Heat bæta við sig

Miami Heat hafa náð samningum við miðherjann Juwan Howard en hann spilaði með Portland Trail Blazers á síðasta leiktímabili.

Hjá Blazes skoraði hann 6,0 stig og tók 4,6t  fráköst að meðaltali í leik.


Brad Miller til Rockets

Houston Rockets hafa náð samningum við miðherjann Brad Miller en hann spilaði með Chicago Bulls á síðasta leiktímabili.

Miller, sem er góður skotmaður, skoraði 8,8 stig og tók 4,9 fráköst að meðaltali í leik á liðnu tímabili en hann kom til Bulls á miðju 2008-09 tímabilinu.

Meðal annarra frétta hafa Miami Heat endurnýjað samninginn við James Jones og Joel Anthony´.

Þá hafa Boston Celtics náð samningum við Nate Robinson sem komtil þeirra á miðju síðasta tímabili. Einnig hafa LA Clippers gert nýjan eins árs samning við Craig Smith.


Heat ná sér í Miller - Bell til Jazz

Mike Miller

Miami Heat hafa náð samningum við Mike Miller en Millers spilaði með Washington Wizards á síðasta leiktímabili þar sem hann gerði 10,9 stig og 6,2 fráköst að meðaltali í leik.

Miller ætti að styrkja Heat mikið en hann gerði fimm ára samning sem er upp á um það bil 25 milljónir dollara að sögn ESPN.com en eftir að LeBron James, Chris Bosh og Dwyane Wade ákváðu að vera saman í Heat vantaði þeim skotmann til þess að fullkomna þríeykið.

Wade mun þá líklega byrja sem bakvörður hjá Heat, Miller í stöðu skotbakvarðar, en hann er 204 cm á hæð og getur spilað skotbakvörð og framherja, LeBron mun þá spila framherja og Bosh og Udonis Haslem munu verða í kraftframherja og miðherja.

Raja Bell hefur gengið til liðs við sitt fyrrum lið, Utah Jazz, en hann spilaði með þeim fjórða og fimmta tímabil sitt í NBA-deildinni.

Bell, sem var skipt frá Charlotte Bobcats til Golden State Warriors fyrr á leiktíðinni, spilaði aðeins einn leik með þeim á tímabilinu og skoraði 11 stig í þeim leik.


Childress og Hedo til Suns

Framherjinn Josh Childress, sem síðustu tvö ár hefur spilað með Olympiakos, sneri aftur í NBA á dögunum en hann gerði fimm ára samning við Atlanta Hawks og þeir skiptu samningnum til Phoenix Suns fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins árið 2012.

Einnig hafa Suns landað Hedo Turkoglu frá Toronto Raptors í skiptum fyrir einn besta sjötta mann deildarinnar, Leandro Barbosa og Dwyane Jones til Raptors.

Þessar breytingar ættu að fylla upp í skarð Amaré Stoudemire en þar sem Childress kemur og Barbosa fer eru Suns að græða, því Barbosa hefur verið mikið meiddur að undanförnu.


Harrington til Nuggets

Kraftframherjinn Al Harrington hefur gengið til liðs við Denver Nuggets en Harrington spilaði með New York Knicks á síðasta tímabili. Hann skoraði 17,7 og tók 5,6 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili en Knicks enduðu í 11. sæti...

Udonis Haslem ætlar sér annan titil

Udonis Haslem hefur gert nýjan fimm ára samning við Miami Heat upp á 20 milljónir dala sem er 14 milljónum minna en peningurinn sem hann gat fengið hjá Dallas Mavericks og Denver Nuggets. Það þýðir að Haslem, sem vann titil með Heat árið 2006, stefnir...

Big Al skipt til Utah - Ilgauskas eltir James og fer til Heat

Minnesota Timberwolves hafa skipt miðherjanum Al Jefferson til Utah Jazz en Jazz þurftu að ná sér í stóran mann eftir að Carlos Boozer gekk til liðs við Chicago Bulls. Fyrir Jefferson fá T'Wolves miðherjann Kosta Koufus frá Jazz og rétt í fyrstu umferð á...

Helstu fréttir úr NBA

NY Knicks gerðu samning við David Lee og skiptu honum svo til Golden State Warriors fyrir Anthony Randolph, Kelzenna Azubuike og Ronny Turiaf en Lee fær 80 milljónir næstu sex árin samkvæmt samingnum. New Jersey Nets hafa samið við bakvörðinn Jordan...

LeBron James til Miami Heat!!!

Stjörnuframherjinn LeBron James opinberaði í gærkvöldi ákvörðun sína um félagsskipti. Hann gekk til liðs við Dwyane Wade og Crish Bosh en þeir gerðu báðir samning við Heat. Heat verða því líklega á toppnum á komandi tímabili og fróðlegt verður að sjá...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband