Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Úrslit næturinnar - Kobe spilaði með vinstri

LA Lakers hafa unnið 11 leiki í röð en í nótt unnu þeir Minnesota Timberwolves með 12 stigum, 104-92. Kobe Bryant, sem skoraði 20 stig, brákaði fingur í leiknum og spilaði með vinstri á köflum, t.d. þegar hann gaf "alley-oop" sendingu með vinstri og Shannon Brown hamraði boltanum niður.

Philadelphia 91 Houston 96
Indiana 107 New Jersey 91
Toronto 89 Atlanta 111
Miami 93 Dallas 106
Chicago 96 Golden State 91
Memphis 94 Oklahoma City 102
Cleveland 104 Portland 99
New Orleans 96 New York 113
San Antonio 104 Charlotte 85
Phoenix 106 Orlando 103
LA Lakers 104 Minnesota 92
Þá töpuðu Philadelphia 76ers 12. leiknum í röð, en Allen Iverson skoraði 20 stig í 3. leik sínum með liðinu. Chicago Bulls komust aftur á sigurbraut með sigri á Indiana Pacers, 96-91, en Monta Ellis skoraði 27 stig í fimm stiga tapi Warriors.

Úrslit næturinnar

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og voru þeir allir spennandi, Denver Nuggets með tvö töp í röð, en þeir töpuðu gegn Detroit Pistons með tveimur stigum, 101-99, og Boston komust á toppinn í Austrinu með tveggja stiga sigri á Washington Wizards, 102-104. Þá unnu Utah Jazz óvæntan sigur á Orlando Magic, 120-111 en Deron Williams gaf 15 stoðsendingar og skoraði 32 stig í þeim leik. 
 Detroit 101 Denver 99
Washington 102 Boston 104
Utah 120 Orlando 111

Boston eru á toppnum í Austrinu.

Stjörnuleikirnir á laugardaginn - Dagskrá

Laugardaginn 12. desember verður sannkölluð körfuboltahátíð í Dalhúsum, íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi.

Dagskráin og tímasetningar eru eftirfarandi:

13:00 Kvennaleikur hefst

13:30 3-stiga keppni kvenna í hálfleik

13:50 Kvennaleikur - Seinni hálfleikur

14:30 Forkeppni í 3-stiga keppni karla
"Celeb" lið KKÍ gegn Úrvalsliði eldri landsliðsmanna
Troðslukeppni karla

15:30 Karlaleikur hefst

16:00 Úrslit í 3-stiga keppni karla

16:30 Karlaleikur - Seinni hálfleikur

17:15 Dagskrá lokið

Tímasetningar gætu eitthvað breyst en þó ekki mikið.

Nú er um að gera að fjölmenna og upplifa skemmtunina en stjörnurnar hafa lofað miklu fjöri sem enginn ætti að missa af.

Þeir sem komast ekki geta séð þetta á Sporttv.is.
KKÍ.is

Úrslit næturinnar - Lakers með 10 í röð

LA Lakers hafa unnið 10 leiki í röð í NBA-boltanum en Kobe Bryant hefur staðið sig eins og hetja. Cleveland Cavaliers töpuðu öðrum leiknum í röð, en nú gegn gegn Houston Rockets. LeBron James var skelfilegur í leiknum. Þá komust SA Spurs aftur á sigurbraut með sigri á Sacramento Kings og Portland Blazers unnu Indiana Pacers nokkuð öruggt.

Indiana 91 Portland 102
Atlanta 118 Chicago 83
Philadelphia 86 Detroit 90
New Jersey 89 Golden State 105
Milwaukee 117 Toronto 95
Minnesota 96 New Orleans 97
San Antonio 118 Sacramento 106
Houston 95 Cleveland 85
LA Lakers 101 Utah 77
Iverson spilaði sinn annan leik með Sixers og aftur gegn fyrrum liði.

Daniels og Fernandez meiddir

Skotbakverðirnir Marquis Daniels og Rudy Fernandez eru báðir meiddir í augnablikinu, en Daniels mun ekki spila næstu 6-8 vikurnar, en Fernandez mun hefjast handa við æfingar eftir 4-6 vikur ef allt fer eftir áætlun lækna.

Í liði Fernandez, Portland Trail Blazers, eru tveir mikilvægir leikmenn meiddir Greg Oden (út tímabilið) og Fernandez (4-6 vikur). Þetta eru sem sagt mjög erfiðir tímar fyrir Portland en Fernandez meiddist á baki í nótt í 11 stiga sigri Portland á Indiana Pacers.

Daniels mun hefjast handa við æfingar í febrúar, en hann fór í aðgerð á þumalfingri. Hann er búinn að skora 5,7 stig og gefa 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með Boston Celtics á tímabilinu, en hann gerði samning við þá í sumar.


Daniels sækir á Fernandez á síðasta tímabili.


Úrslit næturinnar - Cavs töpuðu í æsispennandi leik

Cleveland Cavaliers töpuðu gegn Memphis Grizzlies í nótt í æsispennandi leik, en LeBron James skoraði 43 stig sem dugðu ekki til.

Toronto 94 Minnesota 88
Charlotte 107 Denver 95
Boston 98 Milwaukee 89
Chicago 101 New Jersey 103
Memphis 111 Cleveland 109
New Orleans 96 Sacramento 94
Dallas 102 Phoenix 101
LA Clippers 86 Orlando 97


Orlando unnu Clippers í nótt.


Leikur Cavs og Grizzlies.

Það kom mörgum á óvart þegar Charlotte Bobcats unnu Denver Nuggets örugglega, 107-95. Gerald Wallace, frákastahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði 25 stig og tók 16 fráköst, en Stephen Jackson skoraði sama fjölda af stigum en tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.


Úrslit næturinnar - A.I. góður í tapi Sixers

Allen Iverson spilaði sinn fyrsta leik með Philadelphia 76ers í nótt og skoraði 11 stig, tók 5 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, en þó töpuðu Sixers með 10 stigum, 83-93. Iverson fékk góðar móttökur og kyssti meðal annars Sixers-merkið í byrjun leiks, sem kannski þýðir að hann vilji leika þar. 
Philadelphia 83 Denver 93
New York 93 Portland 84
Oklahoma City 104 Golden State 88
Utah 104 San Antonio 101

Þá unnu New York Knicks sinn þriðja leik í röð og eru með vinningstöluna 7-15 í 13. sæti austursins.
Þeir unnu Portland Trail Blazers með níu stigum, níu stigum, 93-84. Brandon Roy skoraði 27 stig í leiknum en hann þyrfti 37 stig svo að liðið myndi vinna. Þá hirti David Lee 10 fráköst, en LaMarcus Aldgridge tók 13.

Oden úr leik

Miðherji Portland Trail Blazers, Greg Oden, meiddist í gærnótt á hnéskel og verður frá út tímabilið, en Portland-menn eiga eftir að leika 61 leik á 2009-10 tímabilinu.

Oden var með 11,1 stig og 8,5 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu en Portland eru með vinningstöluna 13-8 og eru inni í úrslitakeppninni sem stendur.


Úrslit næturinnar - Lakers með 9 í röð

New York 106 New Jersey 97
Milwaukee 86 Cleveland 101
Detroit 98 Washington 94
Sacramento 102 Miami 115
LA Lakers 108 Phoenix 88

Þjálfari Bucks í leikbann

Þjálfari Milwaukee Bucks, Scott Skiles, var settur í bann fyrr í dag fyrir að rífa kjaft og yfirgefa ekki leikvöllinn þegar hann var rekinn út í tveggja stig tapi Bucks fyrir Washington Wizards á aðfaranótt miðvikudagsins 2. desember sl.

Leikbannið tók gildi þegar liðið lék gegn Detroit Pistons í nótt og tapaði með 9 stigum. Þetta var því sjötti ósigur liðsins í síðustu 10 leikjum en þeir leika gegn Cleveland Cavaliers aðfaranótt 7. desember en svo leika þeir gegn Boston Celtics aðfaranótt þess 9.

Síðan eiga þeir Toronto til að slaka á en eftir þan leik etja þeir kappi við Portland Trail Blazers sem munu veita þeim mikið mótstig en í leiknum á eftir honum eiga þeir LA Lakers. Erfitt framundan hjá þeim...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband