Celtics unnu Magic - Wallace er mættur aftur!

kevin_garnettBoston Celtics heimsóttu Orlando Magic í gærkvöldi og það voru Boston-menn sem höfðu betur, 88-92.

Kendrick Perkins, Rasheed Wallace og Glen Davis héldu Dwight Howard í gólfinu í leiknum, en Wallace sýndi og sannaði að hann væri ennþá frábær leikmaður, en hann skilaði 13 stigum, 2 fráköstum og góðri vörn á Howard af bekknum.

Boston tvídekkuðu Howard ekki í leiknum en þegar hann nálgaðist körfuna var brotið, þar sem hann er afar slök vítaskytta. Howard skoraði einungis 13 stig og tók 12 fráköst í leiknum.

Hjá Boston var Ray Allen stigahæstur með 25 stig, auk þess sem hann tók 7 fráköst en hjá Orlando var Vince Carter stigahæstur með 23 stig.

Stigaskor Magic:

Carter: 23
Nelson: 20
Howard: 13
Redick: 9
Lewis: 6
Gortat: 6
Williams: 5
Pietrus: 4
Barnes: 2

Stigaskor Celtics:

Allen: 25
Pierce: 22
Wallace: 13
Garnett: 8
Davis: 6
Allen: 6
Perkins: 4 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband