Fjölnir - Laugdælir
Keflavík - Hamar
Njarðvík - Þór Akureyri
Snæfell - Haukar
30.1.2010 | 16:33
Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, átti afmæli í gær og er sambandið orðið 49 ára gamalt. Það var sett þann 29. janúar árið 1961 og stofnað af Körfuknattleiksráði Reykjavíkur, Íþróttabandalagi Suðurnesja, Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar, Íþróttabandalagi Keflavíkur, Íþróttabandalagi Akureyrar og Íþróttabandalagi Vestmannaeyja.
Fyrsti formaður KKÍ var Bogi Þorsteinsson en nú er Hannes S. Jónsson formaður sambandsins.
Á næsta ári verður KKÍ því 50 ára sem verður án efa viðburðarríkt og mun sérstök afmælisnefnd koma að því að halda upp á afmælið á því ár.
KKÍ | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2010 | 17:30
Í kvöld klukkan 19:15 fer fram Suðurnesjaslagur milli Njarðvíkinga og Grindvíkinga.
Leikurinn verður sýndur beint á netvarpi www.sporttv.is, en snillingarnir hjá þeim ætla vonandi að bjóða áhorfendum þeirra upp á hörkuleik.
Síðasti leikur liðanna var í röstinni og var boðið upp á hörkuleik þá. Grinvíkingar leiddu allan tímann, en Njarðvíkingar náðu að skara fram úr og vinna sjö stiga sigur, 67-74.
KKÍ | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2010 | 14:56
Nick Bradford lék sinn fyrsta leik með liði Njarðvíkur í gærkvöldi og var heldur betur að standa sig því hann var með 16 stig og 4 fráköst. Stigahæstir Njarðvíkinga voru þeir Guðmundur Jónsson og Kristján Rúnar Sigurðsson sem skoruðu 19 stig, auk þess sem Kristján gaf 4 stoðsendingar.
Leikurinn fór 113-93 fyrir heimamönnum í Njarðvík, en nokkrir ÍR-ingar náðu sér á strik í leiknum. Nýi kanninn þeirra, Michael Jefferson, skoraði 18 stig en stigahæstur og bestur í liði ÍR-inga var Nemanja Sovic.
Úrslit úr öðrum leikjum er hægt að sjá hér.
KKÍ | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 15:18
Framherjinn Nick Bradford samdi við topplið Njarðvíkur á laugardaginn. Hann vann titil með liði Keflavíkur á árum áður, en síðast spilaði hann með Grindvíkingum hér á landi.
Á þessu tímabili spilaði hann í Finnlandi en var rekinn úr liði sínu þar vegna ummæla á samherjum sínum á síðu sinni á www.twitter.com.
Meiri upplýsingar er hægt að finna hér.
KKÍ | Breytt 12.1.2010 kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009 | 01:01
Njarðvík völtuðu yfir FSu í Ljónagryfjunni, en staðan var 99-47. Sannkallað rúst sem þarna er á ferð en Guðmundur Jónsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 17 stig. Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Ólafsson skoruðu 16 stig hvor. Allir hjá Njarðvík spiluðu vel, en stigahæstur hjá FSu var Kjartan Kárason með 13 stig. Það var mikil stemning í Ljónagryfjunni enda á heimavelli Njarðvíkur.
KKÍ | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2009 | 18:00
Dregið var í 8-liða úrslit Subway-bikars KKÍ í dag en þar mætti enginn annar en Egill "Gillzenegger" Einarsson til þess að draga og komu nokkrir spennandi leikir upp úr skálinni góðu sem fróðlegt verður að sjá, en erkifjendurnir á Suðurnesjunum, Njarðvík og Keflavík eigast við í Toyota-höllinni í karlaboltanum.
Í kvennaboltanum verður skemmtilegt að sjá hvernig leikur Keflavíkur og Hamars fer, en Hamarsstúlkur slógu út taplausar KR-konur.
8-liða úrslit karla:
Snæfell - Fjölnir
Keflavík - Njarðvík
Tindastóll - Grindavík
Breiðablik - ÍR
Keflavík mætir Njarðvík í bikarnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
KKÍ | Breytt 17.12.2009 kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2009 | 14:44
Í gær fóru fram stjörnuleikir KKÍ og var mikið húllum hæ þar á ferð. Fyrst fór fram stjörnuleikur kvenna sem var daufur í bragði, en Iceland Express-liðið fór með sigur af hólmi, 103-85 á Shell-liðinu. Michele DeVault, leikmaður Grindavíkur, skoraði 32 stig fyrir Iceland Express-liðið, en leikmaður vallarins, Heather Ezzel, var með 10 stoðsendingar, 13 fráköst og 29 stig.
Á milli leikjanna var haldin þriggja stiga keppni karla haldin(undankeppni) og í fjögurra manna úrslitum voru Magnús Þór Gunnarsson, Sean Burton, Andre Dabney og Guðjón Skúlason en í hálfleik voru þau haldin og Magnús Þór var með 16 stig, Andre Dabney og Guðjón 9, en síðan var það Burton með 15 stig svo Magnús er þriggja stiga kóngur Íslands árið 2009!!
John Davis er troðslumeistari Íslands árið 2009, en eini íslenski keppandinn í henni var Ólafur Ólafssn sem þurfti a sætta sig við annað sætið í keppninni. Ólafur, sem leikur með Grindavík, vann tímabilið 2007-08 en óskum Davis, leikmanni Ármanns til hamingju með titilinn!
"Celeb"-leikurinn fór fram fyrir karlaleikinn og var hörku spenna þar. Gömlu landsliðsmennirnir unnu, 39-27, en Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, var stigahæstur í öllum leiknum með 8 stig en hjá þeim frægu voru Sverrir Bergmann og Bergur Þór Ingólfsson báðir með 6 stig. Þá skoraði Egill "Gilzenegger" Einarsson var með 5 stig. Þá tók Sverrir Bergmann 7 fráköst og Auddi var með þokkalegar sendingar.
Karlaleikurinn var skemmtilegur. Shell-liðið vann með 5 stigum, 134-129, en Cristopher Smith var með 32 stig og 13 fráköst. Maður leiksins var Andre Dabney, í Shell-liðinu með 11 stoðsendingar og 7 stig, en Smith, sem spilar hjá Fjölni lék fyrir IE-liðið. Jóhann Ólafsson, leikmaður UMFN skoraði 11 stig fyrir IE-liðið en Justin Shouse og Sean Burton gáfu báðir 7 stoðsendingar fyrir IE-liðið.
KKÍ | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2009 | 18:55
Í gær fór fram bræðraslagurinn í íslenska körfuknattleiknum, en Njarðvíkingar fengu heimsókn í Ljónagryfjuna frá Keflvíkingum. Bæði lið voru með 7-1 fyrir leikinn og höfðu einnig bæði fallið gegn Stjörnunni sem eru með 7-2 núna eftir að hafa unnið KR í gærkvöld.
Njarðvíkingar byrjuðu frekar illa en leikurinn fór af stað með látum. Þeir náðu þó að komast yfir eftir um það bil eina mínútu en þeir héldu forskotinu sínu allan tímann eftir það.
Leikurinn fór 76-63 fyrir Njarðvíkingum og mega Keflvíkingar fara svekktir heim í Toyota-höllina sína.
Kristján "Byss" Sigurðsson fór á kostum í leiknum og skoraði 21 stig en hann var með 5 af 9 í þristum. Magnús Þór Gunnarsson skilaði einnig 21 stigi og nokkrum stoðsendingum. Hinn 214 cm hái Egill Jónasson spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og tók 5 fráköst, varði 2 skot en skoraði ekkert. Þá skoraði Friðrik Erlendur Stefánsson 3 stig og reif 13 fráköst, en eins og Egill varði hann 2 skot.
Í liði Keflvíkinga skoraði Rashon Clark einungis 6 stig, en eftir þriðja leikhluta var hann með 1 stig. Hann skoraði svo 5 stig á lokamínútunni. Hörður Axel Vilhjálmsson var með 21 stig og Sigurður Þorsteinsson var með 17 stig og 9 fráköst.
Jóhann var fanta-
góður í leiknum með
14 stig.
KKÍ | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2009 | 09:30
Við höfum gert nýja skoðanakönnun hér á NBA.blog.is og er spurt um hverjir verða Íslandsmeistarar í ár. Hægt er að velja um nokkur lið, en auk þess getur maður gert Annað lið sem er ekki í könnuninni, en þá er það Tindastóll, ÍR, Breiðablik og fleiri, staða IE-deildarinnar er svona:
1. | Njarðvík | 5/0 | 10 |
2. | Stjarnan | 5/0 | 10 |
3. | Keflavík | 4/1 | 8 |
4. | KR | 4/1 | 8 |
5. | Snæfell | 3/2 | 6 |
6. | Hamar | 3/2 | 6 |
7. | Grindavík | 2/3 | 4 |
8. | ÍR | 2/3 | 4 |
9. | Tindastóll | 1/4 | 2 |
10. | Breiðablik | 1/4 | 2 |
11. | Fjölnir | 0/5 | 0 |
12. | FSu | 0/5 | 0 |
KKÍ | Breytt 9.11.2009 kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2009 | 20:42
Fyrstu deildarlið Hauka er spáð 1. sæti í deild þeirra í körfuknattleik og er mjög líklegt að svo verði, en þeir eru með ungt, gott og efnilegt lið. Einnnig eru reynsluríkir leikmenn hjá félaginu sem hjálpa þeim ungu og óreyndu leikmönnum sem streyma til liðsins.
Svona lítur spáin út:
KKÍ | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)