Úrslit næturinnar - Spurs stöðvuðu átta leikja sigurgöngu Cavs
27.3.2010 | 10:06
Cleveland Cavaliers heimsóttu San Antonio Spurs í nótt. LeBron James setti upp litla sýningu í byrjun, en Spurs náðu þó að verjast henni síðar. Spurs unnu með fimm stigum, 102-97.
Leikurinn var mjög skemmtilegur og fór munurinn aldrei yfir tíu stig. Manu Ginobili, sem sést hér til hliðar, var rosalegur í nótt og skoraði 30 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Hjá Cavaliers voru LeBron James (27 stig) og Antawn Jamison (24 stig) atkvæðamestir. Mo Williams var ekki að finna taktinn í leiknum en hann skoraði 6 stig og gaf 4 stoðsendingar.
Í öðrum leikjum næturinnar unnu til dæmis Denver Nuggets nauman sigur á Toronto Raptors, 96-97 og Oklahoma City Thunder unnu Los Angeles Lakers stórt, 91-75.
Spurs - Cavs
Raptors - Nuggets
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 10:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning