Orðrómaheimurinn: Lakers bjóða 27 milljónir dollara í Odom

LA Lakers hafa boðið 27 milljónir dollara í framherjann Lamar Odom, en hann er samningslaus í sumar. Hann er ekki "restricted".  Tökum sem dæmi ef Clippers bjóða 30 milljónir dollara og hann samþykkir það boð geta Lakers ekki jafnað það og fengið hann aftur.

Þá gæti Allen Iverson verið á leiðinni til LA Clippers, nágranna Lakers sem vilja halda Odom en Iverson hefur líka komið til greina hjá Charlotte Bobcats, Miami Heat og Memphis Grizzlies. Hann gæti hugsanlega farið til Clippers þar sem þeim vantar svona stjörnuskotbakvörð en Eric Gordon hefur verið í byrjunarliðinu. Því er nánast eini kosturinn fyrir A.I. að fara til Memphis eða Clippers. Einu staðirnir sem hann gæti fengið að spila á.

Hugsanlegt er að Stephon Marbury fari til Evrópu en hann er samningslaus frá Boston Celtics og ekki hefur neinn aðili haft samband við hann.

Talið er að fyrrum liðsfélagi Marbury's, Nate Robinson sé á leiðinni til Grikklands þar sem hann hefur fengið boð frá Olympiakos. Hins vegar er hann "restricted" og Knicks geta fengið hann til baka með því að jafna tilboð annarra liða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband