Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Pavlovic til Wolves

Minnesota Timberwolves eru svo sannarlega að reyna að komast í baráttuna um að fara í úrslitakeppnina næstkomandi tímabil, en að þessu sinni hafa þeir fengið til sín framherjann/skotbakvörðinn Aleksandar Pavlovic.

Pavlovic fór til Phoenix Suns frá Cleveland Cavaliers í Shaq skiptunum en Phoenix hafa svo sem ekki grætt nákvæmlega neitt fyrir þessi skipti. Pavlovic er orkubolti af bekknum og gæti komið inn fyrir Wolves og sett nokkra þrista í svona 5-15 mínútur.

Timberwolves koma nú til með að landa 8.-10. sætinu í vestrinu en þeir eru mjög líklegir á að komast í úrslitakeppnina, en þeir munu þá líklegast spila við SA Spurs eða LA Lakers í einvígi 1 en munu ekki komast langt.


MJ á Russel

MJ og Byron Russel standa í rifrildum....


Stack til Hawks?

Farið gæti svo að framherjinn Jerry Stackhouse sé á leiðinni til miðlungsliðsins Atlanta Hawks, en Stackhouse var á æfingum hjá New York Knicks í sumar og fólk bjóst við því að leikmaðurinn mundi ganga til liðs við það "stórveldi".

Atlanta eru þar að fá frábæran liðsstyrk ef hann kemur, en hann mun þá væntanlega vera þriðji framherji og þriðji skotbakvörður, ef ekki fjórði, en hann mun þá spila um 10-15 mínútur að meðaltali í leik.

Stackhouse er á seinni hluta ferils síns, en hann er svo sannarlega búinn að sýna það og sanna að hann að úr góðu byggður en auðvitað hefur hann líka sannað að hann sé mennskur, því hann er orðinn síðri en á árum áður.

* Kareem Abdul-Jabbar er ekki mennskur.


Frakkar að vinna Grikki

Tony Parker og félagar eru enn ósigraðir í Póllandi og rétt í þessu eru þeir að vinna Rússa 54-48.

4Antoine Diot
5Nicolas Batum
6Aymeric Jeanneau
7Alain Koffi
8Ian Mahinmi
9Tony Parker
10Yannick Bokolo
11Florent Pietrus
12Nando De Colo
13Boris Diaw
14Ronny Turiaf
15Ali Traore

 Kostas Koufos
4Ioannis Kalampokis
5Ioannis Bourousis
6Nikolaos Zisis
7Vasileios Spanoulis
8Nick Calathes
9Antonios Fotsis
10Georgios Printezis
11Andreas Glyniadakis
12Konstantinos Kaimakoglou
14Efstratios Perperoglou
15Sofoklis Schortsanitis


Hrikaleg troðsla hjá Sofoklis Schortsanitis


WNBA lokið(aðeins venjulegu leiktímabili)

Leikmenn WNBA-deildarinnar fá ekkert risafrí á milli keppna en deildarkeppni WNBA lauk nýverið.
Indiana Fever hafa átt góðu gengi að fagna og unnu 22 af sínum 34 leikjum á 2009 tímabilinu, en það tímabil er nýlokið.Það voru þó Phoenix Mercury sem hirtu fyrsta sætið(23-11) á töflunni og koma þær stelpur til með að komast í úrslitin. Meistarar Detroit hafa ekki borið höfuðið eins hátt og á síðasta tímabili, en þá urðu þær meistarar. Nú enduðu þær í þriðja sæti austurdeildarinnar.

Staða deildarinnar hefur verið mjög sanngjörn þetta tímabil en Phoenix Mercury eru með langbesta leikmann deildarinnar að nafni Diana Taurasi og var með 20,4 stig og 5,7 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu. Hér getið þið séð deildartöfluna:

Austur:
Indiana1e - (22-12)
Atlanta2x - (18-16)         
Detroit3x - (18-16)         
Washington4x - (16-18)         
Chicagoo - (16-18)         
Connecticuto - (16-18)         

New Yorko - (13-21)

Vestur:
Phoenix1w - (23-11)
Seattle2x - (20-14)
Los Angeles3x - (18
-16)
San Antonio4x - (15-19)
Minnesotao - (14-20)
Sacramentoo - (12-22)


Ostertag að hugleiða endurkomu

Svo gæti farið að Greg Ostertag sé á leiðinni í NBA aftur, en Ostertag spilaði á árum áður með Utah Jazz. Allir sem hafa séð hann leika og hafa séð hans fallega dans í Sacramento munu aldrei í lífinu gleyma manninum; Nú gæti hann komið aftur.

Ferill Ostertags er hér.


James Singleton áfram hjá Dallas Mavs

Dallas Mavericks eru búnir að ná samkomulagi við framherjann James Singleton um að endurnýja samning sinn við félagið, en hann mun gera það á næstu dögum eða um helgina. Singleton var frábær hjá Mavericks á síðasta tímabili og var með 5,1 stig og 4,0 fráköst að meðaltali í leik.

Singleton var að koma inn á fyrir Dirk Nowitzki, á eftir Brandon Bass og einnig var hann að spila eitthvað í framherjanum en ekki kraftframherjanum eins og venjulega. Þar kom hann inn á fyrir Josh Howard á eftir Antoine Wright og Shawne Williams í örfá skipti, þegar hann var ekki meiddur.


(Sigleton er ungur og efnilegur.)


Warren Carter og Sun Yue til Knicks

New York Knicks hafa náð samningi við þá Sun Yue og Warren Carter, Yue var rekinn frá LA Lakers fyrr í sumar og þar kemur einnig fyrir bakvörðurinn Gabe Pruitt, sem Knicks voru einnig að fá til sín. Þá hafa þeir einnig fengið leikmann að nafni Warren Carter en hann 206 cm framherji og var í Illinois háskólanum.



Pruitt til Knicks

Annar leikmaður sem var valinn í nýliðavalinu árið 2007 hefur nú gert samning við lið, en að þessu sinni var það bakvörðurinn Gabe Pruitt. Pruitt var valinn mun fyrr en Ramon Sessons sem er hinn liðaskiptirinn sem var valinn árið 2007, en Pruitt var valinn 32. en Sessions númer 56, en Sessions hefur verið svo mikið mikið betri að hann verðskuldar miklu meira að hafa unnið titil en Pruitt, en Pruitt vann titil með Boston Celics á nýliðaári sínu í NBA-deildinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband