlega að fá að spila undanfarið.

Honum var skipt með Ben Wallace til Chicago Bulls tímabilið 2007-08, þaðan til New York Knicks í fyrra, núna rétt fyrir lokun á skiptaglugganum til Sacramento Kings, og síðan semur hann við Charlotte.

Já, síðustu ár hafa verið erfið hjá honum, en hann á svo sem alveg að þekkja það að flytja.

Þess má geta að Gerald Wallace, stjarna liðsins, er meiddur og ekki er búist við honum á næstu dögum, svo Hughes gæti komið í stöðu hans og gert góða hluti, þó svo að hann hafi ekkert verið að "brillera" að undanförnu.


Úrslit næturinnar

Detroit 99 Atlanta 112
Orlando 109 Washington 95
Denver 125 Memphis 108
New York 128 Dallas 94
New Jersey 108 Houston 116
LA Clippers 88 San Antonio 118
Toronto 112 Golden State 124

Mögnuð flautukarfa Jarvis kom ÍR í úrslitakeppnina


Söguhornið: Earvin "Magic" Johnson

Magic JohnsonEarvin Magic Johnson var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 1979 af Los Angeles Lakers.

Hann var í Michigan State-skólanum í tvö tímabil, og eins og fyrr segir var hann síðan valinn númer 1.

Nýliðatímabil hans, 1979-80, skoraði hann 18,0 stig gaf 7,3 stoðsendingar og tók 7,7 fráköst að meðaltali í leik.

Earvin var yfir 2 metrar og var bakvörður sem er mjög óvenjulegt. Flestir menn yfir 2 metrar á hæð eru framherjar eða miðherjar.

Johnson var og er einn besti körfuboltamaður allra tíma, eins og allir vita en þurfti að draga sig í hlé frá körfuboltanum aðeins þrítugur eða svo vegna HIV-verunnar. Hann ætlaði að byrja aftur að leika einu ári síðar, en hætti við eftir undirbúningstímabilið.


Nýr tenigliður: Söguhornið

Söguhörnið er nýr tengiliður hjá okkur á NBA-Wikipedia. Við ætlum að grafa djúpt í söguna og segja frá ferli ýmissa leikmanna í sögu NBA-deildarinnar.

Tvífarar: Kobe Bryant og Tupac

...

Cedric Jackson til Spurs

Bakvörðurinn Cedric Jackson samdi fyrir stuttu við San Antonio Spurs, en hann var hjá Cleveland Cavaliers síðast, og spilaði þar fimm leiki og skoraði 0,2 stig og gaf 0,4 stoðsendingar. Spurs vantaði þrettánda manninn í lið sitt, og Cedric varð fyrir...

Úrslit næturinnar - Roy með 41 stig í sigri Blazers

Brandon Roy skoraði 41 stig í fimm stiga sigri Portland Trail Blazers á Golden State Warriors, 105-110 . Marcus Camby var með 17 fráköst og 4 stig í leiknum, en næstum allir leikmenn Blazers komust á blað. Golden State bruta allt of mikið, tveir menn með...

Fær Reggie Williams annað tækifæri hjá Warriors?

Framherjinn Reggie Williams, hjá Golden State Warriors, er búinn að spila sex leiki með liðinu og er strax kominn með 77 stig (12,8 a.m.t. í leik). Warriors fengu hann aðeins til tíu daga, en nú er talið að þeir geri annan samning við hann. Líklega...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband