Spánn vs. Serbía í kvöld

 Spánverjar mæta Serbum í kvöld en þess má geta að leiknum verður ekki lýst í beinni hér á nba.blog.is, en þið getið keypt leikinn hér á fimm dollara, en annars getið þið farið á fibaeurope.com og séð leikinn í beinni lýsingu, þið smellið þarna hægra megin og sjáið hann. En í gær unnu Serbarnir Slóvena og komust þar með í úrslit mótsins, og keppa þar á móti Spánverjum. Serbar eru með gríðarlega sterkt lið en þeir eru með einn sterkan NBA leikmann og einn fyrr verandi NBA leikmann, Nenad Krstic er NBA leikmaðurinn og sá fyrrverandi er Kosta Perovic. Einnig eru þeir með fleiri sterka menn eins og Milos Teodosic en hann spilar með Olympiakos í Grikklandi og hefur staðið sig frábærlega á mótinu. Novica Velickovic hefur einnig verið að koma sterkur inn í lið Serba með 10,6 stig og 4,9 fráköst að meðaltali í leik á mótinu.
Þess má geta að enginn leikmaður er minni en 190 cm í liði Serba.


(Novica Velickovic.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband