Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Pistons ráku Curry á endanum
30.6.2009 | 21:17
Detroit Pistons, sem duttu út í fyrstu umferð á móti Cleveland Cavaliers ráku í dag yfirþjálfara sinn Michael Curry en þeir biðu mjög lengi með það. Hins vegar betra seint en aldrei en þjálfaraleitin er nú hafin og fá þeir væntanlega góðan þjálfara.
Curry leiddi Pistons til 39-43 vinningstölu á tímabilinu 2008-2209.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mun Yao koma aftur?
30.6.2009 | 18:24
Yao Ming, kínverski risinn er í hættu um feril sinn en hann meiddist í fæti í einvígi á móti LA Lakers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Hann gæti mist allt næsta tímabilið en hann hefur sjaldan ef ekki aldrei spilað alla 82 leikina í deildinni.
Ástæða þessara meiðsla er t.d. vaxtarlag hans en hann er 2,28 cm á hæð og 140 kíló. Aðdáendur Houston Rockets bíða nú spenntir eftir að sjá hvað bíður Yao's en óljóst er hvernig allt þetta fer með hann.
Meira um málið hér.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvífarar: Stephen Curry og Dell Curry
29.6.2009 | 10:46
Íþróttir | Breytt 23.7.2009 kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Garnett, Davis og Ellis verða ekki saman í GSW á næsta tímabili
29.6.2009 | 10:33
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Portland var líka í myndinni hjá Shaq
28.6.2009 | 23:02
Shaquille O'neal leikmaður Cleveland Cavaliersvar nýlega skipt til Cavs en Portland Trailblazers voru hins vegar líka í augnsýn hans. Hann fór hins vegar ekki þangað vegna lítilla möguleika á titli
en framkvæmdastjóri Phoenix Suns, fyrrverandi liðs hans sagði það við hann er þeir áttu samtal saman
Portland vilja hins vegar ekki fá hann enda með þrjá góða miðherja en einn af þeim búinn að vera meiddur lengi sem er Greg Oden en hinir tveir eru LaMarcus Algridge og Channing Frye.
Íþróttir | Breytt 1.7.2009 kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Næsta tímabil verður skemmtilegt að sjá
26.6.2009 | 13:40
Þetta sumar er búið að vera rosalegt "tradesumar"en stjörnur eins og Vinse Carter, Richard Jefferson, Shaquille O'neal, Rafer Alston, Mike Miller og Randy Foye eru búnir að skipta um lið. Fróðlegt verður að sjá hvernig næsta tímabil verður en fyrst og fremst eru lið að fá svigrúm til að fá leikmenn til sín en ein skipti hafa vakið mikla athigli meðal fjölmiðla. Það eru skiptin Quentin Richardson fyrir Darko Milicic en Milicic var valinn annar í nýliðavalinu 2003 á undan t.d. Carmelo Anthony, Chris Bosh og D-Wade. Milicic er miðherji/kraftframherji og er fínn varnarmaður en Richardson er skotbakvörður/lítill framherji og gæti bakkað Rudy Gay upp og komið með 2-3 þrista af bekknum sem væri náttúrulega svaka styrkur fyrir Grizzlies.
Quentin Richardson.
Íþróttir | Breytt 29.7.2009 kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blake Giffin auðvitað valinn fyrstur af LA Clippers
26.6.2009 | 10:19
NBA-draftið var í nótt og Clippers-menn voru ekki í vafa um hvern þeir myndu velja en þeir áttu fyrsta valrétt og völdu Blake Griffin enda búnir að bjóa honm í kvöldmat, hann hefur komið á æfingar hjá þeim og margt annað. Griffin er 2,08 leikmaður úr Oklahoma Sooners.
Hasheem Thabeet var valinn annar af Memphis Grizzlies en lengi var spáð Ricky Rubio þangað. Thabeet er 2,21 á hæð og er sterkur miðherji úr UConn.
Oklahoma City Thunder áttu þriðja valrétt og völdu úr honum skotbakvörðinn James Harden en þeim sárvantaði góðan skotbakvörð. Hann er 1,96 á hæð úr Arizona St. og er líkt við Manu Ginobili og Brandon Roy.
Sacramento Kings tóku Tyreke Evans. Hann er skotbakvörður og nú fá þeir sér örugglega ekki
T-Mac með Martin og Evans en hann er 1,96 á hæð og spilaði með Memphis í háskólaboltanum.
Ricky Rubio var valinn fimmti af Minnesota Timberwolves en þeir gætu skipt honum til New York Knicks. Rubio er 1,96 cm hár bakvörður frá Spáni.
Minnesota áttu tvo rétti í röð því þeir fengu 5. réttin frá Wizards fyrir Randy Foye og Mike Miller en þeir völdu hinn 1,82 cm háa Jonny Flinn en áhugavert verður að sjá hvort þeir reyna að skipta Rubio eða honum.
Stephen Curry var valinn frá Golden State Warriors en honum var spáð til New York Knicks en þeir völdu Jordan Hill í áttunda valrétti. Curry er úr Davidson-háskólanum g er 1,92 á hæð.
Aðrir nýliðar voru DeMar DeRozan(Toronto), Brandon Jennings(Milwaukee), Austin Dave(Detroit) og Gerald Henderson(Charlotte). Hins vegar voru þetta ekki allir en nokkrir af þeim. Meira hér.
Íþróttir | Breytt 28.6.2009 kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað verður úr AI og Charlotte?
25.6.2009 | 16:12
Allen Iverson, leikmaður Detroit Pistons er samningslaus í sumar og mun því líklega fara í annað lið. Hann er búinn að vera í einhverri fýlu og meiðsli stríða honum eitthvað en hann spilaði ekkert í úrslitakeppninni. Larry Brown sem er þjálfari Charlotte Bobcats lýsti yfir áhuga á honum fyrir skömmu en ekkert hefur verið minnst á þetta núna síðan það átti sér stað. Hvað verður semsagt úr þessu AI dæmi?
Íþróttir | Breytt 26.6.2009 kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)