Spánverjar burstuðu Serba
21.9.2009 | 07:27
Pau Gasol og félagar unnu í gærkvöld Serba og urðu þar með Evrópumeistarar. Pau Gasol var hrikalegur og setti 18 stig og tók 11 fráköst í leiknum, auk þess sem hann varði 3 skot. Hjá Serbunum var Krstic bestur með 12 stig og 4 fráköst, en þó ekki stigahæstur þeirra, en það voru þeir Uros Tripkovic og Novica Velickovic með sín hvor 15 stigin.
Spánverjar hafa ekki unnið EM áður en hafa þó hafnað í öðru sæti nokkrum sinnum. Spánverjar eru nú sterkasta þjóð heimsins, en þeir eru ríkjandi heimsmeistarar og nú Evrópumeistarar, en LBJ og félagar eia hins vegar ekki kost á að vinna EM, en þeir eru ekki frá Evrópu.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Evrópuboltinn, Karfan | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning