Færsluflokkur: KKÍ

Úrslitakeppni KKÍ - Spáin þín

KKíNú erum við búnir að setja upp "Brackets" fyrir Úrslitakeppni KKÍ. Þú getur sett inn þína spá hér.

 

 

 

 


8-liða úrslit

1. KR
8. ÍR

2. Keflavík
7. Tindastóll

3. Grindavík
6. Snæfell

4. Stjarnan
5. Njarðvík

Undanúrslit

?
?

?
?

Úrslit

?
?


Magnús verður klár fyrir aðra umferð í úrslitakepninni

Magnús Gunnarsson semur við U.M.F.N.Bakvörðurinn Magnús Þór Gunnarsson hefur verið fjarri góðu gamni í liði Njarðvíkur í síðustu tveimur leikjum liðsins sökum meiðsla. Óttast var að Magnús hefði slitið liðband en Magnús fór í speglun í dag þar sem annað kom á daginn.

Samkvæmt spegluninni var liðband Magnúsar í lagi og sagðist hann í samtali við Karfan.is eiga von á því að koma inn í leik tvö í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar Njarðvík tekur á móti Stjörnunni í 8-liða úrslitum.
 
Magnús verður því ekki með í fyrsta leik liðanna þegar þau mætast í Garðabæ í næstu viku.
 
Hann er með 17,4 stig að meðaltali í leik hjá Njarðvíkingum sem og 4,4 fráköst og 3,8 stoðsendingar.

Úrslit kvöldsins

---

Leikjum kvöldsins er að ljúka og það er ljóst að KR verður deildarmeistari, sama hvernig fer í Hólminum því ÍR vann Grindavík 91-89, Tindastóll vann Fjölni 86-83 og það verða því Tindastóll og ÍR sem fara í úrslitakeppnina. Stjarnan vann Breiðablik 109-86. Njarðvík vann FSu 113-72 og Keflavík að vinna Hamar. Í Stykkishólmi er rúm mínúta eftir og þar leiðir KR 86-81.


Ilievski hættur hjá KFÍ

Borce Iliveski
Borce Ilievski er frábær þjálfari

KFÍ, Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, munu ekki hafa Borce Ilievski sem þjálfara að ári, en þeir unnu fyrstu deildina með vinningstölunni 16/2 og munu því spila í úrvalsdeild að ári.


mbl.is KFÍ skiptir um þjálfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð flautukarfa Jarvis kom ÍR í úrslitakeppnina


Haukur á leiðinni út í háskóla

Mehmet Okur, Haukur Páls og Hedo TurkogluFramherjinn og háloftafuglinn Haukur Pálsson, er á leiðinni til Maryland, en þar mun hann spila fyrir háskólaliðið og læra með því.

Sumarið 2009 ákvað hann að fara til Florida og spila (og læra) í Montverde-skólanum, sem var góð reynsla fyrir leikmanninn.

Margir Góðir háskólar, eins og Davidson-skóli, hafa verið á höttunum eftir Hauki, en Bob McKillop, þjálfari Davidson blómstraði af áhuga yfir honum.

Haukur mun semja formlega við liðið í apríl, en Maryland leika í ACC-deild háskólanna, sem talin hefur verið einn af tveimur bestu deildunum síðustu áratugi.

Þess má geta að lið eins og North Carolina, Virginia, Florida State, Clemson og Georgia Tech leika í riðlinum. NBA-leikmenn eins og Juan Dixon (hættur), Steve Francis (hættur) og James Gist (ekki á samningi) hafa leikið með skólanum.


20 ára afmælismót Nettó!

Nettó-mótid20 ára afmælismót Nettó fer fram um helgina. Mótin er betur þekkt sem Samkaupsmótið, en eftir að Samkaup í Reykjanesbæ skipti yfir í Nettó hefur það verið kallað Nettómótið.

Þetta er mikill áfangi og væntanlega verður þetta mót það stærsta í sögu þess.

Vegleg afmælisgjöf verður gefin krökkunum sem spila á mótinu í tilefni tvítugsafmælisins og boðið verður upp á Pizza-veislu í lok móts.

Einnig verður bíó fyrir alla, fyrir yngstu kynslóðina verður sýnd myndin Planet 51, sem er gerð af höfundum Shrek-myndanna og fyrir eldri krakkana verður myndin Old dog.


Helena Sverris spáir um úrslit Bikarsins

Helena Sverrisdóttir, leikmaður TCU í bandaríska háskólaboltanum, var í dag tekin í viðtal við Karfan.is. Aðspurð hver vinnur Subway-bikar kvenna segir hún að Haukar geti unnið þetta með baráttu og gleði.
 
Nú er ekki langt síðan Haukar og Keflavík léku síðast til bikarúrslita og þú manst væntanlega nokkuð vel eftir þeim leik. Gætir þú gefið okkur svona ,,hraðsoðna" lýsingu á þinni minningu í sambandi við bikarúrslitin 2007?
Ég man ekkert alltof mikið eftir þeim leik, nema að þetta var mjög jafnt og réðst ekki almennilega fyrr en í restina. Það er alltaf rosalega gaman að spila í Höllinni og það gerir leikinn sjálfan einhvern vegin stærri. Það var alveg frábært að ná sigri því ég vissi að það yrði langt í að ég myndi spila aftur í Höllinni.
 
Varðandi liðin núna, hvar eru styrkleikarnir og veikleikarnir?
Keflavík - Þær eru með mjög reynslumikið lið, stelpur sem hafa verið í þessu lengi og hafa spilað svona stóra leiki, ég held að það sé stór plús fyrir þær.
Haukar- Þær eru gríðarlega sterkan leikmann í Heather og svo það sem haukastelpurnar verða að gera er að koma óhræddar og ákveðnar í að gefa ekkert eftir.
 
Hvaða leikmenn telur þú að eigi eftir að stíga upp í leiknum?
Hjá Keflavík þá held ég að Birna og Bryndís eigi eftir að hafa sína solid leiki og ég hef mikla trú á að Pálína stígi upp og spili frábæra vörn á Heather og hjálpi liðinu í andlega þættinum. Hjá Haukum verður Heather að eiga stórleik, ég hef aldrei séð Kiki spila en hún er með solid tölur og þarf að spila vel. Það er vonandi að Telma og Ragna Margrét eigi góða leiki það er erfitt að eiga við þær í teignum, aðallega þar sem Keflavík er ekki með stórt lið.
 
Hvernig verður taktíkin, pressað frá fyrstu mínútu eða verður þetta rólegt framan af á meðan liðin eru að ná stærstu fiðrildunum úr maganum?
Ég gæti trúað að Keflavík myndi byrja þetta sterkt því þær vita um hvað þetta snýst. Ég vona að Haukastelpurnar komi óhræddar út, og berjist allar 40 mínúturnar, þegar trúin og og hungrið á sigri er til staðar þá er allt hægt.
 
Hvernig fer svo leikurinn?
Það er mjög erfitt að segja, ég vona bara að þetta verði jafn og sterkur leikur. Á pappír eiga Keflavík að taka þetta, en eins og ég sagði Haukarnir geta notað baráttu og gleði og komist mjög langt á því.
 
Komin er könnun í loftið um hver verður Subway-bikarmeistari árið 2010.

Ólafur Ólafs treður rækilega í "grillið" á Jeremy Caldwell

Jeremy Caldwell þurfti áfallahjálp við þessa troðslu frá Ólafi Ólafssyni, en Grinvíkingar (lið Ólafs) unnu Blika fyrir skömmu.

Ólafur ÓlafssonFyrir þá sem vita ekki hver Ólafur er er hann fyrrum tro'slukóngur Íslands (2008). Hann er fæddur árið 1990 og er uppalinn í Grindavík.

Hann spilaði erlendis í fyrra með unglingaliði, en hann kom aftur heim eftir úrslitakeppnina í fyrra og spilar með Grindavík núna.


Njarðvík verða Íslandsmeistarar

Halldór Karlsson (tv.) og Friðrik E. Stefánson (th.) fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2006Samkvæmt skoðendum www.nba.blog.is verða Njarðvíkingar Íslandsmeistarar karla árið 2010.

Langflestir sögðu að UMFN (Njarðvík) mundu vinna, en það voru um 80% sem kusu UMFN.

Við viljum þakka öllum þeim sem kusu innilega og vonum að þeir bestu vinnaWink

Hverjir verða Íslandsmeistarar karla á þessu tímabili?

Njarðvík 81% (174 atkvæði)
Grindavík 2% (5 atkvæði)
Stjarnan 2% (5 atkvæði)
KR 7% (15 atkvæði)
Keflavík 3% (7 atkvæði)
Snæfell 1% (4 atkvæði)
Annað lið 1% (4 atkvæði)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband