Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

McDyess semur við Spurs

Antonio McDyess leikmaður Detroit Pistons er nú búinn að samþykkja boð San Antonio Spurs í hann en leikmaðurinn er 33 að verða 34 ára gamall á þessu ári. Ekki er allt frágengið á málinu en hann á aðeins eftir að semja við liðið en hann þénar nú 5,58 milljónir dollara á ári.

McDyess skoraði 9,6 stig og hirti 9,8 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili sem er mjög gott fyrir svona leikmann.


Marion endanlega kominn til Dallas

Shawn Marion, fyrrum leikmaður Toronto Raptors er nú kominn í herbúðir Dallas Mavericks en hins vegar ekki bara sisvona "free agent deal" því þetta voru þriggja liða skipti. Dallas skiptu Jerry Stackhouse og hans 7 milljóna samningi til Memphis Grizzlies því þeir áttu ekki svigrúm fyrir Marion.
Þeir skiptu til Toronto nýliðarétti á næstu árum og reiðufé til Toronto.
Þá skiptu Toronto bara Marion til Dallas til að eiga svigrúm fyrir Hedo Turkoglu sem fór til þeirra fyrir skömmu og reiðufé til Memphis.

Öll þrjú liðin fá nú það sem þau þurfa, Dallas fá Marion sem gæti minnkað álagið á Dirk Nowitzki og komið boltaum meira á Josh Howard sem verður liðsfélagi Marion næsta vetur. Memphis fá Stackhousesem er mjög gott fyrir félagið þar sem þeim vantar leikmann eins og hann til að koma inn á fyrir Rudy Gay og spila 10-15 mín í leik. Toronto geta nú fengið Hedo Turkoglu því þeir eiga svigrúm en mikill missir að missa Marion.


Rodrigue Beaubois til Dallas

Dallas Mavericks gerðu nýlega samning við bakvörðinn Rodrigue Beaubois en hann er kornungur nýliði frá Frakklandi. Svekkjandi var að hann myndi ekki ganga til liðs við San Antonio Spurs því þá yrðu þrír Frakkar í liðinu sem yrðu Tony Parker, Ian Mahinmi og Rodrigue Beaubois og væri skemmtilegt að sjá hvernig þeir myndu spila saman en aftur á móti eru þeir með nóg af bakvörðum, t.d. Tony Parker og George Hill. 

Beaubois er fæddur árið 1988 og 21. árs að aldri. Hann spilaði síðast í franska liðinu Cholet en þeir eru í frönsku Pro A deildinni. Þessi ungi bakvörður er 6-2 eða 1,87 á hæð og mun líklega ná góðum árangri í NBA.

Mavericks hins vegar er u með þá Jason Kidd og Jose Juan Barea og báðir eru þeir bakverðir en Dallas losa sig líklega við Barea ef þeir vilja láta Beaubois spila eitthvað.

Önnur félagsskipti má sjá hér.


Launaþak lækkar

Launaþakið í NBA-deildinni hefur verið lækkað frá því á síðasta tímabili en þá var það um 58,5 milljónir dollara. Það hefur lækkað um tæpa eina milljón dollara eða í 57,7 milljónir dollara. Breytingin tekur gildi strax í dag en það er augljóslegt að þetta sé gert vegna fjárhagsástandsins
en nú eru þau mál upp á sitt versta.

Nánar um málið hér.


Marion og Kidd liðsfélagar á næsta tímabili?

Jason Kidd var endurnýjaður fyrir skömmu til þriggja ára. Nú gæti shawn Marion verið á leiðinni í Dallas en Marion er samningslaus. Dallas eru þó ennþá með samningslausa menn, t.d. Brandon Bass og Gerald Green en þeir eru báðir mjög efnilegir þar sem Bass er 24 ára að aldri og Green 23.

Þá endurnýjaði Mike Bibby samning sinn við Atlanta Hawks og mun Jamal Crawford líklega verða sjötti eða sjöundi maður en það fer allt eftir því hvort þeir endurnýja við Sasha Paculia en hann er á opnum markaði.

Shannon Brown endurnýjaði svo samning sinn við Los Angeles Lakers en hann hefur ekki verið að fá mikinn séns hjá félaginu. Hann samdi til tveggja ára.

Avery Johnson, sem gerði San Antonio Spurs að meisturum sem leikmaður en þjálfaði Dallas Mavericks síðast hefur hafnað því að verða þjálfari Detroit Pistons á næsta tímabili.

 


Tvífarar: Ashton Kutcher og Brynjar Björnsson


Haislip til Spurs

San Anronio Spurs voru í nótt að ganga frá samningi við Marcus Haislip en hann spilaði í NBA árin 2002-2005 og lék með Milwaukee Bucks og Indiana Pacers. Þetta er augljóslega gert af Spurs til að geta hent Drew Gooden en hann fer líklega frá liðinu í sumar.

Haislip er kraftframherji og mun því koma eitthvað inn á fyrir Tim Duncan og spila 15-20 mínútur en eitthvað með Duncan því hann mun eitthvað koma inn á fyrir Matt Bonner svo svona verður Spurs liðið líklega:

Byrjunarlið:                                   Menn sem koma inn á fyrir menn í byrjunarliði:
C-Matt Bonner-25 mín. í leik              C-Ian Mahinmi-18 mí. í leik               
PF-Tim Duncan-38 mín. í leik              PF-Marcus Haislip-18 mín. í leik
SF-Richard Jefferson-37 mín. í leik     SF-Ime Udoka-14 mín. í leik
SG-Michael Finley-14 mín. í leik          SG-Manu Ginobili-31 mín. í leik
PG-Tony Parker-40 mín. í leik             PG-George Hill-15 mín í leik

11. og 12. menn
11-Marcus Williams-6 mín. í leik
12-DeJuan Blair-2 mín. í leik


Sheed til Boston

Rasheed Wallace sem var partur af því að Detroit Pistons unnu titil árið 2004. Nú heldur hann hins vegar til Boston og vonast til að vinna annan titil sinn en ekki í Pistons. Boston gætu vel notað sem sjötta mann til að koma inn á í 25 mínútur fyrir Perkins og Garnett eða setja Perkins í sjötta mann og Sheed fer í miðherjann í byrjunarlið.

Wallace skoraði 12,0 stig og hirti 7,4 fráköst á síðasta tímabili. Hann er góður leikmaður ef hann er í góðu liði og að spila með góðum leikmönnum, t.d. Chauncey Billups, Rip Hamilton og fleiri.

Tölfræði Wallace má sjá hér.


Boston á höttunum eftir Wallace

Boston Celtics, sem urðu NBA-meistarar árið 2008 hafa boðið í Rasheed Wallace en ekkert svar hefur komið í því máli. En það er víst að hann mun ekki spila með Pistons aftur á næsta tímabili þar sem hann vill ekki spila með þeim og Villanueva búinn að taka stöðuna af honum. Boston munu styrkjast mjög mikið ef þeir fá hann sem sjötta mann eða byrjunarliðsmann sem miðherja en hann er kraftframherji/miðherji.


Dallas að reyna að næla sér í Gortat

Dallas Mavericks, sem komust í undanúrslit Vesturdeildarinnar í NBA-úrslitakeppninni og duttu út á móti Denver Nuggets hafa boðið í miðherjann pólska Marcin Gortat en Gortat hefur verið að koma inn á fyrir Dwight Howard í nokkrar mínútur en hann vill fara frá Orlando Magic til að fá séns í byrjunarlið. Það væri tilvalið fyrir hann að fara í Dallas þar sem miðherji þeirra Erick Dampier er kominn á aldur um að fara að hætta en fleiri lið hafa auðvitað boðið í hann og þar á meðal New York Knicks en þeir eru með þrjá sterka miðherja sem eru David Lee(miðherji/kraftframherji) sem er í free agent, Eddy Curry sem er líka í free agent og Darko Milicic sem er hins vegar ekki í free agent.
Hins vegar er Curry ekki líklegur um að spila með Knicks á næsta ári en þeir munu líklega reyna að fá Lee aftur til sín.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband