Mike Brown rekinn frá Cavaliers
24.5.2010 | 13:05
David Aldridge, fréttamaður NBA, staðfesti í morgun að Mike Brown, þjálfari Cleveland Cavaliers, hefði verið rekinn frá liðinu.
Brown stóðst ekki væntingar í úrslitakeppninni eftir 61/21 árangur á venjulega leiktímabilinu og gerði óákveðnar skiptingar og spilaði sama liðinu í 35-40 mínútur í leik. Einnig vöru leikkerfi Cavaliers út í hött eins og flestir vita.
Brown þjálfaði Cavaliers í fimm ár en náði aldrei að byggja meistaralið í kringum LeBron James, þó hann hafi náð tvisvar sinnum í röð besta árangrinum á leiktímabilinu.
Árangur Brown með Cavaliers frá upphafi:
2005-06: 50 sigrar - 32 töp
2006-07: 50 sigrar - 32 töp (komust í úrslit)
2007-08: 45 sigrar - 37 töp
2008-09: 66 sigrar - 16 töp
2009-10: 61 sigur - 21 tap
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning