Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Ramon Sessions til Cavs

Minnesota Timberwolves skiptu á dögunum Ramon Sessions og Ryan Hollins til Cleveland Cavaliers auk valrétts í annarri umferð í nýliðavali næstu ára.

Fyrir þá fengu þeir Delonte West og Sebastian Telfair en West hefur verið hjá Cavaliers síðustu tvö leiktímabilin en Telfair kom í vetur.

Sessions skoraði 8,2 stig og gaf 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í vetur.


Antoine Wright til Kings

antoine wright

Sacramento Kings hafa náð samningum við bakvörðinn Antoine Wright en hann spilaði með Toronto Raptors á síðasta tímabili.

Þar skoraði hann 6,5 stig og tók 2,8 fráköst að meðaltali í leik en honum var skipt frá Dallas Mavericks til Raptors í fyrra sumar í Marion-skiptunum.


Barnes og Ratliff til Lakers

matt barnes og theo ratliff

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hafa framherjinn Matt Barnes og miðherjinn Theo Ratliff hafa gert samning við meistara Los Angeles Lakers.

Barnes gerði tveggja ára samninig upp á 3,6 milljónir dala en Ratliff gerði samning upp á eitt ár og rúmlega 1,30 milljónir dollara.


Tony Battie til Sixers

tony battie

Phildelphia 76ers hafa náð samningum við miðherjann Tony Battie en hann samdi við liðið um að spila með því næsta tímabil.

Battie spilaði með New Jersey Nets á síðasta tímabili en áður hafði hann spilað með Denver Nuggets, Boston Celtics, Cleveland Cavs og Orlando Magic.

Með Nets skoraði hann 2,4 stig að meðaltali í leik en hann ætti að hjálpa stóru mönnum Sixers með reynslu og dýpt, þar sem þeir eru ekki með marga miðherja.

Miðherjar þeirra eru Spencer Hawes, Mareese Speights og Jason Smith, sem allir eru einungis rétt rúmlega tvítugir, svo Battie ætti að koma með mikla reynslu til stóru mannanna en hann er 34 ára gamall.


Wes Matthews til Blazers

wes matthews

Bakvörðurinn Wesley Matthews hefur samið við Portland Trail Blazers en Utah Jazz jöfnuðu ekki tilboði Blazers þar sem hann var með "verndaðan" samning eins og flestir þekkja sem "restricted free agent".

Jazz tóku Raja Bell fram yfir Matthews en Bell hefur verið mikið meiddur upp á síðkastið og er orðinn þó nokkuð gamall (fæddur áriði 1976) svo Matthews hefði líklega verið betri kostur.

Matthews, sem er aðeins að verða 24 ára gamall, skoraði 9,3 stig og tók 2,3 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Jazz en það var nýliðatímabilið hans.


Tvífarar: Emeka Okafor og Taye Diggs

Allir tvífarar...


Jefferson endurnýjar við Spurs

richard jefferson

Richard Jefferson hefur endurnýjað samning sinn við San Antonio Spurs til fjögurra ára en hann sagði upp samningnum fyrr í sumar.

Samningurinn er gildir sem fyrr segir til fjögurra ára en hann er upp á 40 milljónir dala sem er launalækkun hjá honum en hann hefði fengið fimmtán milljónir á komandi tímabili sem er meira en hann mun fá.

Launalækkunin gerði Spurs kleift að ná sér í einn besta miðherja Evrópu, Tiago Splitter, og gera nýjan samning við þriggja stiga skyttuna Matt Bonner.

Jefferson átti afleitt tímabil í vetur en hann skoraði 12,3 stig að meðaltali í leik sem er lélegasta skor hans síðan á nýliðatímabili hans en þá skoraði hann 9,4 stig í leik.


Heat bæta við sig

Miami Heat hafa náð samningum við miðherjann Juwan Howard en hann spilaði með Portland Trail Blazers á síðasta leiktímabili.

Hjá Blazes skoraði hann 6,0 stig og tók 4,6t  fráköst að meðaltali í leik.


Brad Miller til Rockets

Houston Rockets hafa náð samningum við miðherjann Brad Miller en hann spilaði með Chicago Bulls á síðasta leiktímabili.

Miller, sem er góður skotmaður, skoraði 8,8 stig og tók 4,9 fráköst að meðaltali í leik á liðnu tímabili en hann kom til Bulls á miðju 2008-09 tímabilinu.

Meðal annarra frétta hafa Miami Heat endurnýjað samninginn við James Jones og Joel Anthony´.

Þá hafa Boston Celtics náð samningum við Nate Robinson sem komtil þeirra á miðju síðasta tímabili. Einnig hafa LA Clippers gert nýjan eins árs samning við Craig Smith.


Heat ná sér í Miller - Bell til Jazz

Mike Miller

Miami Heat hafa náð samningum við Mike Miller en Millers spilaði með Washington Wizards á síðasta leiktímabili þar sem hann gerði 10,9 stig og 6,2 fráköst að meðaltali í leik.

Miller ætti að styrkja Heat mikið en hann gerði fimm ára samning sem er upp á um það bil 25 milljónir dollara að sögn ESPN.com en eftir að LeBron James, Chris Bosh og Dwyane Wade ákváðu að vera saman í Heat vantaði þeim skotmann til þess að fullkomna þríeykið.

Wade mun þá líklega byrja sem bakvörður hjá Heat, Miller í stöðu skotbakvarðar, en hann er 204 cm á hæð og getur spilað skotbakvörð og framherja, LeBron mun þá spila framherja og Bosh og Udonis Haslem munu verða í kraftframherja og miðherja.

Raja Bell hefur gengið til liðs við sitt fyrrum lið, Utah Jazz, en hann spilaði með þeim fjórða og fimmta tímabil sitt í NBA-deildinni.

Bell, sem var skipt frá Charlotte Bobcats til Golden State Warriors fyrr á leiktíðinni, spilaði aðeins einn leik með þeim á tímabilinu og skoraði 11 stig í þeim leik.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband