Kobe setti 40 - Lakers komnir í 1-0
18.5.2010 | 16:15
Kobe Bryant skoraði 40 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í nótt þegar Los Angeles Lakers unnu fyrsta leikinn í seríu Lakers og Phoenix Suns, 128-107.
Lakers eru því komnir í 1-0 forystu í seríunni og þurfa að vinna þrjá leiki í viðbót til þess að fara í lokaúrslit deildarinnar en næsti leikur er í Los Angeles, eins og þessi, svo fara tveir leikir fram í Phoenix og svo er einn og einn heimaleikur ef til þarf.
Eins og fyrr segir var Kobe Bryant með 40 stig, en bekkur Lakers var hörku góður, en Lamar Odom skilaði 19 stigum, Jordan Farmar 10 og Shannon Brown 9.
Phoenix-liðið var frekar dauft í dálkinn en Amare Stoudemire var stigahæstur hjá þeim. Hann skoraði 23 stig en tók einungis þrjú fráköst.
Stigaskor Lakers:
Bryant: 40
Gasol: 21
Odom: 19
Artest: 14
Farmar: 10
Brown: 9
Fisher: 5
Bynum: 4
Powell: 2
Walton: 2
Stigaskor Suns:
Stoudemire: 23
Richardson: 15
Lopez: 14
Nash: 13
Dragic: 13
Barbosa: 11
Hill: 7
Dudley: 5
Frye: 3
Amundson: 3
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning