Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Úrslit næturinnar - Bogut með 20-20 gegn Knicks

New York-MilwaukeeAndrew Bogut skoraði 24 stig og tók 20 fráköst (20-20) í rústi Milwaukee Bucks á New York Knicks, 67-83, í Madison Square Garden í New York.

Þá skoraðu nýju menn Dallas Mavericks (Caron Butler, Brendan Haywood og DeShawn Stevenson) 28 stig og hirtu 29 fráköst í sigri Dallas á Indiana Pacers.

Washington Wizards unnu spennandi sigur  á Chicago Bulls, 101-95, þar sem Andre Blatche skoraði 25 stig og James Singleton tók 12 fráköst, en hann kom frá Dallas fyrr í mánuðinum.

Washington 101 Chicago 95
New York 67 Milwaukee 83
Dallas 91 Indiana 82
Utah 100 Atlanta 105
LA Clippers 98 Charlotte 94

Úrslit næturinnar - Jamison byrjar illa með Cavs

Vince CarterAntawn Jamison hefur ekki byrjað vel með Cleveland Cavliers, eða er hann alla vega ekki að bæta gengi liðsins, en liðið tapaði með sex stigum í nótt fyrir Orlando Magic, 101-95.

Þá unnu Denver Nuggets góðan sigur á Boston Celtics, en í þeim leik skoraði Chauncey Billups 26 stig.

Oklahoma City Thunder unnu sinn níunda leik í röð með öðrum spennusigri, en nú á Minnesota Timberwolves þar sem Russel Westbrook var með þrefalda þrennau, 22 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar.

Orlando 101 Cleveland 95
Denver 114 Boston 105
New Jersey 94 Memphis 104
Detroit 109 San Antonio 101
Minnesota 107 Oklahoma City 109
New Orleans 102 Houston 94
Phoenix 104 Sacramento 88
Golden State 108 Atlanta 104
Portland 89 Utah 93


20 ára afmælismót Nettó!

Nettó-mótid20 ára afmælismót Nettó fer fram um helgina. Mótin er betur þekkt sem Samkaupsmótið, en eftir að Samkaup í Reykjanesbæ skipti yfir í Nettó hefur það verið kallað Nettómótið.

Þetta er mikill áfangi og væntanlega verður þetta mót það stærsta í sögu þess.

Vegleg afmælisgjöf verður gefin krökkunum sem spila á mótinu í tilefni tvítugsafmælisins og boðið verður upp á Pizza-veislu í lok móts.

Einnig verður bíó fyrir alla, fyrir yngstu kynslóðina verður sýnd myndin Planet 51, sem er gerð af höfundum Shrek-myndanna og fyrir eldri krakkana verður myndin Old dog.


Úrslit næturinnar - Nýir menn stóðu sig vel í nótt

Tracy McGradyTracy McGrady spilaði í nótt sinn fyrsta leik á tímabilinu sem hann fær eitthvað að spila.

Hann spilaði 32 mínútur í leik New York Knicks gegn Oklahoma City Thunder og skoraði 26 stig og gaf 5 stoðsendingar. Hins vegar töpuðu Knicks með 3 stigum (118-121) en Kevin Durant skoraði flautukörfu.

Aðrir nýir leikmenn fundu sig líka hjá nýjum liðum, en til dæmis skoraði John Salmons 19 stig í sigri Milwaukee Bucks á Charlotte Bobcats, en hjá Charlotte skoraði Ty Thomas 12 stig og tók 11 fráköst.

Chicago Bulls unnu stórsigur á Philadelphia 76ers, en Bulls voru með þrjá nýa leikmenn, Acie Law, Hakim Warrick og Flip Murray, en Warrick skoraði 15 stig og tók 9 fráköst og Murray skoraði 12 stig.

Kevin Martin spilaði sinn fyrsta leik með Houston Rockets í nótt og skoraði 14 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Það er mjög gott en ef maður lítur innst inn í tölfræðina, er þá þetta gott?
FG: 3/16 - TO: 2 - PF: 2

Toronto 109 Washington 104
New York 118 Oklahoma City 121
Chicago 122 Philadelphia 90
Houston 115 Indiana 125
Milwaukee 93 Charlotte 88
Dallas 97 Miami 91
LA Clippers 99 Sacramento 89

Breyting á tveimur skiptum

Tracy McGradyÍ nótt varð breyting á tveimur skiptum, Tracy McGrady fór til New York Knicks en ekki Kings og John Salmons fór til Milwaukee Bucks fyrir Joe Alexander og Hakeem Warrick, en akki Francisco Elson og Kurt Thomas.

Hins vegar fór Elson (og Jodie Meeks) til Philadelphia 76ers fyrir Primoz Brezec, Royal Ivey og nýliðarétt í sumar.

T-Mac skiptin:

Knicks
Fá: Tracy McGrady, Sergio Rodriguez
Senda frá sér: Larry Hughes, Jordan Hill, Jared Jeffries

Rockets
Fá: Kevin Martin, Hilton Armstrong, Jordan Hill, Jared Jeffries
Senda frá sér: Tracy McGrady, Carl Landry, Joey Dorsey

Kings
Fá:Carl Landry, Joey Dorsey, Larry Hughes
Senda frá sér:Kevin Martin, Hilton Armstrong, Sergio Rodriguez


Molar um skiptin í NBA

  • Tyrus Thomas var sendur til Charlotte Bobcats fyrir Ronald "Flip" Murray, Acie Law og valréttur í fyrstu umferð í framtíðinni frá Charlotte.
  • San Antonio Spurs sendu miðherjann Theo Ratliff til Charlotte Bobcats fyrir nýliðarétt í annarri umferð árið 2016.
  • Nate Robinson er farinn til Boston Celtics, NYK fá fyrir hann Eddie House, J.R. Giddens og Bill Walker en með honum fer Marcus Landry til Celtics.
  • Dominic McGuire fór í nótt frá Washington Wizards til Kings fyrir nýliðarétt í annarri umferð í sumar.
  • Ronnie Brewer fór til Memphis Grizzlies fyrir nýliðarétt í fyrstu umferð (í framtíðinni).

       Umfjöllun kemur um fleiri skipti í dag.


Helena Sverris spáir um úrslit Bikarsins

Helena Sverrisdóttir, leikmaður TCU í bandaríska háskólaboltanum, var í dag tekin í viðtal við Karfan.is. Aðspurð hver vinnur Subway-bikar kvenna segir hún að Haukar geti unnið þetta með baráttu og gleði.
 
Nú er ekki langt síðan Haukar og Keflavík léku síðast til bikarúrslita og þú manst væntanlega nokkuð vel eftir þeim leik. Gætir þú gefið okkur svona ,,hraðsoðna" lýsingu á þinni minningu í sambandi við bikarúrslitin 2007?
Ég man ekkert alltof mikið eftir þeim leik, nema að þetta var mjög jafnt og réðst ekki almennilega fyrr en í restina. Það er alltaf rosalega gaman að spila í Höllinni og það gerir leikinn sjálfan einhvern vegin stærri. Það var alveg frábært að ná sigri því ég vissi að það yrði langt í að ég myndi spila aftur í Höllinni.
 
Varðandi liðin núna, hvar eru styrkleikarnir og veikleikarnir?
Keflavík - Þær eru með mjög reynslumikið lið, stelpur sem hafa verið í þessu lengi og hafa spilað svona stóra leiki, ég held að það sé stór plús fyrir þær.
Haukar- Þær eru gríðarlega sterkan leikmann í Heather og svo það sem haukastelpurnar verða að gera er að koma óhræddar og ákveðnar í að gefa ekkert eftir.
 
Hvaða leikmenn telur þú að eigi eftir að stíga upp í leiknum?
Hjá Keflavík þá held ég að Birna og Bryndís eigi eftir að hafa sína solid leiki og ég hef mikla trú á að Pálína stígi upp og spili frábæra vörn á Heather og hjálpi liðinu í andlega þættinum. Hjá Haukum verður Heather að eiga stórleik, ég hef aldrei séð Kiki spila en hún er með solid tölur og þarf að spila vel. Það er vonandi að Telma og Ragna Margrét eigi góða leiki það er erfitt að eiga við þær í teignum, aðallega þar sem Keflavík er ekki með stórt lið.
 
Hvernig verður taktíkin, pressað frá fyrstu mínútu eða verður þetta rólegt framan af á meðan liðin eru að ná stærstu fiðrildunum úr maganum?
Ég gæti trúað að Keflavík myndi byrja þetta sterkt því þær vita um hvað þetta snýst. Ég vona að Haukastelpurnar komi óhræddar út, og berjist allar 40 mínúturnar, þegar trúin og og hungrið á sigri er til staðar þá er allt hægt.
 
Hvernig fer svo leikurinn?
Það er mjög erfitt að segja, ég vona bara að þetta verði jafn og sterkur leikur. Á pappír eiga Keflavík að taka þetta, en eins og ég sagði Haukarnir geta notað baráttu og gleði og komist mjög langt á því.
 
Komin er könnun í loftið um hver verður Subway-bikarmeistari árið 2010.

Milicic til T'Wolves - Salmons skipt til Bucks

Darko MilicicJohn SalmonsDarko Milicic var í gær sendur til Minnesota Timberwolves, en hann hefur verið að spila með New York Knicks þetta tímabil, ef það á að kallast að hann hefur verið að spila þar.

Hann fór til Wolves fyrir framherjann Brian Cardinal og óuppgefna upphæð af reiðufé.

 



Chicago Bulls losuðu sig við mikið af launaþakinu þegar þeir skiptu skotbakverðinum Jahn Salmons (12,7 stig, 3,4 fráköst og 2,5 stoðsendingar) til Mailwaukee Bucks.

Fyrir hann fengu þeir leikmenn sem hafa ekki verið að sanna sig síðustu árin, Kurt Thomas (2,8 stig, 3,5 fráköst) og Francisco Elson (0,9 stig, 1,2 fráköst).


T-Mac til Kings

Tracy McGradySkotbakvörðurinn Tracy McGrady var í nótt sendur til Sacramento Kings fyrir skotbakvörðinn Kevin Martin.

Báðir leikmenn hafa mikið verið meiddir undanfarið og Martin nánast eyðilagði gengi Kings-manna þegar hann kom aftur inn í liðið, en þá hafði liðið verið nálægt úrslitakeppninni.

McGrady hefur nánast ekki neitt fengið að spila á tímabilinu vegna meiðsla, eða líklega, þó að hann segist vera tilbúinn til þess að spila á ný.

Þessi skipti hafa ekki verið staðfest og ekki er útilokað að NY Knicks komi að skiptunum og taki McGrady áður en yfir lýkur. Í heildina fá Rockets til sín Martin, Sergio Rodriguez, Hilton Armstrong og Kenny Thomas og senda út McGrady, baráttujaxlinn Carl Landry og Joey Dorsey.
 
Rockets
Fá: Kevin Martin, Sergio Rodriguez, Hilton Armstrong, Kenny Thomas
Senda frá sér: Tracy McGrady, Carl Landry, Joey Dorsey
 
Kings
Fá: Tracy McGrady, Carl Landry, Joey Dorsey
Senda frá sér: Kevin Martin, Sergio Rodriguez, Hilton Armstrong, Kenny Thomas

Antawn Jamison til Cleveland Cavs

LBJ23 keyrir á sinn núverandi liðsfélagaFramherjinn Antawn Jamison hefur verið sendur í toppbaráttuna til Cleveland Cavaliers (frá Washington Wizards) fyrir Zydrunas Ilgauskas, réttinn á Emir Preldzic og nýliðarétt í fyrstu umferð í sumar.

Svo blönduðu LA Clippers sér inn í skiptin og fengu miðherjann Drew Gooden frá Washington og sendu Al Thornton til Wizards og Sebastian Telfair til Cavs.

Jamison er með 20,5 stig og 8,8 fráköst að meðaltali í leik, svo hann ætti að styrkja Cavs í baráttunni á toppnum, og síðan í úrslitakeppninni. Einnig er hann með 45% skotnýtingu.

Þar sem Clippers senda frá sér mann með 10,7 stig (Thornton) og mann með 4,3 stig (Telfair) og fá mann með 8,9 stig í leik teljast þetta nokkuð ósanngjörn skipti, svo þetta eru önnur óhagstæð skipti hjá Clippers. Hins vegar er Gooden með tæp 7 fráköst í leik.

Cavaliers
Fá: Antawn Jamison, Sebastian Telfair
Senda frá sér: Zydrunas Ilgauskas, nýliðarétt í fyrstu umferð árið 2010, réttinn á Emir Preldzic

Wizards
Fá: Zydrunas Ilgauskas, réttinn á Emir Preldzic, nýliðarétt í fyrstu umferð árið 2010 Cavs, Al Thornton
Senda frá sér: Drew Gooden, Antawn Jamison

Clippers
Fá: Drew Gooden
Senda frá sér: Al Thornton, Sebastian Telfair


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband