Færsluflokkur: NBA

Úrslit næturinnar - Magic unnu grannaslaginn

Jermaine O'Neal ver skot frá Dwight HowardGrannaslagur Orlando Magic og Miami Heat fór fram í nótt. Orlando unnu nauman sigur, 108-102, og með því jöfnuðu þeir seríu liðanna á tímabilinu, 2-2 (Miami unnu fyrstu tvo).

Dwight Howard var í villuvandræðum í leiknum, skoraði einungis 10 stig og 11 fráköst á rúmum 30 mínútum. Rasard Lewis átti stórkostlegan leik með 24 stig, 11 fráköst og 50% nýtingu í þriggja stiga skotum. Auk þess skoraði Vince Carter 27 stig og gaf 6 stoðsendingar.

Dwyane Wade skoraði 36 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jermaine O'Neal skoraði 14 stig, tók 6 fráköst og varði 5 skot og auk þess var Dorell Wright góður í leiknum, en hann gerði 9 stig og tók 7 fráköst.

Í leik Denver Nuggets og New Orleans Hornets voru Denver með forystuna allan tímann, en Hornets leiddu mest með 4 stigum, sem var rétt í byrjun leiks.

Carmelo Anthonyu, þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar skoraði 26 stig og tók 18 fráköst, en hann hefur aldrei á ferli sínum tekið jafn mörg fráköst í einum leik. Nene Hilario skoraði 20 stig, tók 6 fráköst, gaf 5 stoðsendingar, stal 5 boltum og varði 3 skot, en auk þess skoraði hann úr 8 af 12 skotum sínum.

Hornets töpuðu samtals 19 boltum, sem er ansi mikið, en Marcus Thornton skoraði 15 stig og tapaði aðeins einum. David West og Darren Collinson töpuðu samanlagt 10 boltum (5 tapaðir hver), sem er meira en 50% af liðinu, og ekki bættu þeir það upp þegar að villum kemur, því West braut 5 sinnum af sér, og Collinson fjórum sinnum.

Fleiri leikir fóru ekki fram í nótt, en margir áhugaverðir fara fram í kvöld, meðal annars þegar Boston Celtics heimsækja Houston Rockets, og svo etja Utah Jazz og Phoenix Suns kappi.


Úrslit næturinnar

NBA - Úrslit næturinnar

Úrslit næturinnar


Temple til Spurs

Garret TempleSan Antonio Spurs bættu í gær við sig fjórtánda leikmanninum, sem er nýliðinn Garret Temple.

Temple er 198 cm skotbakvörður/bakvörður, en hann er þegar búinn að spila fyrir Sacramento Kings og Houston Rockets á tímabilinu.

Hann er með 4,0 stig að meðaltali í leik, 73,4 prósent nýtingu í vítum og 1,2 fráköst. 

Nú er meðalaldur Spurs-liðsins nákvæmlega 27 ár, en á síðasta tímabili (2008-2009) var hann um 31 ár.


Úrslit næturinnar - Carmelo með 45 stig í tapi Nuggets

Carmelo AnthonyHouston Rockets unnu Denver Nuggets í nótt, 125-123, þar sem Carmelo Anthony skoraði 45 stig og reif niður 10 fráköst. Í liði Rockets var Aaron Brooks með 31 stig og 9 stoðsendingar.

Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann, en stærsti munurinn var 16 stig (Houston). Louis Scola skoraði jöfnunarkörfu leiksins þegar um hálf mínúta var eftir (123-123) og tók síðan frákast eftir sveifluskot hjá Nene Hilario sem geigaði, gaf á Aaron Brooks og hann fékk tvo skot (1/2).

Los Angeles Lakers unnu enn einn spennusigurinn á Golden State Wrriors, en nú fór leikurinn 121-124.

Steph Curry skoraði 29 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst, en hann var með 5 af 9 í þriggja stiga skotum. Kobe Bryant skoraði 29 stig, en auk þess tapaði hann 9 boltum.

Philadelphia 84 New York 94
Boston 119 Detroit 93
Houston 125 Denver 123
Utah 112 Washington 89
Golden State 121 LA Lakers 124
LA Clippers 100 New Orleans 108

Fyndin nöfn úr NBA

Hér er hægt að sjá nokkur fyndin nöfn á leikmönnum úr NBA-deildinni.

O'Neal sendur í sturtu eftir viðskipti við Sammy D

Jermaine O'NealJermaine O'Neal var sendur í sturtu í leik Philadelphia 76ers og Miami Heat í nótt fyrir að slá í andlit Samuel Dalembert í miðjum þriðja leikhluta.

O'Neal var búinn að fá sína fyrstu tæknivillu og var því rekinn út, en Dalembert fékk sína fyrstu með þessum viðskiptum og hélt því áfram.

Rétt fyrir átökin hafði Dalembert potað í auga O'Neal, en þá líklega óvart. Eftir eitt leikhlé hófst "slagurinn" þar sem aðilarnir hlupu upp völlinn og beittu brögðum sínum bæði í einu. Villa var dæmd og O'Neal varð pirraður og tók í andlit Dalembert, og þannig kvaddi hann leikinn.


Úrslit næturinnar

LeBron James Cleveland Cavs unnu Boston Celtics í nótt.
 
Indiana 94 Milwaukee 98
Boston 93 Cleveland 104
Philadelphia 91 Miami 104
Charlotte 96 Orlando 89
Utah 111 Oklahoma City 119
Toronto 98 Portland 109
New Orleans 106 Phoenix 120
Minnesota 100 Sacramento 114
 
Stig: Dwyane Wade (MIA) með 38 stig.
Fráköst: Dwight Howard (ORL) með 16 fráköst.
Stoðsendingar: Deron Williams (UTA) með 14 stoðsendingar.

Hughes kominn á samning - Fær hann að spila hjá Bobcats?

Larry HughesCharlotte Bobcats sömdu í gær við skotbakvörðinn Larry Hughes, en honum hefur gengið erfiðlega að fá að spila undanfarið.

Honum var skipt með Ben Wallace til Chicago Bulls tímabilið 2007-08, þaðan til New York Knicks í fyrra, núna rétt fyrir lokun á skiptaglugganum til Sacramento Kings, og síðan semur hann við Charlotte.

Já, síðustu ár hafa verið erfið hjá honum, en hann á svo sem alveg að þekkja það að flytja.

Þess má geta að Gerald Wallace, stjarna liðsins, er meiddur og ekki er búist við honum á næstu dögum, svo Hughes gæti komið í stöðu hans og gert góða hluti, þó svo að hann hafi ekkert verið að "brillera" að undanförnu.


Úrslit næturinnar

Detroit 99 Atlanta 112
Orlando 109 Washington 95
Denver 125 Memphis 108
New York 128 Dallas 94
New Jersey 108 Houston 116
LA Clippers 88 San Antonio 118
Toronto 112 Golden State 124

Cedric Jackson til Spurs

Cedric JacksonBakvörðurinn Cedric Jackson samdi fyrir stuttu við San Antonio Spurs, en hann var hjá Cleveland Cavaliers síðast, og spilaði þar fimm leiki og skoraði 0,2 stig og gaf 0,4 stoðsendingar.

Spurs vantaði þrettánda manninn í lið sitt, og Cedric varð fyrir valinu og samþykkti beiðni þeirra um að koma í liðið.

Hann skoraði 15,8 stig, reif 5,1 fráköst og gaf 7,4 stoðsendingar að meðaltali í leik með neðri deildarliði sínu, Erie Bayhawks, auk þess sem hann var með 18 í framlagsstigi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband