Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Úrslit næturinnar
9.3.2010 | 16:46
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvífarar: Gandalf (Lord of the Rings) og Gregg Popovich
8.3.2010 | 21:03
Íþróttir | Breytt 9.3.2010 kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Lakers með þrjú töp í röð
8.3.2010 | 15:34
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haukur á leiðinni út í háskóla
8.3.2010 | 15:30
Framherjinn og háloftafuglinn Haukur Pálsson, er á leiðinni til Maryland, en þar mun hann spila fyrir háskólaliðið og læra með því.
Sumarið 2009 ákvað hann að fara til Florida og spila (og læra) í Montverde-skólanum, sem var góð reynsla fyrir leikmanninn.
Margir Góðir háskólar, eins og Davidson-skóli, hafa verið á höttunum eftir Hauki, en Bob McKillop, þjálfari Davidson blómstraði af áhuga yfir honum.
Haukur mun semja formlega við liðið í apríl, en Maryland leika í ACC-deild háskólanna, sem talin hefur verið einn af tveimur bestu deildunum síðustu áratugi.
Þess má geta að lið eins og North Carolina, Virginia, Florida State, Clemson og Georgia Tech leika í riðlinum. NBA-leikmenn eins og Juan Dixon (hættur), Steve Francis (hættur) og James Gist (ekki á samningi) hafa leikið með skólanum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
7.3.2010 | 20:35
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Charlotte unnu Lakers
6.3.2010 | 10:04
Charlotte Bobcats lögðu meistara Los Angeles Lakers með fimm stigum í nótt, 98-93, en nú hafa Lakers tapað tveimur leikjum í röð.
Lakers töpuðu 20 boltum í leiknum, sem er tvöfalt meira en meistaralið á að gera. Kobe Bryant skoraði 26 stig, en þau dugðu ekki til því Charlotte deildu skorinu mun betur og unnu verðskuldaðan sigur.
San Antonio Spurs unnu annan sigurinn í röð á New Orleans Hornets, en liðin mættust í annað sinn á fimm dögum í nótt.
Sjö leikmenn hjá Spurs skoruðu 10 stig eða meira og kom vel á óvart að Keith Bogans var í byrjunarliði og setti 15 stig, en Richard Jefferson á bekknum og setti einungis 3 (á 25 mín).
Stig - LeBron James (CLE) með 40 stig.
Fráköst - David Lee (NYK) með 18 fráköst.
Stoðsendingar - Jason Kidd (DAL) með 12 stoðsendingar.
Úrslit næturinnar munu birtast síðar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Finley til Celtics
5.3.2010 | 22:38
Framherjinn Michael Finley mun fagna 37 ára afmæli sínu á morgun, laugardag, sem leikmaður Boston Celtics, en liðið samdi við hann eftir að San Antonio Spurs létu hann fara.
Finley er með 37% þriggja stiga nýtingu yfir ferilinn en á þessu tímabili einungis tæp 32%. Hann hefur verið að basla við meiðsli undanfarið, en er með 3,7 stig í leik á 15,8 mínútum.
Búist er við að Michael spili með Celtics á sunnudaginn gegn Milwaukee Bucks, en Boston eiga Philadelphia 76ers í kvöld klukkan 00:00 að íslenskum tíma (Finley verður ekki með í kvöld).
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Wade tryggði Heat sigur
5.3.2010 | 18:19
Miami Heat jöfnuðu LA Lakers í nótt þegar þeir unnu þriggja stiga sigur á meisturunum í framlengdum leik, en Kobe Bryant skoraði flautukörfu sem dugði Lakers til sigur í síðustu viðureign liðanna á leiktíðinni.
Leikurinn fór 114-111 fyrir Heat, en Kobe Bryant skoraði 39 stig, en ekki dugðu þau því Dwyane Wade skoraði 27 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 5 fráköst, en næst honum kom Quentin Richardson, sem átti blómstrandi leik fyrir utan þriggja stiga línuna (7/11), með 25 stig.
Memphis Grizzlies unnu Chicago Bulls nokkuð sannfærandi með 9 stigum, 96-105, en Utah Jazz unnu Phoenix Suns, 108-116, þar sem C.J. Miles kom inn af bekknum með hörkuleik fyrir Jazz, skoraði 15 stig og tók 5 fráköst.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
4.3.2010 | 15:59
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Iverson hættur
4.3.2010 | 15:47
Bakvörðurinn Allen Iverson lagði skóna á hilluna núna fyrir skömmu, en hann hefur átt erfitt uppdráttar síðustu tvö ár.
Iverson var með 26,7 stig, 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik á NBA-ferli sínum, auk þess sem hann stal 2,2 boltum í leik.
Ein af ástæðum þess að Iverson skildi við Sixers var að dóttir hans liggur veik á spítala og A.I. þarf vegna þess að sinna henni.
Íþróttir | Breytt 5.3.2010 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)