A.I. til Bobcats - Mad dog látinn laus
22.8.2009 | 19:17
Allen Iverson hefur gert samkomulag við Charlotte Bobcats um að semja við liðið, en hann mun ekki semja fyrr en í næstu viku. Iverson hafði verið í viðræðum við önnur lið undanfarna daga, til dæmis Philadelphia 76ers, Memphis Grizzlies, NY Knicks og Miami Heat. Iverson var ekki sami undradrengurinn í fyrra og hann hefur verið síðustu 13 árin. Bobcats hafa verið líklegastir um að fá hann síðan í júní og getur það verið góð tilbreyting fyrir þennan smáa skotbakvörð að ganga til liðs við Bobcats, þar sem þjálfari þeirra, Larry Brown þjálfaði Iverson í dágóðan tíma og Michael Jordan er við stjórnborð liðsins og gæti því hjálpað A.I.
Iverson að troða í fésið á Juwan Howard.
LA Clippers hafa rekið litríka miðherjann sinn Mark Madsen, en Madsen er með frábæran móral og lið geta nú beitt klóm til að ná í leikmanninn.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt 23.8.2009 kl. 17:56 | Facebook
Athugasemdir
þetta er juwan howard ekki josh howard svo ertu með siðu ef thu veist ekkert um korfubolta
arthur 23.8.2009 kl. 17:43
ruglast alltaf á nöfnunum, en ef ég veit ekki neitt um nba, hvaða ár fór hal greer frá syracause til philly?
og hvað var gene gillette gamall þegar hann spilaði eina tímabilið sitt í nba og hvaða ár var það?
NBA-Wikipedia, 23.8.2009 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning