Celtics komnir í úrslit austursins - búnir að sanna sig sem frábært lið
14.5.2010 | 19:01
Það verða því Boston Celtics sem munu takast á við Orlando Magic í úrslitum austurdeildarinnar þetta árið.
Þeir unnu Cleveland Cavaliers í nótt, 94-85, á heimavelli sínum en serían fór 2-4 fyrir Boston.
Kevin Garnett var frábær í leiknum með 22 stig og 12 fráköst, en Rajon Rondo skoraði 21 stig og gaf 12 stoðsendingar. Ray Allen var ekki að finna sig í nótt þar sem hann skoraði aðeins 8 stig, en var með 0/5 í þristum.
Paul Pierce skoraði 13 stig og tók 5 fráköst og svo var það baráttujaxlinn Tony Allen sem kom inn af bekknum með 10 stig, en hann fær verðskuldaðan leiktíma hjá Doc Rivers.
LeBron James skilaði sínu í liði Cavs, en hann skoraði 27 stig, tók 19 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann og Mo Williams voru einu sem gerðu gagn hjá Cavaliers en Williams skoraði 22 stig og tók 7 fráköst.
Athugasemdir
LeBron var nú bara hundlélegur í þessari seríu oft eins og hausinn á honum væri ekki í lagi. Legg til að "the King" verði lækkaður niðrí "the Prins" allavega!
Árni 15.5.2010 kl. 22:44
Hehe!
NBA-Wikipedia, 18.5.2010 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning