Wafer til Grikklands

Von Wafer hefur gengið til liðs við gríska félagið Olympiacos, en Wafer fór af kostum á síðasta tímabili með Houston Rockets. Wafer hefur einnig spilað með meisturunum í Los Angeles Lakers og eftir að hann spilaði þar á nýliðatímabili sínu gekk hann til liðs við hina "meistarana" í LA, LA Clippers.

Í Lakers hafði hann hægt um sig með 1,3 stig að meðaltali í leik en þegar hann fór til Clippers skoraði hann ekki nema neitt stig í einum leik, og í honum spilaði hann eina mínútu.  Hann fór til Denver Nuggets fyrir 2007-08 tímabilið, en var svo skipt til Portland fyrir Taurean Green, en Wafer skoraði 2,4 stig í leik hjá Portland. Síðasta tímabil var í Houston hjá honum og fór hann þar af kostum með 9,7 stig að meðaltali í leik.

Von Wafer


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband