Færsluflokkur: Fjármál

Jordan kaupir Charlotte Bobcats

Michael JordanMichael Jordan, besti leikmaður í sögu körfuboltans, keypti í dag lið Charlotte Bobcats, en Bobcats unnu í nótt æsispennandi leik gegn Memphis Grizzlies.

Bob Johnson, fyrrum eigandi liðins samþykkti kaupin í dag. Hins vegar á stjórn NBA á eftir að samþykkja þau, en líklegt er að þeir muni samþykkja þau á næstunni.

Jordan hefur svo sem ekki verið að skipta sér mikið af liðinu, en hann átti hlut í því að velja Adam Morrison með þriðja valrétt árið 2006, en það val er talið eitt það versta í langan tíma.

Bob JohnsonBob Johnson, sem var fyrsti svarti eigandi stórliðs í bandarískum íþróttum, borgaði 300 milljónir til að koma liðinu inn í NBA, en hefur tapað 150 milljónum til viðbótar síðan þá, þar sem erfitt hefur reynst að fá áhorfendur á leiki. Þar átti Jordan að hjálpa til, en hann er í guðatölu í Norður Karólínuríki þar sem hann fæddist og ólst upp áður en hann leiddi University of North Carolina til meistaratitils árið 1982.


Pistons til sölu

Detroit Pistons eru nú til söluDetroit Pistons, sem sitja í ellefta sæti austurdeildarinnar í NBA, eru nú til sölu, ef eitthvað má marka orðróma á vefsíðunni www.espn.com/nba.

Karen Davidson, sem er eigandi Pistons, er líklega í einhverjum fjárhagserfiðleikum, en eins og flestir vita þá er eitt skelfilegasta ástand sem nokkurn tíma hefur verið á heiminum núna.


Varadómarar munu byrja tímabilið

Því má búast við að sjá varadómara dæma fyrstu mánuði NBA-deildarinnar, en ástæða þess er sú að efnahagsástandið er gífurlegt og David Stern situr hugsi í "hvíta húsinu". Síðasta tilboði var hafnað af dómarafélagi NBA(NBRA), en gæti þó enn verið birta í málinu að sögn dómara.

Eins og fyrr segir gætu því varadómarar hafið leiktímabilið, en þeir gætu reynst alveg ágætlega þó að þeir búa ekki undir miklum væntingum, en yfir höfuð bitnar það á David Stern ef þeir standa sig ekki.

Dómarar eru vel reyndir í NBA og gætu varadómarar því þurft að dæma nokkra æfingaleiki áður en þeir fara út í alvöruna, en þeir hafa "Training Camp" til undirbúnings og svo geta þeir sótt dómaranámskeið.


(Tim Donaghy, fyrrverandi NBA dómari.)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband