Úrslit næturinnar - Powe spilaði gegn sínum gömlu félögum
26.2.2010 | 17:16
Leon Powe spilaði í nótt sinn fyrsta leik á tímabilinu með Cleveland og sinn fyrsta leik gegn Boston Celtics. Hann lék í tæpar 4 mínútur og skoraði 4 stig og tók 2 fráköst.
Cleveland unnu leikinn auðveldlega, 88-108, en LeBron James skoraði 36 stig, tók 7 fráköst og gaf 9 stoð-sendingar.
Í spennutrylli næturinnar unnu Milwaukee Bucks nauman sigur á Indiana Pacers, 108-112, þar sem Brandon Jennings skoraði 18 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst.
Í leik númer þrjú unnu Denver Nuggets svokallaðan "Billups-sigur" á Golden State Warriors en Chauncey Billups skoraði 37 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst.
Boston 88 -108 Clevaland
Indiana 110 - 112 Milwaukee
Golden State 112 - 127 Denver
Tólf leikir fara fram á morgun sem þýðir að sex lið sitja hjá. Skemmtilegir leikir verða á dagskrá eins og til dæmis Washington-New York, Houston-San Antonio og Atlanta-Dallas.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning