Tony Parker gæti verið að fara til Knicks

Tony Parker leikmaður San Antonio Spurs gæti verið á leið til Knicks hann Parker hefur verið einn af aðall leikmönnum Spurs undanfarinn ár og unnið þrjá NBA-titla með San Antonio. ´

Parker hefur staðið sig með prýði enda ávallt gerir inná vellinum en hann er með yfir ferillinn 16,6 stig 5,6 stoðsendingar og 3,1 frákast að meðaltali í leik.

Það gæti verið leiðinlegt ef hann skilti fara frá Spurs en ef hann skildi fara þá væri það aftur á móti frábært fyrir George Hill og James Anderson sem eru báðir ungir og efnilegir bakverðir.

Anderson sem spilaði fyrir Oklahoma State háskólann í fyrra en var valinn númer 20 í seinni umferð nýliðavalsins núna í ár var frábær í fyrra með Oklahoma State en var með 22,3 stig að meðaltali enda mjög góður sóknarmaður.

 


Eddie House til Heat

Bakvörðurinn Eddie House hefur samþykkt tveggja ára samning við Miami Heat en þar spilaði hann fyrstu þrjú tímabil sín í NBA-deildinni.

Samningurinn, sem fyrr segir er til tveggja ára, gildir upp á tæpar þrjár milljónir dala.

House, sem spilaði fyrir Boston Celtics og New York Knicks á liðnu tímabili, skoraði 7,0 stig og tók tæp tvö fráköst að meðaltali í leik, svo hann ætti að vera mikill styrkur fyrir liðið.

Hann var einn af bestu leikmönnunum á bekknum hjá Boston Celtics þegar þeir mynduðu eitt besta þríeyki allra tíma með Garnett, Allen og Pierce, en það tímabil (2007-08) skoraði hann 7,5 stig og tók rúm tvö fráköst að meðaltali í leik.

Meðal annarra frétta má geta þess að tröllið Shaquille O'Neal er nálægt samningum við Boston Celtics. Þá hafa Minnesota T'Wolves látið frá sér vandræðagemlinginn Delonte West, sem þeir fengu í skiptum fyrir Ramon Sessions á dögunum.


Ramon Sessions til Cavs

Minnesota Timberwolves skiptu á dögunum Ramon Sessions og Ryan Hollins til Cleveland Cavaliers auk valrétts í annarri umferð í nýliðavali næstu ára.

Fyrir þá fengu þeir Delonte West og Sebastian Telfair en West hefur verið hjá Cavaliers síðustu tvö leiktímabilin en Telfair kom í vetur.

Sessions skoraði 8,2 stig og gaf 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í vetur.


Antoine Wright til Kings

antoine wright

Sacramento Kings hafa náð samningum við bakvörðinn Antoine Wright en hann spilaði með Toronto Raptors á síðasta tímabili.

Þar skoraði hann 6,5 stig og tók 2,8 fráköst að meðaltali í leik en honum var skipt frá Dallas Mavericks til Raptors í fyrra sumar í Marion-skiptunum.


Barnes og Ratliff til Lakers

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hafa framherjinn Matt Barnes og miðherjinn Theo Ratliff hafa gert samning við meistara Los Angeles Lakers. Barnes gerði tveggja ára samninig upp á 3,6 milljónir dala en Ratliff gerði samning upp á eitt ár og rúmlega 1,30...

Tony Battie til Sixers

Phildelphia 76ers hafa náð samningum við miðherjann Tony Battie en hann samdi við liðið um að spila með því næsta tímabil. Battie spilaði með New Jersey Nets á síðasta tímabili en áður hafði hann spilað með Denver Nuggets, Boston Celtics, Cleveland Cavs...

Wes Matthews til Blazers

Bakvörðurinn Wesley Matthews hefur samið við Portland Trail Blazers en Utah Jazz jöfnuðu ekki tilboði Blazers þar sem hann var með "verndaðan" samning eins og flestir þekkja sem "restricted free agent". Jazz tóku Raja Bell fram yfir Matthews en Bell...

Tvífarar: Emeka Okafor og Taye Diggs

Allir tvífarar...

Jefferson endurnýjar við Spurs

Richard Jefferson hefur endurnýjað samning sinn við San Antonio Spurs til fjögurra ára en hann sagði upp samningnum fyrr í sumar. Samningurinn er gildir sem fyrr segir til fjögurra ára en hann er upp á 40 milljónir dala sem er launalækkun hjá honum en...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband