Úrslit næturinnar - Boston með þrjú töp í röð

Ray Allen keyrir upp að körfu PistonsBoston töpuðu gegn Detroit Pistons í nótt, 92-86, en þetta var fyrsti leikur Rasheed Wllace eftir meiðsli, og gegn gamla liði sínu.

Sheed skoraði 16 stig og tók 7 fráköst, en Rajon Rondo var að venju svakalegur, með 21 stig, 7 stoðendingar og 8 fráköst.

Tim Duncan skoraði 14 stig og reif niður 10 fráköst í tapleik San Antonio Spurs gegn Utah Jazz, en hann er með 19.998 stig á ferlinum, vantar tvö stig í 20.000 stigin.

Chris Bosh var stigahæstur í nótt með 44 stig, en í framlengdum leik Denver og Golden State, skoraði Monta Ellis 39 stig, gaf 10 stoðsendingar og 6 fráköst, en hjá Nuggets var Chauncey Billups með 37 stig, 8 stoðsendingar og 8 fráköst.

Washington 93 Dallas 94
Charlotte 104 Miami 65
Atlanta 108 Sacramento 97
Philadelphia 90 Portland 98
Orlando 109 Indiana 98
Detroit 92 Boston 86
Minnesota 92 Oklahoma City 94
New Orleans 113 Memphis 111
Milwaukee 113 Toronto 107
Phoenix 118 New Jersey 94
San Antonio 98 Utah 105
LA Clippers 104 Chicago 97

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband