Channing Frye skoraði 20 stig - Suns geta komist áfram í næsta leik
27.4.2010 | 17:00
Bekkur Phoenix Suns skoraði samanlagt 55 stig í nótt þegar þeir lögðu Portland Trail Blazers, 107-88, í fimmtu viðureign liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Channing Frye, sem kom inn af bekknum, skoraði 20 stig og tók 8 fráköst í leiknum, en stigahæstur í byrjunarliðinu var Amaré Stoudemire með 19 stig.
Brandon Roy skoraði aðeins 5 stig á aðeins 19 mínútum en stigahæstur hjá Portland var Andre Miller með 21 stig. Marcus Camby var einnig góður í leiknum, en hann skoraði 7 stig, tók 11 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og varði 2 skot.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jennings með 23 stig - Bucks jöfnuðu metin
27.4.2010 | 15:39
Án Andrew Bogut og Michael Redd náðu Milwaukee Bucks að jafna seríuna gegn Atlanta Hawks í nótt, en leikar standa 2-2.
Í nótt unnu þeir sjö stiga sigur á Hawks, 111-104, en Brandon Jennings skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar.
Þá skoraði Carlos Delfino 22 stig og átti eina svakalega troðslu á Josh Smith, sem er nú frægur fyrir að verja svona skot.
Hjá Hawks skoraði Joe Johnson 29 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Josh Smith var einnig góður með 20 stig og 9 fráköst.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bobcats í frí - Magic komnir áfram
27.4.2010 | 15:14
Vince Carter skoraði 21 stig og af 4 stoðsendingar í nótt þegar Orlando Magic sendu Charlotte Bobcats í sumarfrí.
Orlando settu niður 13 þriggja stiga körfur á móti einungis 5 hjá Charlotte. Charlotte settu hins vegar fleiri tveggja stiga körfur, eða 28 á móti 15.
Dwight Howard skoraði aðeins 6 stig og tók 13 fráköst, en enn og aftur lenti hann í villuvandræðum (5,5 villur a.m.t. í leik í seríunni).
Hjá Charlotte var Tyrus Thomas stigahæstur með 21 stig, auk þess sem hann reif niður 9 fráköst. Auk þess var Gerald Wallace nokkuð góður með 17 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Netið enn að stríða okkur
27.4.2010 | 07:25
Við viljum biðjast velvirðingar á því að engar fréttir komu inn í gær en smávegis netvandamál kom upp, sem við leystum þó á mettíma.
Nú munum við aftur hefjast handa við að færa ykkur fréttir og vonumst til að þið lesið þær.
Kær kveðja, ritstjórn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Wade með 46 stig - Heat minnkuðu muninn
25.4.2010 | 21:23
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Thunder héldu Kobe í 12 stigum - jöfnuðu seríuna
25.4.2010 | 13:43
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvífarar: Draelon Burns og Aaron Brooks
25.4.2010 | 02:03
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pierce með flautukörfu - Celtics komnir í 3-0
24.4.2010 | 14:13
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Manu Ginobili nefbrotinn - Spurs komnir í 1-2
24.4.2010 | 10:50
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)