Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Amare til Memphis?

Amare Stoudemire er á förum frá Phoenix Suns en Shaquille O'neal liðsfélagi hans er líka á förum frá félaginu en þeir fara mjög líklega í sitthvort liðið. Líklegast er að Stoudemire fari til Memphis Grizzlies og spili þar næsta tímabil. Stoudemire og einn af eigendum Suns hafa verið í einhverjum leiðindum og hann vill láta Amare fara.

Talað var mikið um að Stoudemire myndi fara til Washinton Wizards fyrir Antawn Jamison, Mike James og fimmta nýliðarétt í nýliðavalinu núna en það átti sér aldrei stað og Minnesota Timberwolves eru líklegir í þann rétt, Etan Thomas og Darius Songaila fyrir Randy Foye, Mike Miller og þjórfé.

Þar sem Memphis eiga ekki marga góða leikmenn getur verið erfitt fyrir þá að fá Stoudemire en þeir segjast ætla að finna eitthvað út úr því svo að  launin passa við launaþakið hjá báðum liðum. Þeir eiga annan nýliðarétt svo þeir geta skipt honum en þeir gáfu það út fyrir stuttu að þeir vildu helst ekki skipta honum.


Cavs að næla sér í Shaq

Cleveland Cavaliers, liðið sem á LeBron James er um þessa dagana að reyna að krækja sér í góðan miðherja. Þeir eru hins vegar líka að reyna að halda stjörnunni sinni LeBron James og bæði lið hafa samþykkt uppkast þessara samnings og verður og opinberun líklega bráðlega.

Shaq rukkar 20 milljónir dala í árslaun en getur verið að þau lækki einhvern tíma. Talað hefur verið um að hann fari fyrir Ben Wallace og Alexandar Pavlovic  og kannski eitthvað fé og nýliðarétt.


Jefferson skiptin(umfjöllun með Jalen Rose og félögum)


Oberto aftur til Spurs?

Fregnir hafa verið síðan Jefferson-skiptin voru að Fabricio Oberto væri aftur á leiðinni til San Antonio Spurs en hér er nýr rúmor central. Dallas Mavericks eru enn með Jerry Stackhouse á skiptalistanum en fáir hafa vilja hann hingað til enda orðinn vel gamall. 
 Oberto

Stackhouse


Jefferson skipt til San Antonio

Richard Jefferson, fyrrverandi leikmaður Milwauke Bucks fór fyrir stuttu til San Antonio Spurs fyrir miðherjana Kurt Thomas og Fabricio Oberto og framherjann Bruce Bowen. Allir eru þeir yfir þrítugt en Thomas er 37 ára, Oberto 34 ára og Bowen 38. Bowen hefur síðustu ár verið að dekka menn eins og LeBron James og Carmelo Anthony en nú er hann orðinn gamall og fær ekki að spila eins og hann gerði fyrir þremur árum. Oberto kom seint inn í deildina eða 30 ára að aldri en Thomas var nokkuð mikilvægur fyrir spurs  á síðasta tímabili.

,,Takk fyrir að gefa mér kost á að komast inn í Spurs-fjölskylduna``sagði Bowen en hann þakkar öllum sem hafa verið í kringum Spurs-liðið innilega. Bowen vann 3 titla með Spurs og var stór partur af titlinum 2007 en þá dekkaði hann LeBron James.

Jeffersn hefur íhugað að komast í betri lið en hann byrjaði ferilinn hjá New Jersey Nets og fór í skiptum til Bucks og nú til Spurs. Hann var með 19,6 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik á síðasta leiktímabili.

Hins vegar telst þetta sem þriggja liða skipti þar sem Detroit Pistons blönduðu sér inn í þetta og fengu Fabrico Oberto fyrir Amir Johnson og Johnson spilar með Bucks á næsta tímabili.

Jefferson með bandaríska landsliðinu


Boston til í að skipta Allen og Rondo

Boston Celtics, sem eru nú að byggja upp ungt lið eru tilbúnir að skipta Ray Allen og Rajon Rondo en þeir eru báðir mjög góðir leikmenn og þarf mikið að bjóða til að fá þá. Allen kostar um 20 milljónir dala og það væri þægilegt fyrir Boston menn að losna undir launaþakinu. Danny Ainge fræmkvæmdastjóri Celtics Detroit Pistons liðinu bauð Rondo og Allen fyrir Rip Hamilton, Tayshaun Prince og Rodney Stuckey en framkvæmdastjóri Pistons Joe Dumars afþakkaði það boð sem er engin furða enda Prince, Hamilton og Stuckey þrír bestu menn liðsins.

Ainge þarf nauðsynlega að finna menn til að fylla í skörð Garnett's, Piecre og Allen's en þeir eru komnir á aldur sem menn fara að hætta á en allir eru þeir yfir þrítugt. Hins vegar er Glen "The big baby" Davis miðherji/framherji sem gæti komið sér vel fyrir Boston þegar Garnett hættir en klassaleikmaður þar á ferð.


Clippers liðið bauð Griffin í kvöldmat

Los Angeles Clippers sem eiga fyrsta nýliðavalrétt buðu Blake Griffin, sem er bókaður í fyrsta valrétt í kvöldmat fyrir stuttu en nýliðavalið er eftir réttrúma 3 daga eða 25. júní og þúsundum manna safnast saman á þennan"litla" Madison Square Garden völl í New York borg. Mike Dunleavy, þjálfari Clippers sá um það dæmi en hann er vongóður um Clippers verði úrslitakeppnislið á næsta tímabili.

"I can shoot better than that, and I should have" sagði Griffin í samtali við fjölmiðla en Dunleavy vill fá hann í liðið sem góða tveggja stiga skyttu en Griffin mætti vel laga öll sín skot en samt getur hann vel skotið í kringum vítalínuna.


Pistons ætla ekki að skipta nýliðarétt-Celtics ætla ekki að skipta Rondo

Stútfullur rumor central á leiðinni og brot úr honum hér en margt að gerast enda úrslitakeppnin búin og menn vilja skipta um lið. Detroit Pistons, sem var sópað út úr úrslitakeppninni hafa gefið það út að þeir vilja ekki missa nýliða valrétt en þeir eiga rétt númer 15. Þá er Phil Jackson að hugleiða heilsuna en hann hefur átt við mjaðmarmeiðsli að strýða undanfarin ár. Kobe Bryant ætlar tvímælalaust að halda sig við Lakers en ekkert annað kemur til greina hjá honum. Talað hefur verið að Boston Celtics ætla að skipta bakverðinum Rajon Rondo fyrir spænska ungstirnið Ricky Rubio en svo verður líklega ekki hafa þeir gefið út.


Ricky Rubio

Philly-Draft umfjöllun

Philadelphia 76ers eiga 17. nýliðavalrétt og kemur líklega til þeirra einhver góð skytta. Cash Budinger mun mjög líklega fara þangað en hann er framherji. Hann var með 18,0 stig, 6,2 fráköst og 39,9% þriggja stiga nýtingu á 2008-2009 tímabilinu með Arizona Wildcats í háskólaboltanum.

Allir nýliðar sem valdir hafa verið í fyrstu umferð nýliðavalsins af 76ers síðan árið 2005:
Mareese Speights
Thaddeus Young  
Petteri Koponen(spilaði ekki í NBA)   

Daequan Cook(fór til Heat)
Thabo Sefelosha
(fór til Bulls)

Menn á samningi:

  • F: Elton Brand
  • C: Samuel Dalembert
  • F: Reggie Evans
  • G: Willie Green
  • G-F: Andre Iguodala
  • F: Jason Smith
  • F-C: Marreese Speights
  • G: Louis Williams
  • F: Thaddeus Young
  • Menn án samnings:

  • G: Royal Ivey
  • F: Donyell Marshall
  • G: Andre Miller
  • C: Theo Ratliff
  • G: Kareem Rush
  • Það sem þarf að laga:
    Þriggja stiga skot liðsins, engin mjög góð skytta, Elton Brand er alltaf meiddur það þarf einhvern góðan, stóran og sterkan undir körfuna til að pósta því Samuel Dalembert er ekki nóg. Ágætis vörn hjá liðinu, má gera hana miklu betri.


 

2009-2010 tímabilið í húfi

Nú er tímabilið 2009-2010 í húfi og lið að skipta mikið af leikmönnum, reka og fá þjálfara, lið að fá leikmenn af markaðnum og fleira. Víst að tímabilið og úrslitakeppnin er allt búið getum við notið þess að sjá eitthvað sem við erum búin að sjá og búin að gleyma líka, svo ekki hika við að kíkja á topp 10 upptöku frá liðnu tímabili.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband