Jordan kaupir Charlotte Bobcats
27.2.2010 | 19:51
Michael Jordan, besti leikmaður í sögu körfuboltans, keypti í dag lið Charlotte Bobcats, en Bobcats unnu í nótt æsispennandi leik gegn Memphis Grizzlies.
Bob Johnson, fyrrum eigandi liðins samþykkti kaupin í dag. Hins vegar á stjórn NBA á eftir að samþykkja þau, en líklegt er að þeir muni samþykkja þau á næstunni.
Jordan hefur svo sem ekki verið að skipta sér mikið af liðinu, en hann átti hlut í því að velja Adam Morrison með þriðja valrétt árið 2006, en það val er talið eitt það versta í langan tíma.
Bob Johnson, sem var fyrsti svarti eigandi stórliðs í bandarískum íþróttum, borgaði 300 milljónir til að koma liðinu inn í NBA, en hefur tapað 150 milljónum til viðbótar síðan þá, þar sem erfitt hefur reynst að fá áhorfendur á leiki. Þar átti Jordan að hjálpa til, en hann er í guðatölu í Norður Karólínuríki þar sem hann fæddist og ólst upp áður en hann leiddi University of North Carolina til meistaratitils árið 1982.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Fjármál, NBA | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning