Stephen Curry vill endilega spila með Knicks.
12.6.2009 | 22:55
Stephen Curry leikmaður Davidson háskólans sem er í Norður Karólínu fylki, segist endilega vilja spila með New York Knicks. Knicks á 8. valrétt í nýliðavali NBA en liðið lenti í seinasta sæti í sínum riðli. Stephen Curry var mjög góður á þessu tímabili í háskólaboltanum og skoraði 28,6 stig að meðaltali í leik, sem er bara svakalegt enda stigahæsti leikmaður í NCAA. Hann Stephen Curry verður alveg pottþétt mjög góður leikmaður en maður veit aldrei. Allt getur gerst en ég held persónulega að hann verður alveg frábær leikmaður enda held ég svolítið upp á hann og á áritun frá honum sem pabbi minn reddaði fyrir mér. Hér fyrir neðan eru myndir og myndbönd um Stephen Curry. Smellið hér til að sjá fleiri myndbönd.
(Stephen Curry)
Svaka highlights maður.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Háskólaboltinn | Breytt 14.6.2009 kl. 13:58 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir það
NBA-Wikipedia, 13.6.2009 kl. 14:33
Hörku leikmaður
Adam 13.6.2009 kl. 21:27
Vá maður, geggjað highlights hjá honum. Geggjuð skytta. Á eftir að hjálpa Knicks mikið ef spáin er rétt.
Adam, hér aftur 13.6.2009 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning