Lewis fær tíu leikja bann

Stjörnuleikmaður Orlando Magic, Rashard Lewis féll í dag á lyfjaprófi og fær ekki að spila fyrstu tíu leiki tímabilsins með Orlando. Ekki góðar fréttir þar á ferð en alltaf vonbrigði fyrir áhugamenn íþróttarinnar að heyra fregnir um að leikmaður sé á fæðubótaefnum sem eru á bannlista NBA-deildarinnar á sumrin og svo bara skammarlegt fyrir leikmanninn sem gerir þennan hlut af sér.

Lewis var að hitta hroðalega mikið af þriggja stiga körfum á tímabilinu og hitti úr 220 af 554 þriggja stiga skotum sínum eða 397% nýting í þriggja stiga skotum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emmcee

Hann var ekki í eiturlyfjum heldur neytti löglegra fæðubótaefna sem þó reyndar innhalda efni sem eru á bannlista NBA deildarinnar.

Emmcee, 6.8.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: NBA-Wikipedia

Ókei, laga það.

NBA-Wikipedia, 6.8.2009 kl. 22:11

3 identicon

Þó að það sé blessunarlega mun minna um svona fréttir í NBA deildinni heldur en NFL og MLB er svona fréttir alltaf ömurlegar, sérstaklega þegar þær bitna á liðinu manns.

Hins vegar verður maður maður að gefa Rashard það að hann var greinilega ekki viljandi að brjóta lyfjalög. Eftir því sem ég hef lesið trúði hann því ekki þegar niðurstöðurnar úr lyfjaprófinu komu út jákvæðar (sem var tekið um mitt post-seasonið) þannig að hann bauðst til að taka annað próf í úrslitaseríunni við Lakers, sem reyndist líka jákvætt.
Miðað við þetta virðist sem hann hafi ekki haft neina hugmynd um að hann væri að taka inn eitthvað ólöglegt og nú þegar þetta er allt komið í ljós hefur hann játað allt tekið fulla ábyrgð á þessu sjálfur, sem verður að kallast óvenjulegt meðal íþróttamanna.

Kristján 7.8.2009 kl. 15:31

4 identicon

Aftur á móti er það auðvitað nautheimskt að taka inn fæðubótaefni án samræðis við næringarfræðinga liðsins. Hvað þá þegar maður er á tugmilljóna samningi.

Kristján 7.8.2009 kl. 15:34

5 Smámynd: NBA-Wikipedia

Það er alltaf nautheimskt að taka inn svona

NBA-Wikipedia, 7.8.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband