Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Könnun: Celtics verða meistarar
6.6.2010 | 17:38
Samkvæmt lesendum www.nba.blog.is munu Boston Cetlics verða meistarar í NBA-deildinni. Celtics og Lakers eru nú í úrslitum deildarinnar en svona var taflan:
Íþróttir | Breytt 7.6.2010 kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Larry Brown endurnýjar við Bobcats
5.6.2010 | 09:12
Larry Borwn sem leiddi lið Charlotte Bobcats til úrslitakeppninnar í NBA í fyrsta skiptið í sögu félagsins en var sópað út af Orlando Magic, 4-0, svo óvíst var hvort Brown myndi standa á hliðarlínu Bobcats að ári.
Philadelphia 76ers voru orðaðir við Brown en hann hefur þjálfað þá áður, frá 1997 til 2002. Hann leiddi svo Detroit Pistons til meistaratitils árið 2004 en hefur ekkert gengið mjög vel með lið sín síðan þá.
Þó hann hafi verið í viðræðum við öll þessi lið hefur Michael Jordan sagt að hann komi endi líklega uppi í Charlotte að ári en ekki er búið að gera samninginn, sem verður líklega gerður á næstu misserum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kobe skoraði 30 - Lakers komnir yfir
4.6.2010 | 16:01
Los Angeles Lakers komust í 1-0 í nótt þegar þeir unnu Boston Celtics, 102-89.
Celics áttu aldrei roð í Lakers en Lakers komust með yfir með 20 stigum en Celtics aðeins 2.
Kobe Bryant skoraði 30 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar fyrir Lakers en Paul Pierce skoraði 24 stig og tók 9 fráköst fyrir Celtics.
Stigaskor Lakers:
Bryant: 30
Gasol: 23
Artest : 15
Fisher: 9
Brown: 6
Odom: 5
Farmar: 4
Stigaskor Celtics:
Pierce: 24
Garnett: 16
Rondo: 13
R. Allen: 12
Wallace: 9
Perkins: 8
T. Allen: 4
Davis: 3
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit NBA: Lakers-Celtics í kvöld
3.6.2010 | 19:41
Los Angeles Lakers taka á móti erkifjendum sínum úr Boston í kvöld en Celtics hafa unnið tvær seríur af þremur í úrslitakeppninni án þess að vera með heimavallarréttinn.
Síðustu þrjú ár hafa þessi lið nú mæst tvisvar í úrslitum NBA en þau eru gömlu stórveldin í deildinni og voru alltaf með eina stórstjörnu hvort, fyrst voru það Kareem og Robert Parish, svo Magic og Bird og nú eru það Bryant og Rondo, þó fleiri frábærir leikmenn hafa alltaf verið í kringum þá.
Leikurinn hefst klukkan 1:00 að íslenskum tíma en í Bandaríkjunum hefst hann klukkan 9:00.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvífarar: Jon Barry og Sigurbjörn Hreiðarsson
2.6.2010 | 19:44
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)