Færsluflokkur: KKÍ
Reykjanes Cup Invitational í gangi
2.9.2009 | 17:10
Reykjanes Cup Invitational mótið er hafið, en mótið er æfingamót fyrir lið sem taka þátt í því. Liðin eru UMFN, UMFG, Keflavík, Stjarnan, Snæfell og Breiðablik. Mótin var opna með æsispennandi leik Snæfells og Grindavíkur, en í lokin náðu Snæfellingarnir að ýta á Grindjánana og seint í fjórða leikhluta áttu þeir um 10 stig.
Þá tóku heimamenn í Njarðvík á móti Keflvíkingum, en leikir þetta kvöld voru spilaðir í Ljónagryfjunni og var spilað góðan og skemmtilegan bolta, en þeir grænu kræktu sér í 11 stiga sigur, 89 - 78.
Guðmundur Jónsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 15 stig en þar á eftir komu Páll Kristinsson og Jóhann Árni Ólafsson með sín hvor 14 stigin. Stigahæstur Keflvíkinga var Hörður Vilhjálmsson með 26 stig, en þeir fengu eina tæknivillu og 2 ásetninga á sig á um það bil 10 mínútna kafla í leiknum og smullu ekki saman.
Logi Gunnarsson var ekki með gegn Keflavík vegna veikinda.
KKÍ | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Egill aftur í grænt
13.8.2009 | 22:38
Egill Jónasson hefur snúið aftur í UMFN án þess að spila hjá Horsens IC...
,,Ég kom heim úr byggingafræðinámi í Danmörku og hef hafið nám í orkutæknifræði hjá Keili, sagði Egill um vistaskiptin en í Danmörku lék hann með Horsens IC en hafði sig lítið í frammi sökum meiðsla.
,,Þetta verður bara skemmtilegur vetur hjá okkur í Njarðvík, við þekkjumst vel og það er gaman að hittast og spila aftur saman og við verðum pottþétt með lið sem verður í toppbaráttunni, sagði Egill brattur en hann er nú að verða betri í öðru hnénu.
KKÍ | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tommy Johnson í vesturbæinn
9.8.2009 | 15:42
Tommy Johnson hefur samið við KR-inga og mun spila þar næsta vetur. Johnson var í Íslandsmeistarahópi Keflavíkur 2008 og spilaði síðasta vetur með Jamtland í Svíþjóð, en lauk tímabilinu með enska liðinu Worchester Wolves.
KKÍ | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjálfaramál: Sigurður genginn til liðs við Solna
18.6.2009 | 18:33
Sigurður Ingimundarson gekk til liðs við sænska körfuknattleiksliðið Solna en undanfarin 20 ár hefur hann unnið við þjálfarastörf hjá Keflvíkingum en hann leiddi þá til titils tímabilið 2007-2008. Síðustu daga hefur hann verið í Svíþjóð að skoða aðstæður og margt annað. Guðjón Skúlason, Falur Harðarson, Jón Guðmundsson hafa staðið hátt á lofti í baráttu um hver tekur við Keflvíkingum. Hins vegar gæti Sverrir Þór Sverrisson tekið við en hann er leikmaður Keflvíkinga og leiddi kvennalið Keflvíkinga til Íslandsmeistaratitils fyrir skömmu.
Kevin McHale, sem hefur verið við stjórnborð Minnesota Timberwolves í 15 ár var rekinn frá félaginu en hann stýrði liðinu í um 1/3 af tímabilinu 2008-2009. Hann hefur verið í stjórn liðsins lengi og átti t.d. hlut í að Kevin Garnett var valinn í nýliðavalinu og að honum var skipt til Boston Celtics. Big Al skærasta stjarna T'Wolves var gáttaður á þessum fregnum enda McHale fínn þjálfari en hann gjörbreytti árangri liðsins en leiddi þá ekki í úrslitakeppnina. Hann spilaði 12 leiktímabil með Boston Celtics og vegna hans hafa Minnesota og Boston verið að skipta mikið á leikmönnum t.d. Ricky Davis-skiptin, Garnett-skiptin og fleiri en óvíst er hver sest í þjálfarastól Timberwolves.
(McHale á blaðamannafundi)
KKÍ | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Oddur Birnir Pétursson
13.6.2009 | 19:50
í honum en hann skoraði 17 stig, hirti 11 fráköst og gaf 1 stoðsendingu. Leikurinn var á móti KR og Oddur var með +15 í framlagsstigi sem er mjög gott. Oddur hefur spilað með einhverjm yngri-landsliðum og hefur staðið sig með sóma þar. Þessi leikmaður er í topp 10 af mínu mati í sínum aldurshóp. Hann er 190 á hæð og er snilli í Rússatroðslum. Framtíðarleikmaður þar á ferð, er aðeins nýliði núna. Hann er á 17. ári og er á fjölbrautaraldri.
KKÍ | Breytt 14.6.2009 kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón Orri í KR á næsta tímabili
13.6.2009 | 12:25
Jón Orri Kristjánsson gekk sl. miðvikudag í raði KR-inga en Jón spilaði með Þórsurum á Akureyri á síðasta leiktímabili. Hann skoraði 220 stig í 22 leikjum eða 10,0 stig að meðaltali í leik, hirti 7,0 fráköst og gaf 1,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Þessi 26 ára gamli miðherji var með 5 tvöfaldar tvennur á síðasta leiktímabili og lék 26:32 mínútur að meðaltali í leik.
Hann hóf sinn feril á Akranesinu en spilaði 2 tímabil með ÍR.
Jón að semja við Akureyringa.
KKÍ | Breytt 14.6.2009 kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitthvað fer nú að gerast
11.6.2009 | 22:20
Njarðvíkingar, sem hafa ekki unnið Íslandsmeistaratitil þrjú tímabil í röð voru nú í dag að fá sprengju af leikmönnum þegar þeir kynntu nýja leikmenn í Sparisjóðnum í Njarðvík. Logi Gunnars samdi en þó þannig að hann geti farið út ef boð berst, Jói Ólafssem spilaði í Þýskalandi með Merlins í fyrra samdi við Njarðvíkinga, Frikki samdi líka, Krissi byss(Kristján Sigurðsson) samdi og Rúnni Erlings, Palli og Maggi Gunn voru búnir að semja. Gummi Jóns samdi líka en hann spilaði hjá Þór Akureyri í fyrra, enda formaður Njarðvíkinga Jón Guðlaugsson pabbi Gumma. Hins vegar endurnýjuðu Logi, Maggi og Frikki Stef því þeir spiluðu í grænu í fyrra líka. Njarðvíkingar rifu alla samninga eftir tímabilið svo að þriggja ára samningur Loga er ekki í heiminum lengur. Tólf manna hópur Njarðvíkinga er svona:
Logi Gunnarsson
Jóhann Árni Ólafsson
Páll Kristinsson
Friðrik E. Stefánsson
Friðrik Óskarsson
Kristján R. Sigurðsson
Grétar Már Garðarsson
Hjörtur Hrafn Einarsson
Guðmundur Jónsson
Magnús Þór Gunnarsson
Rúnar Ingi Erlingsson
Elías Kristjánsson
Hinir:
Óli Ragnar Alexandersson
Andri Fannar Freysson
Ólafur H. Jónsson
Hilmar Hafsteinsson
Sævar Sævarsson
Oddur Birnir Pétursson
....og fleiri
Jói Ólafs.
Njarðvíkurliðið 2008-2009.
KKÍ | Breytt 14.6.2009 kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Helgi Már: Spila með KR ef ég verð heima
3.6.2009 | 17:25
Helgi Már Magnússon leikmaður Íslandsmeistara KR er kominn til Svíþjóðar þar sem unnusta hans, landsliðskonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, leikur knattspyrnu með Djurgarden. Sá möguleiki er fyrir hendi að þau hjúin framlegi dvöl sína í Stokkhólmi fram á næsta vetur og yrði það mikil blóðtaka fyrir KR.
Þú ert kominn alla leið til Svíþjóðar. Hvernig kom það til og hvað verður þú lengi úti?
Fljótlega eftir áramót fékk Gunna tilboð frá Djurgarden um að spila með þeim í sumar. "Stelpurnar okkar" eru náttúrulega að fara á EM í sumar og að spila sem atvinnukona í einni af sterkustu deildum evrópu er góður undirbúningur fyrir það. Ég verð hérna allavega fram í júli, sjáum til með framhaldið.
KKÍ | Breytt 14.6.2009 kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland í beinni á RÚV í dag
3.6.2009 | 14:35
Einn leikur er á dagskrá hjá íslensku liðunum á Smáþjóðaleikunum í dag. Karlalið Íslands mætir heimamönnum í Kýpur kl. 20.30 að staðartíma en það gerir 17.30 hér á Fróni. Leikurinn verður í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.
Eins og margir vita sauð upp úr fyrir tveimur árum þegar Ísland var að landa sigri á Smáþjóðaleikunum í Mónakó 2007. Því má búast við miklu fjöri í dag.
Við rústuðum Möltu 93-53 á mánudaginn en þá fór Paxel(Páll Axel Vilbergss.) mikinn
fyrir Íslendinga og á vonandi eftir að gera það aftur kl. 17.30 í dag.
KKÍ | Breytt 14.6.2009 kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rúnar sömu leið og Palli (nema ef tilboð býðst úti)
2.6.2009 | 17:56
Leikstjórnandinn Rúnar Ingi Erlingsson er einn af þeim fjölmörgu leikmönnum sem ákváðu að snúa aftur í Ljónagryfjuna og leika með Njarðvíkingum á næstu leiktíð. Rúnar lék upp alla yngri flokkana með Njarðvík þar sem hann varð margfaldur Íslands- og bikarmeistari. Rúnar hefur síðustu tvö leiktímabil alið manninn í Kópavogi og var á Lokahófi KKÍ valinn besti ungi leikmaður Iceland Express deildarinnar á síðustu leiktíð. Rúnar horfir þó Vestur til hafs og vill út í nám sem fyrsta valkost.
,,Það gengur ekki vel að finna skóla og allt útlit fyrir að ég verði í Njarðvík í eina leiktíð áður en ég fer út, sagði Rúnar Ingi í samtali við Karfan.is. ,,Ég aflaði mér mikillar reynslu hjá Breiðablik og náði þar öllum mínum markmiðum og er alveg hrikalega þakklátur fyrir þann tíma. Það er erfitt að kveðja Breiðablik núna en ég þarf að halda áfram að fara upp á við og það er komið að því að spila stærri leiki fyrir betra lið, sagði Rúnar Ingi og sagði vissulega eftirsjá í Blikum.
,,Maður er búinn að eignast góða vini þarna í liðinu og manni var alltaf tekið eins og heimamanni. Það er því í raun erfiðara að fara frá Blikum núna en Njarðvík á sínum tíma. Ég var mikilvægari hlekkur í Blikaliðinu heldur en í Njarðvíkurliðinu þegar ég fór, sagði Rúnar sem vonast eftir stóru hlutverki í Njarðvík.
,,Ég kem í Njarðvík til að halda áfram að vinna í því sem ég hef verið að gera síðustu ár. Ég geri mér grein fyrir því að ég mun ekki spila 37 mínútur í leik en markmiðið mitt er að vera byrjunarliðsmaður. Það hafði líka áhrif á mína ákvörðun að Njarðvíkingum vantaði leikstjórnanda og ég tel mig vera rétta manninn í það hlutverk, sagði Rúnar sem leikur á ný með Njarðvík á næstu leiktíð nema ef tilboð komi um að fara í nám við bandarískan háskóla.
Rúnar Ingi fór mikinn með Blikum á síðustu leiktíð með 9,7 stig að meðaltali í leik, 5,0 stoðsendingar og 3,6 fráköst.
Rúnar í yngri flokkum
KKÍ | Breytt 14.6.2009 kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)