Arenas ekki í steininn

Gilbert Arenas mætir fyrir réttBakvörðurinn Gilbert Arenas fór fyrir dómstól í gær. Kom til greina að senda hann í þriggja ára fangelsi en ekki var gert það, en hann var dæmdur í 30 daga vist á áfangaheimili, 400 tíma samfélagsþjónustu og fjársektar auk þess sem hann verður á tveggja ára skilorði.

Eins og margir glöggir körfuboltaáhugamenn vita, þá mætti Arenas með hlaðna byssu í búingsklefa Washington Wizards, en þess má geta að ólöglegt er að ganga með byssu í DC (Washington).

NBA dæmdi Arenas í keppnisbann það sem eftir lifir leiktíðar, en ekki er talið líklegt að forsvarsmenn Wizards muni reyna að losa sig undan risasamningi sem þeir gerðu við Arenas fyrir tveimur árum, en það þótti ekki ólíklegt þar sem framtíð hans er í óvissu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband