Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Úrslit næturinnar - Kobe með ótrúlega sigurkörfu
5.12.2009 | 12:06
Í nótt fóru fram 10 leikir í NBA. New Jersey Nets unnu sinn fyrsta leik(1-18) á tímabilinu og LA Lakers rétt mörðu Miami á lokasekúndunni á Staple Center. New York unnu Atlanta, en greinilegt er að Atlanta-menn þurfi að fara að taka sig á því að í síðustu 10 leikjum eru þeir með 6 sigra og 4 tapaða leiki. Boston rúlluðu yfir Oklahoma Thunder, en ekki var garðurinn eins grænn hjá Dallas-mönnum þar sem þeir töpuðu gegn Memphis með 16 stigum. Úrslitin eru eftirfarandi:
Wizards 107 - 109 Raptors
Hawks 107 - 114 Knicks
Cavs 101 - 87 Bulls
Pistons 105 - 96 Bucks
Grizzlies 98 - 82 Mavs
Nets 97 - 91 Bobcats
Hornets 98 - 89 Wolves
Thunder 87 - 105 Celtics
Jazz 96 - Pacers 87
Lakers 108 - 107 Heat
"Buzzerinn" hjá Kobe.
Leikur Raptors og Wizards.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
4.12.2009 | 20:39
Þrír leikir fóru fram í nótt og voru þeir allir spennandi á sinn hátt. Einn Leikurinn, Nuggets-Heat, var hins vegar ekkert spennandi, hann átti að vera það en Nuggets rúlluðu honum upp. DeJuan Blair heldur áfram að koma sífellt á óvart hjá SA Spurs, en í nótt var hann með 18 stig og 11 fráköst sem dugðu þó ekki til sigurs gegn Boston Celtics. Þá rétt mörðu Houston Rockets Monta Ellis og félaga í Golden State, en sá leikur var mjög spennandi.
Spurs 83 - 90 Celtics
Nuggets 114 - 96 Heat
Warriors 109 - 111 Rockets
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá brot úr leik Njarðvíkur og Snæfells
3.12.2009 | 19:47
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nets næstum komnir út úr meiðslamálunum
2.12.2009 | 21:59
New Jersey Nets eru alveg allir að koma til frá öllum þessum meiðslum. Þeir búinn að vera að gera vel upp á bak þetta tímabil enda með 0-18 á tímabilinu.
Fimm leikmenn eru meiddir hjá þeim, núna en þeir eru Keyon Dooling(ekki meiddur lengi), Jarvis Hayes(kemur aftur í mars eða apríl), Rafer Alston(kemur eftir u.þ.b. viku til tvær), Yi Janlian(kemur eftir nokkra daga), Tony Battie(kemur eftir viku til 10 daga) og Eduardo Najera(kemur eftir tvær vikur).
Svoleiðis er meiðslalistinn þeirra. Það mætti þess vegna semja lag um hann.
Devin Harris var meiddur fyrr á tímabilinu.
Íþróttir | Breytt 3.12.2009 kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Iverson aftur til Sixers
2.12.2009 | 20:27
Rykið hefur verið burstað af treyju númer 3 hjá Philadelphia 76ers, en bakvörðurinn Allen Iverson hefur snúið aftur til félagsins.
Lou Williams er kjálkabrotinn og verður frá næstu tvo mánuðina svo Iverson nýtti sér tækifærið og samþykkti eins árs samning upp á 700 þúsund dollara. Hann
mun byrja inni á og það gæti verið að hann muni byrja þegar Williams er snúinn aftur.
Iverson lenti í hremmingum hjá Detroit Pistons, en þangað var honum skipt á síðasta tímabili eftir þrjá leiki. Síðan gekk hann í raðir Memphis Grizzlies eftir ævilangt sumar 2009.
Ekki skánaði ástandið þar, en hann tók sér "frí" frá leikjum þeirra og það eina sem komst fyrir í haus manna er hann var hjá Grizzlies var auðmýking.
Iverson semur við Sixers.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Lakers á toppinn
2.12.2009 | 20:11
það bil mánaðarbið. Þá töpuðu Phoenix Suns sínum fjórða leik en nú gegn New York Knicks.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Njarðvík unnu "El Classico"
1.12.2009 | 18:55
Í gær fór fram bræðraslagurinn í íslenska körfuknattleiknum, en Njarðvíkingar fengu heimsókn í Ljónagryfjuna frá Keflvíkingum. Bæði lið voru með 7-1 fyrir leikinn og höfðu einnig bæði fallið gegn Stjörnunni sem eru með 7-2 núna eftir að hafa unnið KR í gærkvöld.
Njarðvíkingar byrjuðu frekar illa en leikurinn fór af stað með látum. Þeir náðu þó að komast yfir eftir um það bil eina mínútu en þeir héldu forskotinu sínu allan tímann eftir það.
Leikurinn fór 76-63 fyrir Njarðvíkingum og mega Keflvíkingar fara svekktir heim í Toyota-höllina sína.
Kristján "Byss" Sigurðsson fór á kostum í leiknum og skoraði 21 stig en hann var með 5 af 9 í þristum. Magnús Þór Gunnarsson skilaði einnig 21 stigi og nokkrum stoðsendingum. Hinn 214 cm hái Egill Jónasson spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og tók 5 fráköst, varði 2 skot en skoraði ekkert. Þá skoraði Friðrik Erlendur Stefánsson 3 stig og reif 13 fráköst, en eins og Egill varði hann 2 skot.
Í liði Keflvíkinga skoraði Rashon Clark einungis 6 stig, en eftir þriðja leikhluta var hann með 1 stig. Hann skoraði svo 5 stig á lokamínútunni. Hörður Axel Vilhjálmsson var með 21 stig og Sigurður Þorsteinsson var með 17 stig og 9 fráköst.
Jóhann var fanta-
góður í leiknum með
14 stig.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frank rekinn frá Nets
1.12.2009 | 15:01
Fyrrum þjálfari New Jersey Nets, Lawrence Frank, var fyrir stuttu rekinn frá félaginu eftir 0-16 byrjun á 2009-2010 tímabilinu.
Aðstoðarþjálfari liðsins tók við því og í fyrsta leik hans með liðið tapaði það
gegn LA Lakers, 106-87. Reyndar hafa menn verið meiddir hjá þeim en það skiptir ekki mjög miklu.
Frank og Harris á tali.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
1.12.2009 | 14:53
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)