Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Paul meiddur og Hornets í vaskinn
15.11.2009 | 00:18
Chris Paul leikmaður New Orleans Hornets meiddist á vinstri fæti í leik gegn Portland en hann gæti verið úr leik næstu tvær vikurnar. Hann ferðaðist ekki með New Orleans í leiknum gegn Atlanta. Allt virðist vera á leið í vaskinn hjá Hornets undanfarna leiki.
Slæm sjón að sjá þar á ferð.
Íþróttir | Breytt 16.11.2009 kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Byron Scott rekinn frá Hornets
12.11.2009 | 19:41
Fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers, Byron Scott, var látinn pakka í töskurnar í dag, en síðustu árin hefur hann þjálfað New Orleans Hornets.
Árið 2008 var Scott útnefndur þjálfari ársins með 56-26, en í úrslitakeppninni eftir 2007-08 tímabilið, sem hann var þjálfari ársins, duttu þeir naumlega út í undanúrslitum vesturdeildarinnar, 4-3 og síðasti leikur seríunnar fór 82-91, Spurs í vil.
Scott átti farsælan feril með LA Lakers, en á heila ferlinum skoraði hann 14,1 stig og reif niður 2,8 fráköst í leik. Einnig spilaði hann með Vancouver Grizzlies og Indiana Pacers, en eftir að hafa verið í allmörg á hjá Lakers tók hann sér fjögurra ára frí frá þeim en hann sneri síðan aftur til þeirra og kláraði feril sinn þar.
Hann byrjaði þjálfaraferil sinn hjá New Jersey Nets og þjálfaði þá í fjögur tímabil, en síðan þá hefur hann þjálfað New Orleans Hornets og NO/Oklahoma City (sama liðið).
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
12.11.2009 | 15:08
Toronto - Chicago 99 -89
Indiana - Golden State 108 - 94
Boston - Utah 105 - 86
Detroit - Charlotte 98 - 75
New Jersey - Philadelphia 79 - 82
New York - Atlanta 101 - 114
Minnesota - Portland 84 - 107
Orlando - Cleveland 93 - 102
Milwaukee - Denver 108 - 102
Houston - Memphis 104 - 79
San Antonio - Dallas 92 - 83
Los Angeles Clippers - Oklahoma 79 - 83
Phoenix - New Orleans 124 - 104
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Abdul-Jabbar með hvítblæði
11.11.2009 | 11:11
Einn sigursælasti og besti miðherji í sögu NBA-deildarinnar, Kareem Abdul-Jabbar, tilkynni í gær að hann hefur verið greindur með sjúkdóminn hvítblæði.
Hvítblæði er illkynja sjúkdómur sem lýsir sér með auknum fjölda hvítra blóðkorna. Hvítblæði er stundum kallað blóðkrabbi og eins og í öðrum krabbameinum eru illkynja frumurnar ekki aðeins of margar heldur gegna þær ekki lengur réttu hlutverki í samfélagi frumnanna og trufla auk þess eðlilega starfsemi annarra frumna.
Jabbar segist vera vongóður og að hann geti alveg haldið áfram að þjálfa hjá LA Lakers, en hann er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi.
Íþróttir | Breytt 9.11.2010 kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
11.11.2009 | 10:56
Íþróttir | Breytt 12.11.2009 kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kona Shaq sækist eftir skilnaði
10.11.2009 | 20:58
Shaquille O'Neal og kona hans, Va'Shaundya O'Neal hafa ákeðið að skilja, að sögn vefsíðu NBA.com, en Shaq spilar nú með Cleeland Cavaliers þar sem hann hefur staðið sig með ágætum.
O'Neal-hjónin voru gift í sex ár og ellefu mánuði en Shaq segir að þetta muni ekki hafa áhrif á frammistöðu hann inni á vellinum með Cavs. Va'Shaundya var afskráð sem Va'Shaundya O'Neal á mánudaginn og nú á hún sitt fyrrum eftirnafn, en ekki O'Neal.
Íþróttir | Breytt 11.11.2009 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Golden State - Minnesota (umfjöllun)
10.11.2009 | 19:45
Minnesota Timberwolves eru ekki að "brillera" þessa dagana en þeir eru í neðsta
sæti vesturdeildarinnar með 1/7 eða 12,5% sigurhlutafall. Keppinautar þeirra í nótt, Golden State Warriors, eru þó að standa sig með prýði þar sem þeir eru í 13. sæti og hafa staðið sig vel síðustu dagana.
Leikur liðanna byrjaði jafn, eftir fyrsta leikhlutann var staðan 33-29, Warriors-mönnum í vil og Kelenna Azubuike hafði skorað 14 stig í leikhlutanum. Þá gaf Stephen Jackson 4 stoðsendingar í lotunni og Jonny Flynn var með 9 stig.
Í öðrum leikhluta tóku Golden State yfir leiknum, Nathan Jawaai byrjaði á að skora úr "lay-up" fyrir Wolves en eftir það var ekkert eftir af orku þeirra. Aleksandar Pavlovic átti fyrstu þriggja stigakörfuna í lotunni, en þegar 9 mín. og 53 sekúndur lifðu af leikhlutanum setti Monta Ellis niður 14. stigið sitt úr stuttskoti og það skot kippti Wolves-mönnum úr lið. Leikhlutinn fór 41-26
fyrir Warriors og í þegar lið héldu til búningsherbergja var staðan 74-55.
Sá þriðji var í höndum Warriors-manna, leikhlutinn fór 37-22 fyrir þeim en auðvitað áttu Wolves sínar ágætu stundir, t.d. þegar Pavlovic smellti niður stórum þrist.
Fjórði leikhlutinn var einnig í eigum Golden State, þeir báru höfuð og herðar yfir öllum í Oracle Arena, sem er heimavöllur Warriors og unnu leikhlutann, 35-28 en leikhlutann áttu þeir Kelenna nokkur Azubuike og Anthony Morrow, en saman skoruðu þeir 19 stig í honum (GSW skoruðu 16 fyrir utan þá tvo).
Stigahæstir í leiknum var Kelenna Azubuike með 31 stig, auk þess sem hann reif 4 fráköst. Svo virðist sem Stephen Jackson sé ekki í fýlu lengur, en hann var einn besti maður vallarins með 10 stig, 6 fráköst, 15 stoðsendingar, 4 stolna bolta og hann varði 2 skot. Hann tapaði aðeins þremur boltum og fékk eina villu á sig, +35 í framlagsstigi. Steph Curry var með 8 stig og 5 stoðsendingar, Monta Ellis með 18 stig og 10 fráköst, Anthony Morrow var með 20 stig og 4 fráköst (+ 4 stoðs.), Anthony Randolph skoraði 23 stig og tók 7 fráköst, varði 3 skot og braut tvisvar sinnum af sér. Allir nema tveir leikmenn skoruðu 10 stig+ nema tveir og það voru Mikki Moore (2) og Steph Curry (8).
Hjá Wolves var Jonny Flynn bestur með 20 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst, Ramon Sessions skoraði 11 stig og Damien Wilkins reif niður 10 fráköst. Al (Big Al) Jefferson var með 23 stig, en hann hefur ekki hirt mikið af fráköstum, aðeins 6,1 (3 fráköst í nótt).
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
10.11.2009 | 08:08
Þá ga Spánverjinn Jose Calderon sína 2000. stoðsendingu á ferlinum.
Utah 95
Toronto 124
New Orleans 112
Minnesota 105
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvífarar: Ricky Rubio og Harry Potter
9.11.2009 | 18:43
Íþróttir | Breytt 10.11.2009 kl. 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)