Úrslit næturinnar - Boston unnu Dallas
21.3.2010 | 20:45
Boston Celtics unnu ósannfærandi útisigur á Dallas Mavericks í nótt, 102-93.
Þó að sigurinn sýnist ekkert óöruggur, þá var þetta allt í járnum, eins og sést á tölfræðinni (Boston: TO:17 FG: 39/75).
Paul Pierce skoraði 29 stig og gaf 5stoðsendingar fyrir Boston, en Dirk Nowitzki skoraði 28 stig og hitti úr 1 af 1 þriggja stiga skoti. Eins og sést á leik hans, er Kevin Garnett ekki sami leikmaður og hann var fyrir þremur árum, en hann skoraði 8 stig og tók 9 fráköst í nótt.
Sex aðrir leikir fóru fram í nótt, og þar á meðal unnu Miami Heat sex stiga sigur á Charlotte Bobcats, 77-71, Milwaukee Bucks lögðu Denver Nuggets að velli, 97-102 og Utah Jazz unnu sannfærandi sigur á New Orleans Hornets, 106-86.
Dallas 93 - 102 Boston
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning