Atlanta unnu oddaleikinn - Kobe kláraði Jazz
3.5.2010 | 15:31
Svo er víst að Atlanta Hawks mæta Orlando Magic í annarri umferð úrslitakeppni NBA, en þeir unnu Milwaukee Bucks nokkuð örugglega í oddaleik liðanna í gær, 95-74.
Jamal Crawford skoraði 22 stig og gaf 6 stoðsendingar í leiknum, en Al Horford átti stórkostlegan leik með 16 stig, 15 fráköst og 4 stoðsendingar.
Brandon Jennings og Ersan Ilyasova voru bestir í liði Bucks, en Jennings skoraði 15 stig og gaf 5 stoðsendingar og Ilyasova skoraði 13 stig og reif 11 fráköst.
Kobe Bryant skoraði 31 stig og gaf 4 stoðsedingar í sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz, 104-99, en Lakers eru nú komnir 1-0 yfir í seríu liðanna.
Pau Gasol átti einnig góðan leik með 25 stig og 12 fráköst en bekkur Lakers stóð sig mjög vel, 22 stig og 15 fráköst frá honum.
Athugasemdir
Atlanta vinnur þetta
ari 3.5.2010 kl. 18:00
nei
NBA-Wikipedia, 4.5.2010 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning