Tinsley spilar ekki með Pacers næsta tímabil

Indiana Pacers hafa rekið bakvörðinn sinn Jamaal Tinsley, en hann var meiddur allt síðasta tímabil og hefur því ekki spilað leik í NBA síðan tímabilið 2007-2008. Hann mun líklega redda sér einhvern veginn en ef hann kemst ekki í NBA lið þá mun hann mjög líklega láta reyna á Evrópuna, en nokkuð líklegt er að hann finni sér lið í NBA.

Tinsley er 31 árs að aldri en hann náði þeim aldri þann 28. febrúar nýliðnum. Hann var 23 ára þegar hann spilaði fyrsta leik sinn í NBA og þá með Indiana Pacers. Indiana er nú með T.J. Ford til að spila bakvarðarstöðuna og svo nýliðan A.J. Price til að koma inn á fyrir Ford og spila 10-15 mínútur í leik en Price var valinn númer 52 í nýliðavalinu af Pacers. Hins vegar eru þeir líka með bakvörðinn Travis Diener en Price kemur frekar til með að spila meira.

"Depth Chart" Pacers gæti orðið svona:

  C - Roy Hibbert - Jeff Foster  

 PF - Troy Murphy - Tyler Hansbrough

 SF - Danny Granger - Mike Dunlevy

 SG - Dahntay Jones - Brandon Rush

 PG - T.J. Ford - A.J. Price

 11 -  Travis Diener

 12 - Stephen Graham-ef hann verður áfram

*Mjög líklegt er að þeir fái Stephen Graham aftur til sín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband