Færsluflokkur: NBA
Williams kominn aftur - Hvað þýðir það fyrir Iverson?
21.12.2009 | 21:48
Bakvörðurinn Lou Williams er snúinn aftur eftir meiðsli og var með 6 stig og 4 stoðsendingar í leik Philadelphia 76ers gegn LA Clippers á laugardaginn.
Allen Iverson hins vegar situr á hliðarlínunni um þessar mundir, en hann er meiddur á hné og á öxl. Iverson var ráðinn til Sixers til spila bakvörð á meðan Williams væri meiddur, en nú er Williams kominn aftur, svo hvað verður um Iverson?
Bakverðir Sixers eru þrír, nýliðinn Jrue Holiday, Allen Iverson og Louis Williams, en enginn af þessum leikmönnum er neitt lélegir svo það verður erfitt fyrir Eddie Jordan að stilla byrjunarliðinu upp, sérstaklega í litlu stöðunum (bakvörður og skotbakvörður).
NBA | Breytt 22.12.2009 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Úrslit næturinnar
21.12.2009 | 11:53
Raptors 98 - 92 Hornets
Grizzlies 102 - 96 Nuggets
Celtics 122 - 104 Wolves
Pistons 81 - 93 Lakers
Heat 95 - 102 Blazers
Mavs 102 - 95 Cavs
Knicks 98 - 94 Bobcats
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðeins tveir dómarar dæmdu leik Boston og Wolves - NYK unnu Bobcats
21.12.2009 | 11:41
Einungis tveir dómarar dæmdu leik Boston Celtics og Minnesota Timberwolves í nótt, en fleiri komust ekki leiðar sinnar vegna illveðurs. Boston unnu viðureignina með 16 stigum,
114-122.
Þá unnu New York Knicks tæpan sigur á Charlotte Bobcats, 98-94, en Gerald Wallace var ekki með Bobcats-mönnum í þeim leik.
Úrslit næturinnar koma innan skamms.
NBA | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Raptors - Hornets (umfjöllun)
20.12.2009 | 21:50
Leikur Toronto Raptors og New Orleans Hornets var í þann veginn að klárast, en Raptors unnu þægilegan sex stiga sigur, 98-92. Hornets komust aldrei nema 5 stigum yfir og Chris Bosh var í miklu stuði hjá Raptors.
Fáir leikmenn Hornets náðu sér á strik, en atkvæðamesti maður þeirra var David West með 21 stig og 12 fráköst, en hins vegar gerði hann þrjár villur.
Chris Paul kom sér engan veginn á blað en hann var með 7 stoðsendingar, 8 fráköst, 10 stig og 5 tapaða bolta. Hins vegar var nafni hans, Chris Bosh, í stuði með 25 stig, 11 fráköst og 2 stoðsendingar, en hann tapaði hins vegar 6 boltum, sem er ekki gott.
Raptors hafa unnið báðar viðureignir liðanna á tímabilinu, en þau mættust í byrjun nóvember í New Orleans og þá báru Raptors sigur af hólmi, 90-107. Raptors eru nú komnir í 8. sæti austursins en Hornets-menn sitja fastir í 10. sætinu í vestrinu með 12 sigra og 14 töp.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bonner handleggsbrotinn
20.12.2009 | 14:43
Miðherji San Antonio Spurs, Matt Bonner, mun ekki leika með liðinu næstu vikurnar, en hann brotnaði á hægri handlegg í nótt, gegn Indiana Pacers.
Ekki er vitað hvenær Bonner snýr aftur til leiks, en læknar Spurs munu skoða málið á morgun, að sögn heimasíðu www.nba.com.
Bonner skoraði 7 stig og tók 2 fráköst í nótt á einungis tæpum fimm mínútum. Spurs unnu með einu stigi, 100-99, á AT&T Center.
Mikill missir fyrir Spurs þarna á ferð, en Bonner er með 8,4 stig og 4,5 fráköst, sem komið er alla vega.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Duncan kláraði Pacers
20.12.2009 | 10:40
San Antonio Spurs unnu Indiana Pacers með einu stigi á AT&TCenter. Tim Duncan tróð í andlitið á Roy Hibbert þegar 4,9 sekúndur voru eftir, eða svo, og kom Spurs yfir með stigi. Þá átti T.J. Ford erfitt þriggja stiga skot, en það geigaði, og Spurs unnu með einu stigi, 100-99.
Magic 92 - 83 Blazers
Bobcats 102 - 110 Jazz
Sixers 107 - Clippers 112
Bulls 101 - 98 Hawks
Nets 84 - 103 Lakers
Rockets 95 - 90 Thunder
Bucks 95 - 96 Kings
Spurs 100 - 99 Pacers
Suns 121 - 95 Wizards
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Carl Landry tannbrotinn
19.12.2009 | 19:09
Framherji Houston Rockets, Carl Landry, tannbrotnaði í leik gegn Dallas Mavericks í nótt, en hann lenti í samstuði við Þjóðverjann Dirk Nowitzki.
Landry missti fimm tennur, en Nowitzki keyrði að körfunni, dúndraði olnboganum óvart í munn Landry og hann tannbrotnaði. Meðal annars festust tvær tennur Landry í olnboga Nowitzki, en Nowitzki og Landry yfirgáfu báðir leikinn.
Landry skoraði einungis 2 stig í leiknum, en hann spilaði bara 6 og hálfa mínútu í honum. Hann er með 16,0 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu.
NBA | Breytt 20.12.2009 kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
19.12.2009 | 11:42
Raptors 118 - 95 Nets
Hawks 96 - 83 Jazz
Celtics 97 - 98 Sixers
Cavs 85 - 82 Bucks
Grizzlies 107 - 94 Pacers
Wolves 112 - 96 Kings
Hornets 98 - 92 Nuggets
Knicks 95 - 91 Clippers
Thunder 109 - 98 Pistons
Mavs 108 - 116 Rockets
Warriors 109 - 118 Wizards
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Thunder unnu Pistons (umfj.)
19.12.2009 | 11:40
Detroit Pistons heimsóttu Oklahoma City Thunder í nótt og var spilaður skemmtilegur leikur þar.
Detroit byrjuðu mun betur, en Rodney Stuckey var sjóðandi heitur í fyrsta en Pistons leiddu eftir hann, 24-27.
Kevin Durant aftur á móti fór að taka sig saman í andlitinu í öðrum leikhluta og leiddi lið sitt til eins stig sigur í hálfleik, 62-61.
Jeff Green átti glimrandi þriðja leikhluta, en Russel Westbrook var duglegur við að gefa boltann á hann þar sem Green var sjóðandi heitur alls staðar á vellinum.
Thunder unnu með 11 sigum, 109-98, en stigahæsti maður leiksins var Rodney Stuckey með 31 stig, en hann tók einnig 5 fráköst. Kevin Durant skoraði 27 stig og tók 6 fráköst, en nýliðinn James Harden skoraði 14 stig.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spennandi leikur í Boston
19.12.2009 | 03:22
Í nótt fór fram svakalegur leikur en þar mættust Philadelphia 76ixers og Boston Celtics. Celtics voru yfir allan leikinn og voru komnir 15 stigum yfir í öðrum leikhluta, en í hálfleik gerðist eitthvað með lið Sixers sem minnkuðu jafnt og þétt muninn og í lokin skiptust liðin á að hafa forystuna.
Celtics leiddu með einu stigi þegar Sixers fór í sína síðustu sókn. Marreese Speights átti skot á körfuna sem geigaði, en eftir mikla baráttu undir hringnum náði Elton Brand að blaka boltanum í körfuna og koma Sixers yfir, 98-97. Celtics höfðu 7,7sekúndur en það dugði ekki og gestirnir frá Philadelphiu unnu sætan og óvæntan sigur. Hægt er að sjá tölfræði leiksins hér.
Elton Brand skilaði 23 stigum af bekknum og Mareese Speights skoraði 17 og tók 10 fráköst. Andre Igoudala skoraði 18 stig, en Allen Iverson var ekki með í leiknum vegna meiðsla á hné og öxl. Hjá Boston var Kevin Garnett stigahæstur með 21 stig, en Kendrick Perkins skilaði tröllatvennu, 12 stig og 16 fráköst.
NBA | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)