Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
D12 með þrjár tæknivillur í fimm leikjum
5.11.2009 | 14:57
Hörkutólið Dwight Howard er að raða inn tæknivillum, en í þessum fimm leikjum sem lið hans, Orlando Magic, hefur spilað, hefur hann fengið á sig 3 tæknivillur, eða 0,6 tæknivillur að meðaltali í leik sem er mjög mikið fyrir góðan NBA-leikmann.
Hann fékk dæmdar á sig 14 tæknivillur á liðnu tímabili auk þess sem honum var í eitt skipti vísað út úr húsi.
Með þessu áframhaldi(3 tæknivillur í hverjum 5 leikjum) mun hann fá á sig 48 tæknivillur ef hann spilar 80 leiki á tímabilinu, en á sl tímabili spilaði hann 79 leiki og fékk á sig 14 tæknivillur, sem fyrr greinir frá í fréttinni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miller meiddur á vinstri öxl
5.11.2009 | 13:49
Framherji Washington Wizards, Mike Miller, meiddist lítillega á öxl í nótt í leik gegn Miami Heat, en lið hans tapaði leiknum með fjórum stigum, 89-93.
Miller verður frá í um það bil eina viku, en hann lenti á bakverði Heat, Mario Chalmers í þriðja leikhluta og með þeim afleiðingum tognaði hann á öxl. Miller gekk til búningsklefa en sneri svo aftur seinna í þriðja leikhluta, en þegar hann ca níu mín. voru eftir af 4. leikhluta braut miðherji Miami, Joel Anthony, harkalega á honum og hann féll í gólfið.
Hann kláraði bæði vítaskotin og spilaði í u.þ.b. mínútu eftir þetta, en svo var hann tekinn út af, en nýi þjálfari Wizards, Flip Saunders, byrjar ekki með stæl þar sem lið hans hefur tapað þremur leikjum og unnið tvo, 40,0% sigurhlutfall. Leikir Wizards:
Mavs 91 - 102 Wizards
Atlanta 100 - 89 Wizards
Wizards 123 - 104 Nets
Cavs 102 - 90 Wizards
Wizards 89 - 93 Heat
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
5.11.2009 | 13:23
(Kobe var með 41 stig og 6 fráköst í nótt.)
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
MJ að fá sérhannað Ducati 999 mótorhjól!!
5.11.2009 | 13:13
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
3.11.2009 | 17:54
Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og var um að ræða háspennu lífshættuleik í Staple Center þar sem LA Clippers tóku á móti Minnesota Timberwolves. Þá fóru Houston Rockets nokkuð létt með lærisveina Jerry Sloan úr Utah, 96-113 en Rockets-menn eru enn ósigraðir. Í Sacramento var fjörugur leikur þar sem skoruð voru samanlagt 243 stig í ellefu stiga sigri Kings.
Bobcats 79 - 68 Nets
Knicks 117 - 111 Hornets
Jazz 96 - 113 Rockets
Kings 127 - 116 Grizzlies
Clippers 93 - 90 Timberwolves
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ginobili er Batman....
3.11.2009 | 17:38
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)