Wafer inn, Jaric út?
22.12.2009 | 22:32
Samkvæmt vefsíðu www.espn.com er bakvörðurinn Marko Jaric á leiðinni til spænska liðsins Real Madrid, og að framherjinn Von Wafer sé á leiðinni til Memphis Grizzlies.
Wafer spilaði með Houston Rockets á síðasta leiktímabili, en leikur nú fyrir gríska félagið Olympiacos. Wafer gæti samið til Grizzlies í nótt, en hann er frábær leikmaður sem kemur með mikla orku inn af bekknum.
Jaric hefur ekki spilað mínútu á þessu tímabili og nú er ekkert eftir hjá Grizzlies-liðinu, sem er liðið hans, að borga upp samning hans og láta hann bara flakka, en hann er á stórum samningi, eða rúmum 7 milljónum dollara.
Talað er um að ef Memphis láta hann lausan, þá fari hann rakleiðis til Spánar, en ACB-deildin sem Real Madrid eru í, liðið sem hann fer líklega í, er sterkasta deild Evrópu.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Evrópuboltinn, Free Agency, NBA | Breytt 23.12.2009 kl. 15:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning