Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Chicago búnir að reka tvo leikmenn

Chicago Bulls eru búnir að reka tvo leikmenn, þá Linton Johnson lll og DeMarcus Nelson. Johnson er mjög góður varnarlega séð og getur líka gert hvað sem er í sókninni. Nelson hins vegar er mun betri sóknarmaður en má vinna meira í vörninni sinni.

Nelson spilaði ekki leik með Bulls á tímabilinu en hann spilaði 13 leiki með Goolden State Warriors og skoraði með þeim 4,1 stig og gaf 1,0 stoðsendingu. Hann er framtíðarleikmaður til að koma inn á fyrir góða leikmenn í 10-15 mínútur en hann er ekki á leiðinni í byrjunarlið á næstunni.

Johnson er fyrirmyndar kraftframherji/lítill framherji en hefur ekki náð sér á strik á ferlinum. Hann mun líklega finna sér eitthvað lið til að semja við í tíu daga eða restina af næsta tímabili. Ólíklegt er að hann finni sér lið áður en að leiktímabilið hefst.

DeMarcus NelsonLinton Johnson

Bulls síðan hér.


Odom stendur fastur í LA-Indiana loksins búnir að fá Jones

Lamar Odom hefur endurnýjað samning sinn við Los Angeles Lakers og mun spila þar næstu fimm árin nema að honum verði skipt eða að hann verði rekinn. Á þessum fimm árum mun hann fá 34 milljónir dollara en Odom verður þrítugur nú í nóvember, svo hann mun ekki spila mikið meira en þessi fimm nema að hann endi eins og Shaq.

Odom skoraði 11,3 stig og hirti 8,2 fráköst að meðaltali í leik en hann var aðeins sjötti maður þetta tímabil, en í úrslitakeppninni fékk hann að sinna aðeins stærra hlutverki og skoraði 12,3 stig og hirti 9,1 frákast að meðaltali í leik en var samt ennþá sjötti maður.

Indiana Pacers hafa loksins fengið til sín kraftframherjann/miðherjann Solomon Jones, en Jones skoraði 3,0 stig að meðaltali í leik á síðasta leiktímabili með Atlanta Hawks. Hann er 25 ára og á nóg inni.


Belinelli til Toronto

Marco Belinelli var nú í dag skipt til Toronto Raptors fyrir Devean George og reiðufé. Belinelli skoraði 8,9 stig og gaf 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á síðasta leiktímabili en George skoraði aðeins 3,4 stig og hirti 1,8 frákast að meðaltali í leik á leiktíðinni.

Þessi skipti munu líklega reynast Raptors vel en það eru 4 leikmenn á samningi hjá þeim frá evrópu en hins vegar núna fimm, þeir eru: Andrea Bargnani, Jose Calderon, Hedo Turkoglu, Roko Ukic og nú Marco Belinelli. Þar af leiðandi eru tveir af þeim frá Ítalíu, þeir Bargnani og Belinelli og eru saman í ítalska landsliðinu svo þeir munu líklega spila vel saman í Raptors.

 


Diogu til Hornets

New Orleans hornets hafa fengið til sín kraftframherjann Ike Diogu. Diogu er 25 ára að aldri og er búinn að spila 4 tímabil í NBA deildinni með liðunum Golden State Warriors, Indiana Pacers, Portland Trailblazers og Sacramento Kings.

Diogu spilaði 19 leiki með Portland á tímabilinu og skoraði 1,4 stig að meðaltali í leik en svo var honum skipt til Sacramento Kings sem notuðu hann meira en þar skoraði hann 9,2 stig. Með báðum liðunum sem hann spilaði með á tímabilinu skoraði hann 4,1 stig að meðaltali í leik.


Watson og Indiana búnir að gera samning

Indiana Pacers hafa nú skrifað undir samning við bakvörðinn Earl Watson, en aðilarnir gerðu munnlegan samning um að Watson myndi skrifa undir hjá þeim. Watson sem var rekinn frá Oklahoma City hefur ekki náð sér á strik síðan Russel Westbrook kom til Oklahoma. Hins vegar 2007-2008 var Seattle SuperSonics en þegar Westbrook kom varð það Oklahoma Thunder.

Watson var með 6,6 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili en hann spilaði aðeins 26,1 mínútu í leik.


Earl Watson í viðræðum við Indiana Pacers

Fram kemur á vefsíðunni hoopsworld.com að Indiana Pacers hafa nælt sér í bakvörðinn Earl Watson, en ekkert um það hefur ekkert um það mál komið á vefsíðum espn.com og nba.com.
Ekki hafa aðilarnir gert skriflegan samning svo við erum að tala um að þeir hafi gert munnlegan samning. Watson var rekinn frá Oklahoma City Thunder fyrir skömmu og nú mun vera erfitt fyrir hann að komast í lið, sérstaklega lið á bát við Boston, SA Spurs, NO Hornets en lið eins og Philadelphia 76ers og LA Lakers sem eru ekki með stjörnubakvörð eru mun líklegri um að reyna að fá hann.

Thomas á leiðinni til Dallas Mavs

Tim Thomas, sem var rekinn frá Chicago Bulls á dögunum hefur nú komist að samkomulagi við Dallas Mavericks. Ekki eru aðilarnir búnir að ganga frá samningum en Thomas mun fara til kúrekaborgarinnar ef fjölmiðlar og slúðurblöð hafa rétt fyrir sér.

Thomas hefur verið mikill flakkari á milli liða, sérstaklega á miðju tímabili en honum hefur fimm sinnum verið skipt þegar tímabil er í gangi, þar á meðal á síðasta tímabili en honum var skipt tvisvar sinnum á því tímabili.

Thomas hefur spilað með sex liðum og á þeim tíma hefur hann skorað 9.319 stig, spilað 806 leiki og skorað 11,6 stig að meðaltali í leik.


Okafor til Hornets

New Orleans Hornets hafa nú sent miðherjann Tyson Chandler til Charlott Bobcats fyrir kraftframherjann/miðherjann Emeka Okafor. Þessi skipti áttu sér stað um hádegi en gengu ekki fullkomlega í gegn fyrr en klukkan var um 14:00.

Okafor skoraði 13,2 stig og hirti 10,1 frákast að meðaltali í leik en Chandler skoraði aðeins 8,8 stig og reif 8,7 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili svo skiptin nokkurn veginn betri fyrir Hornets.


Oklahoma fá Thomas í skiptum

Oklahoma City Thunder hafa nú skipt Chucky Atkins og Damien Wilkins út til Minnesota Timberwolves. Timberwolves skiptu Etan Thomas og nýliðarétti númer tvö í nýliðavalinu árið 2010.
Þessi skipti munu líklega reynast T'wolves betur þetta tímabil en Atkins hefur verið byrjunarliðsskotbakvörður hjá til dæmis LA Lakers, Detroit Pistons, Memphis Grizzlies og Boston Celtics. Wilkins, sem er sonur bróðir Dominique Wilkins er góður skotbakvörður og á mikið mera inni en Etan Thomas og Atkins.


Indiana að ganga frá samningum við Jones-Gooden til Mavs

Indiana Pacers eru að ganga frá samningum við hinn 25 ára Solomon Jones. Jones er 6'10 feta kraftframherji og skoraði 3,0 stig og tók 2,3 fráköst að meðaltali í leik á síðasta leiktímabili.

Dallas Maverics hafa komist að samkomulagi við Drew Gooden en hann skoraði 12,0 stig og hirti 7,9 fráköst að meðaltali í leik á síðasta leiktímabili. Hann samdi við Mavericks að næsta sumri eða til eins árs. Gooden er 6'10 á hæð og spilar kraftframherja/miðherja.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband